Enskan mín

Nú er komið að því.  Að segja frá því þegar ég varð mér mest til skammar ever !

Þannig var að ég var í útskriftarferð á Mallorca með skólanum mínum fyrir örfáum árum síðan.  Nánar tiltekið þegar ég var átján ára gömul.  Við krakkarnir fórum fljótlega að venja komur okkar á ákveðinn matsölustað sem skaraði framúr öðrum að okkar mati hvað matseld snerti.  Nú, þegar við höfðum komið þar í nokkur kvöld í röð, fengið dýrindis kvöldverð og nokkur eðalvínglös, fannst mér tími til kominn að þakka fyrir sig.  Það vita jú allir sem mig þekkja að ég er óskaplega vel upp alin.  Ég er mjög fín að bjarga mér á enskri tungu, ekki af því ég sé svo flink, heldur af því ég er svo dugleg að búa til orðin sem ég ekki kann.  Nema þarna kalla ég á þjóninn og segi "Can i see the cock" ?  Hann horfir á mig stórum augum og spyr "the cock"?  YEEEES Smile  segi ég, afar ánægð með að spánverjinn skuli skilja mig svona vel.  Á þessum tímapunkti hins vegar gat ég ekki skilið hvers vegna krakkarnir við borðið ekki bara hlógu, þau veinuðu og einn henti sér í gólfið og emjaði úr hlátri.  Ég hef sennilega verið farin að brosa að háttsemi þeirra en vissi þó ekki hvað olli.  En þjónninn fór og sótti kokkinn og ég þakkaði vel og vandlega fyrir góðan mat.  Þegar krakkarnir gátu stunið upp orði og orði, 10 mínútum seinna, fékk ég að vita hvað ég var raunverulega að biðja þjóninn að sýna mér.  Það er of dónalegt til að segja frá því hérna. Wink

Og þetta er ekki bull, þetta er dagsatt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Svakalegt ! Varstu ekki eins og tómmatur í framan lengi á eftir ?

Níels A. Ársælsson., 31.3.2007 kl. 20:19

2 identicon

Ég man eftir þessari uppákomu þinni ?   Þetta fylgir þér til æviloka í hópnum okkar. 

Gústi (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 20:47

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gaman að sjá þig hér Gústi.   Neibb, var ekki lengi eins og tómatur, held ég hafi ekki haft vit á að skammast mín nema í kortér eða svo.

Anna Einarsdóttir, 31.3.2007 kl. 21:49

4 Smámynd: Hugarfluga

Ahhahaha!! Vá, þarna kom hugmynd að góðu bloggi ... kann endalausar sögur af tungumálaörðugleikum vinkvennanna!

Hugarfluga, 8.4.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 342714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband