Markmið og framtíðarplön.

 

Ég á mér draum.  Joyful

.

Það langar flestalla að standa sig í stykkinu.  Nútímakonan á stundum erfitt með að vera góð í öllu.  Maður leggur sig fram í vinnunni, reynir að aga börnin, jafnframt því að sýna þeim ástúð.  Drjúgur frítími fer í að halda heimilinu í góðu lagi og svo taka áhugamálin sitt pláss.  Talandi um áhugamál;  Svakalega var gaman að við Manchester-leikmenn skyldum komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar núna áðan.   Víííííííííííí.  Wizard

.

En aftur að efninu.  Ég legg mig fram um að hafa ávallt heitan kvöldmat fyrir fjölskylduna.  En það er eitt vandamál hjá nútímakonunni mér.  Þegar ég fæ gesti, á ég nákvæmlega ekkert með kaffinu. Pouty

Svona vandamál er þó hægt að leysa.

Þegar ég verð stór, ætla ég að kaupa mér frystikistu.  Síðan baka ég átján myndarlegar hnallþórur, skreyti þær fagurlega og set í frystinn.  Þá er mér ekkert að vanbúnaði.

Þegar gestir banka uppá, sæki ég allar hnallþórurnar átján og skelli þeim á borðið.  Djö..... er ég þá myndarleg,  svo ekki sé nú meira sagt.  Joyful

.

tertur-stor 

.

Það eina sem þarf að passa, er að rjómaterturnar, súkkulaðiterturnar og marengsterturnar, séu almennilega frosnar, svo að gestirnir fari nú ekki að borða þær.

Með þessu móti, mun ég teljast hin vænsta húsmóðir, árum saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hentug lausn. Ei er því að neita. 

Ætl´að apa þetta eftir þér! Þá verða allavega tvær vænar húsmæður til - árum saman

Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Efnileg........

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.4.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Einar Indriðason

Hvað með plast..... Óh... fleiri með þá hugmyndir.... Ohh..... dammmm.... svona er greinilega að fara ekki blogg-hring áður en maður fer að sofa.... O jæja.....

Svo gætirðu prófað að dáleiða fólk:  "Þú sérð fullt af flottum kökum hjá mér, en þig einhverra hluta vegna, langar ekki í neina þeirra...."

Einar Indriðason, 30.4.2008 kl. 08:29

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Smart hugmynd!

Edda Agnarsdóttir, 1.5.2008 kl. 10:33

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hann verður ekki af þér skafinn myndarskapurinn í heimilishaldinu. Maður þarf semsagt að taka méð sér stingsög til að fá kökur hjá þér? Hvernig hefur þú annars hugsað þér að geyma kaffið? Er svona að spá í hvaða verkfæri maður á að taka með sér ef ske kynni að Tuðarinn rétt kíkti í "frostbökur" og með því.

Halldór Egill Guðnason, 2.5.2008 kl. 09:51

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já og meðan ég man.: Kemst maður ekki örugglega í rafmagn hjá þér?

Halldór Egill Guðnason, 2.5.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband