Ég er miður mín yfir atburðum dagsins.

 

Og ég spyr sjálfa mig;

Er þetta vonlaus barátta hins heiðarlega íslendings fyrir mannsæmandi lífi við gríðarlega spillta valdaklíku sem hefur sankað að sér auðlindum og fé samborgaranna ? 

 

Ég var alltaf á móti pólitískum forseta en hef sýnt honum virðingu fram að þessu.

Hvað er hann búinn að gera þjóð sinni ?

 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/01/05/hollenskir_stjornmalamenn_hardordir/    

http://www.visir.is/article/20100105/VIDSKIPTI06/986037520/-1 

.

sólarlag 

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ert þú þá ekki til í að borga þinn hlut í Æsseif strax? Þetta eru ekki nema 8 milljónir á hverja fjölskyldu í landinu ef þið samfylkingarfólk gangið á undan með góðu fordæmi þá er ekki víst að það þurfi neina ríkisábyrgð.

Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 16:54

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég vil frekar greiða 8 milljónir og hafa skárra orðspor heldur en að greiða 15 milljónir og vera algjörlega rúin trausti.  Hvort finnst þér betra ?

Þú klifar á því víðar á blogginu að ég sé Samfylkingar-eitthvað.  Ef allt sem kemur frá þér er jafn ósatt og sú fullyrðing, gef ég lítið fyrir málflutning þinn.

Ég kaus VG og er stolt af því.

Anna Einarsdóttir, 5.1.2010 kl. 17:16

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég kaus líka VG síðast en veit ekki hvort ég er endilega stolt af því. Var það að vísu á þeim tímapunkti og það er það sem gildir.

Vitaskuld verður ekki undan því komist að borga þessa icesavedellu en ég held að með þessu skrefi sem stigið var í dag hafi bretar og hollendingar orðið svolítið hræddir um að Íslendingar ætli alls ekki að borga. 

Ég tel að með þessu hafi Íslendingar snúið stöðunni aðeins úr vörn í sókn. Það er alltaf gott að hafa mótherjann aðeins skelkaðan.

Hrönn Sigurðardóttir, 5.1.2010 kl. 19:00

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nema mótherjinn ákveði að hann nenni ekki að tala við okkur lengur.

Þá erum við í slæmum málum Hrönn mín kæra.

Anna Einarsdóttir, 5.1.2010 kl. 19:25

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þeir hafa ekki efni á að tala ekki við okkur!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.1.2010 kl. 20:41

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hrönn. 

Þeir geta hæglega gjaldfellt alla skuldina sem er þá 1200 milljarðar og þá verður Ísland örugglega gjaldþrota.  Við neyðumst til að semja. 

Nú erum við vinkonurnar komnar á hálan ís og orðnar ósammála og til að leysa það mál í snarhasti smelli ég hér með kossi á kinn þína   og ákveð að virða það að þú hefur aðra skoðun en ég og vona að það sé gagnkvæmt.

Ég veit að báðar viljum við landi okkar einungis hið besta.

Anna Einarsdóttir, 5.1.2010 kl. 21:00

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vitaskuld eigum við að borga.... þetta er allt saman spurning um samninga. Og ég er ekki í vafa um að þeir semji. Þeim þarf aðeins að renna reiðin - svo koma þeir.......

Manstu þegar Íslendingar færðu landhelgina út í fjórar mílur? Þá klikkuðust þeir líka.....

Mér þykir alveg jafnvænt um þig þótt við séum ekki sammála um alla hluti

Hrönn Sigurðardóttir, 5.1.2010 kl. 21:12

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Stofnum bandalag Eyþjóða og gerum fríverslunarsamning við Japani og fáum þá til að hjálpa okkur út úr þessari krísu... Þeim seljum við fisk og hval og Evrópuþjóðirnar missa af þessu holla fóðri.....

Ómar Bjarki Smárason, 5.1.2010 kl. 22:13

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég vil líka kozz á kinn, þrátt fyrir að trúa ekki á þann hræðzluáróður zem þú trúir á & vill enda frekar borga með bakið bogið en brotið.

Steingrímur Helgason, 5.1.2010 kl. 23:14

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú færð engan koss Steingrímur af því að þú fremur staðreyndarvillu.   

Það er enginn hræðsluáróður í gangi.  Það er einfaldlega að gerast núna sem varað var við að gæti gerst.  Því miður.

Anna Einarsdóttir, 6.1.2010 kl. 00:02

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Er þetta vonlaus barátta hins heiðarlega íslendings fyrir mannsæmandi lífi við gríðarlega spillta valdaklíku sem hefur sankað að sér auðlindum og fé samborgaranna ?

Ég fer að hallast að því Anna.

hilmar jónsson, 6.1.2010 kl. 00:25

12 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Falleg ljósmynd Anna

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.1.2010 kl. 11:54

13 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er kominn á þá skoðun Anna að Samfylkingin sé svona svipað og Hvítsunnusöfnuður og þangað safnist rétttrúaðir til að fylgja frelsaranum.

Það er engin sannfæring hjá þingflokk Samfylkingarinnar sem hefur bara eina opinbera flokksskoðun, Einstaklingarnir í þingflokknum sóruð eið að stjórnarskránni en hlýða svo flokknum af þrælslund sem er þingmönnum ekki sæmandi og segir allt sem segja þarf um heiðarleika þeirra sem eiðin sóru.

Samfylkingin er reiðubúin til að selja þessa þjóð sem láglaunaþræla fyrir inngöngu draum í ESB.

Margir þingmenn okkar Íslendinga í öllum flokkum hafa persónulega þegið miljónir og sumir miljónatugi frá fyrirtækjum samkvæmt úttekt ríkisendurskoðunar, ofan á svo hundruð miljóna sem streyma úr ríkissjóð til reksturs flokkana.

Þetta fólk er rúið trausti og trúverðugleika, því verður þjóðin sjálfa að fá að ákveða örlög sýn til að friður haldist.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.1.2010 kl. 11:55

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það hefur einmitt borið á því að þingmenn VG og Samfylkingar kjósi samkvæmt sinni sannfæringu..... eitthvað sem aldrei gerist hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokknum.  (eiginlega fyndið að hann skuli heita sjálfstæðisflokkur því það hefur enginn sjálfstæða skoðun þar).

Stjórnmálafræðingar hafa nefnt það sem "vandamál" að þingmenn voru ekki allir t.d. á bakvið Icesave frumvarpið.

Og ég skil ekki alveg hvað þú eyðir miklu púðri í að ræða Samfylkinguna við mig Þorsteinn...... ég kaus VG.

Anna Einarsdóttir, 6.1.2010 kl. 12:45

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og myndina tók ég í gær.   

Hún sýnir svo vel að landið logaði eftir synjun forsetans á lögum ríkisstjórnarinnar. 

Anna Einarsdóttir, 6.1.2010 kl. 12:54

16 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sammála Anna. 

Ég var spurð að því hvort ég gerði mér grein fyrir stöðu margra á þjóðfélaginu, hversu margir væru að fara á hausinn, missa íbúðirnar sínar, bílana og fl.  Jú, svaraði ég:  Ég geri mér fulla grein fyrir því, en ekki hverjum sé um að kenna.  Ég telji það samt full langsótt að kenna nágrönnum okkar í Norðri eða sparifjáreigendum í Bretlandi eða Hollandi.

Ef ég fer út í vitlausar fjárfestingar þá hlýt ég að þurfa að taka afleiðingum af því.  Ég keypti mér jörð á Suðurlandi í kringum 1975, seldi aftur árið 1988.  Ég tapaði öllu nema innbúinu, meira segja eiginmanninum.  Samt hef ég aldrei borgað dráttarvexti af því að ég stend alltaf í skilum.  Oft var lítið til, borðaður hafragrautur, saumað upp úr gömlu, þorrablóti sleppt og sv.f.r.v.

Þegar ég er spurð að því hvort mig langi virkilega fara aftur til baka í þá tíma.  Svarið er einfalt:  Vilji og löngun er ekki sama hugtakið.  Mig langar ekki, en verði ég. þá það.

Það eina sem mig hvorki langar né vil, það er að vera ómerkileg!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.1.2010 kl. 15:26

17 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Eftir því sem ég best veit hafa íslenskar rikistjórnir (vinstri eða hægri) ávallt sagt að staðið verði við lagalegar skuldbindingar en þar stendur hnífurinn í kúnni. Menn eru ekki sammála um hverjar þær lagalegu skuldbingar séu. Sumir hafa líka haft orð á því að við eigum ekkert að vera að semja um eitt eða neitt í rauninni, bara starfa eftir þeim reglum sem gilda um tryggingasjóði. Hvers vegna þarf að gera sérstakan samning (sem ekkert fordæmi er fyrir) ef reglurnar eru hreinar og tærar?

Ég er ekkert hissa þó að fólk sé ringlað á skrípaleiknum. Verst þykir mér þó hvernig málið hefur leikið íslenska þjóð, kallandi hvert annað þjófapakk, ómerkileg lygahyski og þar fram eftir götunum. Þjóð sem talar svona um samlanda sína þarf enga óvini. 

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 6.1.2010 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 342771

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband