Bíddu.

 

Ég þekki ekki einn einasta mann sem finnst skemmtilegt að bíða.

Það er mér hulin ráðgáta hvaða galgopi fann upp fyrirbærið BIÐ.

Einhverjir toppuðu svo fíflaganginn og fundu upp biðstofur, biðskýli og biðraðir. 

Sérhannaðir staðir til að bíða og bíða og bíða og bíða.  Hversu gáfulegt er það ?  LoL

.

Það er til fullt af fólki sem er búið að bíða í 20 ár eftir því að finna elskuna sína.

Aðrir bíða alla ævi eftir því að fá happadrættisvinning.

Bíða eftir kaffinu

- klósettinu

- fréttunum

- símhringingu

- þvottavélinni 

- rigningunni. 

Menn bíða meira að segja eftir því að komast til tannlæknis. 

.

waiting-t11674 

.

Þegar orðið bíða er "gúgglað" koma 7.970.000 niðurstöður.  Bara á Íslandi ! 

Það eru bókstaflega allir að bíða og rúmlega það. 

Ertu kannski að bíða eftir því að ég bloggi gáfulega ?

.

NOT !   W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er að bíða eftir athugasemdum. 

Anna Einarsdóttir, 10.5.2010 kl. 14:41

2 identicon

ég er alltaf að bíða eftir að hitta þig aftur

birna (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 15:48

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og ég er að bíða eftir að þú komir í heimsókn. 

Anna Einarsdóttir, 10.5.2010 kl. 18:31

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er alltaf að bíða eftir einhverju móti.....   Svo er maður líka skyldaður til að bíða á næstum hverju götuhorni biðskylda

Ég fór með mínum á nýja hamborgarastað þeirra Jóa og Simma og þar þarf ekki að bíða nema í tvo og hálfan tíma eftir borði og síðan einn tíma eftir afgreiðslu.  Ég vil finna þann mann í fjöru sem fann upp á biðinni.  Þekkir þú hann Anna?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.5.2010 kl. 21:31

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mr. Waiting.  Nei, ég þekki hann ekki en ég hef heyrt um hann. 

Anna Einarsdóttir, 10.5.2010 kl. 21:47

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Endilega láttu mig vita ef þú hittir hann, ég skal svoleiðis ganga frá honum

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.5.2010 kl. 21:51

7 Smámynd: Brattur

Heitir Mr. Waiting ekki Biðill á íslensku ?

Brattur, 10.5.2010 kl. 21:55

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Neeeei, það er ekki hægt að þýða nöfn svona - Mr. Hostage-i. 

Anna Einarsdóttir, 10.5.2010 kl. 22:13

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahhaah ég þoli ekki bið! Ekki heldur biðraðir og bara það að standa og bíða eftir fólki - eftir að ég hef kvatt og sagt bless - jafnvel bæði í einu ;) getur ært mig!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2010 kl. 22:25

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Á meðan þú bloggar dona zkemmtilega, hef ég alveg nennu til að 'bíða'...

Steingrímur Helgason, 10.5.2010 kl. 23:56

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Svo stóð hann í röð á meðan hinir voru í biðröð

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.5.2010 kl. 22:48

12 Smámynd: Jón Óskarsson

Snilld.

Ég bíð eftir næsta bloggi :)

Jón Óskarsson, 12.5.2010 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband