Skilaboðaskjóðan.

 

Öll þurfum við ást og hlýju í lífinu.  Mest þurfum við á því að halda þegar okkur líður illa eða erum veik.  Ég hef verið í sambandi við fjölskyldu Gillíar og talaði síðast við bróður hennar í morgun.  Ástand hennar er að mestu óbreytt síðan á laugardag.  Eins og fram kom á bloggsíðu Gillíar, má gjarnan senda henni kveðjur og kort.  Það er líka hægt að skrifa henni hérna og það verður lesið fyrir hana.  Endilega leggið ykkar af mörkum til að hlýja henni aðeins um hjartað.  Heart

.

Gillí2

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Elsku Gillí mín.

Þegar ég hugsa til þín, sem er oftar en góðu hófi gegnir, hugsa ég um brosandi, kjarkmikla konu með ríka réttlætiskennd og góða kímnigáfu.

Þín er sárt saknað á blogginu.

Stórt faðmlag frá lítilli frænku.   

Anna Einarsdóttir, 7.11.2007 kl. 16:47

2 identicon

Kærleikskveðjur til ykkar allra. Hugsa mikið til ykkar.

Kv, Hrabba

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 16:57

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mikið er hún frænka þín falleg, myndin sýnir allt sem þú segir um hana.  Bestu kveðjur og ljós til ykkar allra.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.11.2007 kl. 17:00

4 identicon

Elsku Anna, þakka þér fyrir að bera Gillí kveðju mína. 

Þú ert í bænum mínum Gillí mín.

Kveðja,

Hjördís

Hjördís Björnsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 17:25

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Bestu kveðjur til þín Gislína. Hugsa mikið til þín og fjölskyldu þinnar. Ég segi það sama og Ingibjörg, þú ert bæði falleg og stórglæsileg.  Bloggið þitt er gott og þú hefðir fyrir löngu eins og margir aðrir á blogginu átt að skrifa fyrir pening - kannski er bara hægt að koma bloggskrifum þínum í verð! (útgáfu)

Edda Agnarsdóttir, 7.11.2007 kl. 17:27

6 Smámynd: Ragnheiður

Bestu kveðjur frá mér til þín Gillí mín, fallega og sterka kona. Af þér hef ég mikið lært og sakna þín mikið af blogginu. Sumir eru bara þannig að maður drekkur í sig hvert orð sem þeir láta frá sér fara.

Bænir mínar fylgja þér og þínu fólki.

Ragnheiður , 7.11.2007 kl. 18:11

7 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég hugsa stöðugt til þín og vona og bið að þér fari að batna elsku Gillí og stórt knús til þín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 7.11.2007 kl. 19:03

8 Smámynd: Hugarfluga

Vissi ekki af blogginu þínu fyrr en Anna frænka þín vísaði á síðuna þína. Snilldarbloggari og gaman að lesa þig! Bið þess að þú hafir það bærilegt og fáir kraftaverkakraft og hreysti sem allra fyrst.  Kærar kveðjur frá mér og mínum.

Hugarfluga, 7.11.2007 kl. 19:32

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Yndisleg mynd af Gillí, lýsir henni eins og hún er. Falleg, brosandi, hlý og hörkudugleg baráttukona með jákvæðnina að leiðarljósi. Tek undir með öðrum hér, ég sakna hennar mikið á blogginu. Er þakklát fyrir að fá fréttir af henni. Bið þigg fyrir kveðju Anna og stórt knús. Ef ég hef réttan skilning á ástæðu þess að hún vilji fara inn á Hringbrautina, þá myndi ég einmitt gera nákvæmlega það sama. Hvað er að frétta af Kára?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.11.2007 kl. 23:08

10 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 8.11.2007 kl. 18:41

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.11.2007 kl. 19:18

12 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég  samhryggist þér Anna mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.11.2007 kl. 20:16

13 Smámynd: Ragnheiður

Mínar hjartanlegustu samúðarkveðjur elsku Anna mín.

Ragnheiður , 8.11.2007 kl. 20:20

14 identicon

Kæra Anna, innilegustu samúðarkveðjur. Bið þig fyrir samúðarkveðjur til foreldra Gíslínu og annarra aðstandenda,Foreldrarnir voru oft afgreiddir í K.B. í denn. Sé í bloggi að Gíslína hefur verið mikil kjarnakona. Bestu kveðjur Sæa.

Sæa (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:33

15 Smámynd: Hugarfluga

Elsku bloggvinkona. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til þín og þinna. Hugsa til ykkar. Knús og kossar, vinan mín. 

Hugarfluga, 8.11.2007 kl. 20:35

16 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það þarf ekki að hitta manneskju eins og Gillí,nema svo sem einu sinni, held ég,.. altso svona beint...... ekki það að ég hafi verið svo heppinn að hitti hana, en....Útgeislun, æðruleysi og kjarkur hennar, er, var  og verður eitthvað sem gefur ómældan, ómælanlegan skilning (Vonandi)á því sem maður þó hefur. Allt sem þykir svo sjálfsagt, en er svo grátlega og auðveldlega tekið burt.

 Hetjan Gillí.  

Halldór Egill Guðnason, 9.11.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 342774

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband