Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Það reddast.

 

Við lifum erfiða tíma á suma vegu;  Kreppa, Icesave, óréttlæti...... og ljúfa á aðra;  bongóblíða, fegurð Íslands, trú á réttlæti.

.

Icesave málið er svo stórt að mér finnst engan veginn hægt að taka einarða afstöðu.  Ekki veit ég hvað gerist ef við skrifum ekki upp á lánið.  Ekki veit ég heldur nákvæmlega hvað gerist ef við skrifum upp á lánið ?

Ljóst er að hvorutveggja eru afar slæmir kostir en hvor er skárri ?

Í augnablikinu hallast ég að því að við eigum að skrifa upp á vegna þess að ég óttast afleiðingarnar, gerum við það ekki.  Síðan eigum við að leggja ofuráherslu á að ná aftur peningum auðmannanna, þeim hinum sömu og settu okkur á hausinn og nýta þá peninga til að greiða niður skuldina.  Í öðru lagi eigum við einhverja von í olíuauðlindum.  Hugsanlega og mögulega mun það bjarga okkur.  Kannski er þetta dæmigerður íslenskur hugsanaháttur...... að þetta reddist einhvern veginn.  En ég er jú rammíslensk og ennþá stolt af því þrátt fyrir allt.

.

Sjálf ætla ég að taka mér smá hvíld frá blogginu.  (þegar ég gerði það í fyrra varð ég svo frjó í hugsun að ég gat ekki hætt að blogga)Pinch    Núna er ég í sumarfríi og reyni að njóta þess eins og best ég get.  Cool   Geri vonandi eitthvað svakalegt af mér,  sem bloggandi er um síðar.

.

Þangað til........ njótið dagsins því hann kemur ekki aftur.  Wink

.

Sir Alexandra 

.

.


Þeir gleymdu sjálfum sér.

 

Það hefur aldrei skort skopskynið í fyrrum nágranna mína í Staðarsveit. 

Alveg er ég handviss um að öll sveitin hefur hlegið að þeim ... og þeir sjálfir manna mest.  LoL

Þetta verður fínt innlegg í næsta þorrablót.

Mínar bestu kveðjur í Staðarsveitina.

.

1171087592_aaea6695df 

.

 


mbl.is Gleymdu að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki eftirsóknarvert.

 

Í dag er sól á himni og sól í sinni.  Happy

.

Ég er verulega sátt við úrslit kosninganna og hef aftur endurheimt trú mína á að við Íslendingar séum þrátt fyrir allt hin bestu skinn sem er annt um hvort annað.

.

Dóttir mín, 12 ára, spurði ýmissa spurninga, í morgun, varðandi kosningaúrslitin.  Hún spurði m.a.

"Hver vann" ?

"Verður Davíð núna á þingi" ?

"En Geir" ?

.

Við beindum þá þeirri spurningu að henni hvort hún vildi ekki bara verða þingmaður þegar hún yrði stór ?

Dóttirin þurfti ekkert að hugsa sig um áður en hún svaraði;

"Nei,  þá yrði ég alltaf með hausverk" !

 

.

hausverk

.


Kosningasjónvarp RÚV.

 

Kosningasjónvarp RÚV var frábær skemmtun.  Happy   Ég get fullyrt að aldrei hef ég séð jafn skemmtilegan stjórnmálaþátt.

Atkvæðið mitt var óákveðið í byrjun þáttar.  Það komu þrír flokkar enn til greina.

Stjarna þáttarins var Ástþór Magnússon sem augljóslega toppaði sjálfan sig í kvöld þegar hann sagði Sigmund Davíð vera strengjabrúðu Ólafs, Finns Ingólfs. ofl.   Þvílíkur senuþjófur.  LoL

Mér fannst Þór Saari komast verulega vel í gegnum þáttinn.  Jóhönnu þekkjum við og vitum fyrir hvað hún stendur og Steingrímur var flottur að vanda.

Þegar síðan kom að stjórnmálafræðingunum var mér ekki eins skemmt.  Konan þar, Stefanía Óskarsdóttir, misnotaði aðstöðu sína og reyndi að vekja auð sjálfstæðisatkvæði upp frá dauðum.  Mér leið eins og verið væri að vekja upp drauga.  W00t

Gúgglið kemur upp um hana.  "Kerlingarálftin" (ég hef aldrei verið svona orðljót á blogginu áður)  var í prófkjöri fyrir sjallana.  http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2002/10/22/stefania_oskarsdottir_gefur_kost_a_ser_i_profkjori/

Mér finnst lágmarkslýðræði að stjórnmálafræðingar hagi sér sem slíkir og láti eigin skoðanir liggja á milli hluta.  Stefanía átti ekki heima við þetta borð.  GetLost

.

EN.

Nú er búið að ákveða þau fjögur atkvæði sem í boði eru á þessu heimili.

Atkvæði skiptast þannig;

Samfylkingin 1 atkvæði.

Vinstri Grænir  1 atkvæði.

Borgarahreyfingin 2 atkvæði.

.

Svo er bara að hlakka til morgundagsins því hann verður góður.  Wizard

.

party-hard 

.


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn fyrir tilvonandi þingmenn.

 

Fyrir hreina tilviljun fann ég lausn á öllu atvinnuleysi á Íslandi.  Smile

.

Gerum ráð fyrir að láglaunastörf á Íslandi séu um 15 þúsund talsins.

Atvinnulausir eru svo kannski önnur 15 þúsund.

Það er afar lítill munur á kjörum atvinnulausra og þeirra lægstlaunuðu.

Og hér kemur lausnin;

Fólk sem vinnur láglaunastörf vinnur héðan í frá -  frá gildistöku laganna  - bara annan hvern dag.  Fær semsagt þau hlunnindi til að bæta fyrir lág laun að fá mikil frí.  Laun þeirra hækka þá um allt að því helming á tímann.

Atvinnulausir fá svo vinnuna sem losnar meðan láglaunafólkið er í fríi.  Annan hvern dag.  Þá hafa allir vinnu.  Atvinnuleysisbætur og laun leggjast saman í pott og allir fá nánast það sama og þeir hafa hvort sem er.

Kostnaðurinn er sá sami....... grínlaust.  

En allir glaðari og láglaunastörf verða eftirsóknarverðari.  Happy

.

Og svo er ég bara ferlega kát með að Sjálfstæðisflokkur tapi miklu.  Joyful

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég gleðst yfir óförum annarra.

 

Skírdagur og ég fer í skriftastólinn.

Ég játa að ég gleðst yfir óförum annarra.  Blush

Ófarir Sjálfstæðisflokksins eru nefnilega "farir" okkar hinna.

Málið var að Geir Haarde vantaði smá pening. Hann hafði því samband við Landsbankann (þar sem vinir hans voru í stjórn) og FL-Group (þar sem konan hans var í stjórn). Ekkert var sjálfsagðara enda maður með mikil völd og í góðri stöðu til að liðka fyrir góðum málum. Honum láðist hinsvegar alveg að nefna þennan gjörning við sína nánustu flokksfélaga,  segir hann.

En hann platar !  Og það er ljótt að plata.  GetLost  Og alveg sérstaklega ljótt að plata um páskana.

.

Kjartan Gunnarsson veit auðvitað ekkert um málið.  Hann sat jú bara í stjórn Landsbankans og miðstjórn FLokksins.  Það er ekki hægt að ætlast til að hann setji sig inn í mál þar sem hann er beggja vegna borðsins.  Hann hefur átt fullt í fangi með að hlaupa í kringum borðið og ekki getað fylgst með á meðan.  Skiljanlega.  FootinMouth

.

Sjálfstæðismenn á blogginu reyna að verja múturnar;

"Það er örugglega líka svona hjá hinum flokkunum" segja þeir vælandi.  Crying 

"Það er svo heiðarlegt af Bjarna að skila þessu".  Halo  

.

sjalfstae_isflokkurinn_nytt_logo-1

slagord_826811 

.

En á meðan sit ég hér og gleðst í hjarta mínu.  Happy

Gleðst yfir óförum FLokksins því ég vil helst af öllu að hann þurrkist út og verði bara slæm minning.

Ég er í svo góðu skapi í dag.  LoL

.

Baugur er aðal styrktaraðili þessa pistils. 

.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefum þeim langt nef.....

 

Það er verulega athyglisvert að fylgjast með fréttum og bloggi af landsfundi sjálfstæðisflokksins.

Í meðfylgjandi frétt viðurkennir Andri Óttarsson að honum hafi verið boðið starf framkvæmdastjóra.  Lýðræði ?

Í fréttum hefur maður einungis lesið að tveir séu í framboði;  Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson.  Svo er þó ekki.

Jóhannes Birgir Jensson bauð sig fram.... sjá hér.

Loftur Altice Þorsteinsson bauð sig fram.... sjá hér

En fæstir vita um þá.  Lýðræði ?

.

Framkvæmdastjóri ræðir nánast ekkert annað en FLOKKINN.

Og fráfarandi formaður biður FLOKKINN hálfgildings afsökunar.

.

Þessir flokksdindlar hafa fátt til að vera stoltir af eftir langvarandi stjórnun landsins.
Hagtölur segja allt sem segja þarf.  Látum ekki plata okkur núna.

Það er kominn tími til að við gefum þeim langt nef í kosningunum.

.

c_documents_and_settings_hp_owner_my_documents_my_pictures_gosi 


mbl.is „Þurfum að opna flokkinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn velkomnir !

 

Sjálfstæðismenn óskast á síðuna mína til að svara spurningu sem á mér brennur;

Hvað fær þig til að kjósa x-d ?

Ég er að biðja um málefnalegar og heiðarlegar útskýringar frá ykkur.

Þið megið gjarnan koma fram undir dulnefni ef ykkur finnst þægilegra að tjá ykkur þannig.

Umfram allt vil ég reyna að skilja það sem ég alls ekki skil.

.

mapofIceland 

.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá skulum við líta á boðaða stefnu Sjálfstæðisflokksins.

 

HÉR ER STEFNAN eins og hún var boðuð fyrir síðustu kosningar.

Það þarf engan snilling til að sjá samhengið í stefnunni og því sem síðan gerðist.

Og miðað við skýrsluna;   ætti þá ekki fólkið sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að biðjast afsökunar og stíga af sviðinu ?  Og þá meina ég allir.

.

576 

.

Ef málið væri ekki grafalvarlegt, mætti næstum því sjá þessa mynd sem brandara.

.

 


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband