Við höfum allt sem við þurfum.

 

.

sólarlag 

.

Við höfum ægifagurt sólarlag.

Getum drukkið nægju okkar úr tærum fjallalækjum. 

Gengið fjörur, dali, árfarvegi, fjöll, firði og móa.

Öndum að okkur hreinu lofti eftir nýfallinn síðdegisskúr.

Snæðum síðan soðna ýsu með kartöflum og smjöri.

Og elskum hvort annað.

.

Hverjum er ekki sama um fallna krónu ?  Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segðu............

Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, eftir þessa upptalningu - hverjum er ekki sama? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.6.2008 kl. 21:54

3 identicon

Fall er fararheill

alva (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Brattur

Þú veist nákvæmlega um hvað málið snýst... tær falleg íslenska... hrein sýn á lífið... takk fyirr þetta.

Brattur, 25.6.2008 kl. 22:58

5 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Sýn okkar á verðmæti er oft æði brengluð, skynjum helst peningaleg verðmæti. Hin raunverulegu verðmæti felast í því sem þú taldir upp. Vissulega þurfa allir að hafa í sig og á, en meðan við höfum það skulum við njóta þess sem þú taldir upp.

Takk.

Kristjana Bjarnadóttir, 25.6.2008 kl. 23:52

6 Smámynd: Ragnheiður

Frábært Anna mín, nákvæmlega. Ég er að spá í að senda þessa færslu þína á alla fjármálamógúla landsins

Ragnheiður , 26.6.2008 kl. 00:16

7 Smámynd: Einar Indriðason

Fín pæling.  Ég veit ekki hvort það muni breyta neinu að senda þetta á fjármálamógúlana..... Það væri nær, held ég, að skylda þessa fjármálamógúla og stjórnmálamenn, til að ganga vikuferð um Hornstrandir (t.d.), bara með tjald og prímus á bakinu.

(Ef ég væri kvikyndi, þá myndi ég stinga upp á að þessir sömu aðilar myndu helst ganga þar sem helst væri von á ísbjörnum, en þar sem ég er ekki (svo mikið) kvikyndi, þá segi ég pass við þessari hugmynd.)  (Má ekki láta ísbirnina fá vont í mallakút!)

Einar Indriðason, 26.6.2008 kl. 00:48

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Staðreyndir í hnotskurn, þörf ábending á okkar síðustu og verstu tímum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.6.2008 kl. 01:38

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Alveg fj. sama, svo lengi sem það er ekki spanskgræna á henni.

Myndin á færslunni þinni er ægifögur. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.6.2008 kl. 01:51

10 identicon

Fallegt!!

Knús til þín, frænka.  Kveðja, Þorbjörg.

p.s.  Við fjölskyldan (þ.e. 4/5 af henni, frumburðurinn að vinna) vorum að koma heim eftir 2ja vikna ferðalag til Frakklands.  Það fyrsta sem ég eldaði þegar heim var komið var soðin ýsa með kartöflum og smjöri.  Æði

Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 342759

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband