Hvernig er hægt að taka sér bessaleyfi ?

 

Svar Vísindavefsins er svohljóðandi;

Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um orðasambandið að taka sér bessaleyfi ‘gera eitthvað án þess að biðja um leyfi’ er frá fyrri hluta 18. aldar. Heldur eldra er sambandið að eitthvað sé bessaleyfi. Orðið bersi, en einnig bessi, merkir ‘bjarndýr’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur upprunann óvissan í Íslenskri orðsifjabók (1989:52). Annaðhvort liggi til grundvallar mannsnafnið Bessi/Bersi eða bjarndýrsheitið.

.

bessaleyfi_110808

.

Helgi Hálfdanarson skáld og þýðandi getur þess til í grein í Tímariti Máls og menningar (1975:92–104) að að baki liggi týnd saga um einhvern Bessa og sama gerði Jón Ólafsson úr Grunnavík á 18. öld sem nefnir samböndin að hafa bessaleyfi, gera nokkuð í bessaleyfi og taka í bessaleyfi í orðabókarhandriti sínu (AM 433 fol.). Ef hins vegar bjarndýrsheitið liggur að baki gæti það vísað til styrks bjarnarins sem hikar ekki ef hann vill ná einhverju fram.

.

En kannast einhver við nýyrðið að taka sér Bessastaðaleyfi ?

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Nei en eitthvað í þá áttina.  Sungu Þokkabótarmenn ekki um að Bessastaðaleiðin væri löng?

Það má leiða að því líkum að Bessastaðaleyfi sé svipað og þegar þingmenn segja: Með leyfi forseta, þá gæti verið að Indefence hópurinn hafi þjarmað að forseta með Bessastaðaleyfi...

Ég ætla að taka mér bessaleyfi í kvöld og kíkja í kjallarann.  En bersaleyfi þýðir það eitt að mega hægja sér þegar manni er mál.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.1.2010 kl. 15:58

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hugsanlega tekur Dorit sér Bessastaðaleyfi þegar hún skreppur til London.

Og já..... Ólafur Ragnar tók sér bessaleyfi og gaf Bessastaðaleyfi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Anna Einarsdóttir, 11.1.2010 kl. 16:04

3 identicon

Ohh þú ert svo fyndin Anna !! hehe

Hrabba (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 16:14

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaah þá dettur mér það í hug... ég ætlaði að fletta upp á orðinu griðarstaður.... ég hef grun um að Sölvi Tryggva sé að misnota það í grein sinni um að ýta á play takkann á lífinu...

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2010 kl. 16:23

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sölvi segir

"Gerum sem flesta staði að griðarstöðum fyrir neikvæðni og svartsýnishjali".  sem þýðir, ef ég skil hann rétt, að við eigum að gera sem flesta staði lausa við neikvæðni og svartsýnishjal. 

Öfug merking er "Gerum sem flesta staði að griðarstöðum fyrir neikvæðni og svartsýnishjal.  Það munar bara einu i-i. 

Er þetta ekki rétt hjá mér ?

Anna Einarsdóttir, 11.1.2010 kl. 17:27

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góður pistill hjá Sölva!

Það eina sem truflar mig er að ég hefði sagt: gerum sem fæsta staði að griðastöðum fyrir o.s. frv........ Mér finnst að griðastaður sé alltaf skjól fyrir eitthvað. Breytir kannski ekki öllu ef maður veit hvað hann meinar.

Getum við fengið Sölva inn?

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2010 kl. 20:47

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"Bessastaðaleyfi......"

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2010 kl. 20:47

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Griðastaður er skjól.

Þú nærð kannski merkingunni betur ef þú segir  "Gerum sem flesta staði að griðastöðum (í friði) fyrir neikvæðni og svartsýnishjali".

Anna Einarsdóttir, 12.1.2010 kl. 00:29

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... nú skil ég. Ætli Ragga sé með mitt brot af heilanum?

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 08:53

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ragga hefur örugglega fengið stærri skerf en við.  Hún er svo greind. 

Anna Einarsdóttir, 12.1.2010 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband