Leyndarmálið afhjúpað með stæl.

.

 

Þegar bróðir minn og ég vorum um 6-7 ára aldurinn,  var rökhugsun að byrja að myndast í kollinum á okkur.  Á þeim tíma sváfum við í sama rúmi, hálftvíbreiðu.  Herbergið okkar var á annarri hæð og ekkert opnanlegt fag á glugganum.

Eitt kvöldið, rétt fyrir jól, þegar við vorum komin í rúmið, fórum við að velta því fyrir okkur hvernig í ósköpunum jólasveinninn færi að því að gefa okkur í skóinn.  Við fundum það út að jafnvel þótt hann hefði stiga, kæmist hann ekki inn um glugga sem ekki var hægt að opna.

Við ákváðum að upplýsa málið í eitt skipti fyrir öll.  Bróðir minn sótti vasaljós og ég man vel spenninginn undir sænginni með vasaljósið, meðan við biðum eftir jólasveininum. 

Við biðum lengi lengi.  Loks heyrðum við fótatak í stiganum.  Hjartað fór að hamast og spenningurinn varð nær óbærilegur.  Þegar við heyrðum að sveinki var kominn inn í herbergið okkar, sviftum við af okkur sænginni og lýstum með vasaljósinu beint í andlitið.............

......... á mömmu.  Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ég man þessa stund hjá mér, fóstri minn var sveinninn og við sistkynin sváfum í sama herbergi, ég varð svo reið yfir þessu að ég tók allt nammið sem hann setti í minn skó og setti í skóinn hjá bróður mínum og beið eftir því að mamma skammaði fóstra minn fyrir að gera upp á milli okkar. Heheheheheh

Jólakveðja

Kristín Snorradóttir, 28.12.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Ragnheiður

æj úpps, ég var nöppuð svona einusinni en náði að ljúga mig út úr því með að þykjast hafa verið að gá hvort sveinki væri kominn...hehehe rétt slapp en lá lengi undir grun..

Ragnheiður , 28.12.2007 kl. 16:46

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

He he, góð saga. En borðuðuð þið nammið samt?

Ólafur Þórðarson, 28.12.2007 kl. 17:16

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sko.... mömmu brá svo rosalega að hún brást illa við og hundskammaði okkur.  Auðvitað borðuðum við nammið.... nema hvað. 

Anna Einarsdóttir, 28.12.2007 kl. 17:31

5 Smámynd: Hugarfluga

Hvað var mamma þín að gera þarna? Sáuð þið þá aldrei jólasveininn??

Hugarfluga, 28.12.2007 kl. 19:04

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég man líka eftir því, að pabbi var að laumast inn í herbergi hjá mér og bróður mínum, við sváfum í koju, hann í efri, og ég í neðri.  Þegar pabbi var farinn, leiddi bróður minn mig í allan sannleikann og saðgi mér jafnframt að þeigja, því annars myndi pabbi hætta að gefa í skóinn.  Við systkinin grjóthéldum kjafti framyfir fermingu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.12.2007 kl. 19:54

7 identicon

Æ og Ó, ég á svipaða sögu að segja og get hlegið endalaust yfir þessu ... jólasveinninn kemur nefnilega aldrei fyrr en maður er sofnaður ... Í ALVÖRU ....

Maddý (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 20:23

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Aldrei sáum við jólasveininn gefa okkur í skóinn en samkvæmt athugunum hlýtur hann að koma eftir miðnætti en fyrir klukkan sex á morgnana. 

Við bróðir minn gerðum fleira af okkur á þessum tíma.    Einu sinni gátum við alls ekki beðið svona lengi eftir jólunum.  Þá vöknuðum við klukkan 6 á aðfangadagsmorgunn og læddumst niður í stofu.  Þar stóð til að kíkja bara rétt aðeins í einn, tvo pakka.  Við hins vegar gleymdum okkur pínulítið því þetta var svo spennandi  og áður en yfir lauk, höfðum við kíkt í alla pakkana okkar.  Við lokuðum hverjum pakka vel og vandlega aftur.... svo þetta komst ekki upp.  En um kvöldið var bara alls ekki eins gaman og venjulega að opna pakkana. 

Anna Einarsdóttir, 28.12.2007 kl. 20:39

9 identicon

Góð saga Anna, ég trúi nú öllu upp á þig   en  kíkti Þorgeir virkilega í pakkana ? Vonandi tekst mér að senda þetta frá mér því ég er oft  búin að reyna að "commenta" á færslurnar þínar og ekkert gerst !!

Kveðja Þórdís

Þórdís (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:06

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þér tókst það Þórdís !!      Já, Þorgeir kíkti líka.... og ég var svo lítil þegar þetta gerðist að hann hlýtur að hafa átt hugmyndina.    Man það samt ekki í smáatriðum. 

Anna Einarsdóttir, 28.12.2007 kl. 21:09

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

BÍDDU NÚ VIÐ er MAMMA ÞÍN JÓLASVEINNINN ? :::::: PIFF

Hvað eru þá þessir FEMINSTAR AÐ KVARTA ::::  

Brynjar Jóhannsson, 28.12.2007 kl. 22:13

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hrikalega er þetta skemmtilegt - fleiri svona sögur takk!

Edda Agnarsdóttir, 28.12.2007 kl. 23:55

13 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

hehehe góð saga

Svanhildur Karlsdóttir, 29.12.2007 kl. 13:11

14 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Lék jólasvein í 3 ár fyrir sveitarfélag nokkurt, var verulega hætt komin í síðasta skiptið. Krakka ormarnir (9-12 ára púkar) ruddust yfir þessi litlu sem vildu fá nammi úr hendi jólasveinsins, þannig að gleðin snerist upp í björgunarleiðangur.

Hefur aldeilist lifnað yfir mömmu þinni að vera gómuð af litlu púkunum sem áttu að vera sofandi englar.

Hefur þú sloppið sjálf, við að vera nöppuð Anna

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.12.2007 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 342712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband