Allt í blóma í Oklahoma.

 

Það er af sem áður var.

Einu sinni hefði ég þrætt eins og sprúttsali ef einhver hefði fullyrt að ég væri með græna fingur.

Nú er öldin önnur og það er ekki nema sanngjarnt að þið fáið að sjá afrakstur ræktunar minnar þetta sumarið.  Cool    Ég meina það.  Þetta spratt bara lífrænt upp úr moldinni, án allra aukaefna.  Það eina sem þurfti var spjall mitt úti í garði við blómin og býflugurnar.  Wink

.

grfingur 

.

Verst að ég lærði ekki að vera plöntusálfræðingur.  FootinMouth    Árans !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kop

Þetta eru semsagt vextirnir í Sparisjóði grínista og nágrennis. Bara allt í grænum show.

Nú læt ég verða af því að flytja viðskiptin.

kop, 29.8.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

jú eða grænum hvelli.... Bara kvitta fyrir innlitið Anna, alltaf nærandi fyrir sálartetrið að líta á þig

Erna Bjarnadóttir, 29.8.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vó.  Ég gúgglaði orðið "plöntusálfræðingur" og það er ekki til í víðri veröld. 

Nú fæ ég einkaleyfi á starfsheitinu.

ANNA PLÖNTUSÁLFRÆÐINGUR.  Tímapantanir og viðtalstímar auglýstir síðar.

Anna Einarsdóttir, 29.8.2008 kl. 21:59

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Arfafín mynd !

Steingrímur Helgason, 29.8.2008 kl. 22:29

5 Smámynd: Einar Indriðason

Tja... í mínum augum lítur þetta allt út sem arfi.  En... ef þetta gleður þig, þá skal ég alveg með ánægju segja að þetta séu bestu og flottustu kálhausar og rabbabarar sem ég hef séð.

(Ég er augljóslega ekki með græna fingur, bara svo það komi skýrt fram.)

Einar Indriðason, 29.8.2008 kl. 22:39

6 identicon

Nammm mig hlakka til að koma og fá nýjar kartöflur sem eini plöntusálfræðingur heimsins ræktaði með sínum eigin orðum

Er það þá þannig að ef þú segir þeim á hverjum degi að þær séu fallegar að þær verði þá sætar kartöflur???? áhugarvert. eða ef þú slærð þeim gullhamra að þær verði gullauga kartöflur???   og ef þú lætu þær skammast sín verða þær þá rauðar kartöflur.. eða hvernig virkar þetta ... ég vill skrá mig á námskeið í plöntusálfræði... ég átti 2 blóm og þau dóu bæði   en núna erum við að rækta kall... svona eins og þú áttir ... hvað á ég að segja við hann???

Ráð óskast.

Kristin Sif (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:44

7 identicon

Nammm mig hlakka til að koma og fá nýjar kartöflur sem eini plöntusálfræðingur heimsins ræktaði með sínum eigin orðum

Er það þá þannig að ef þú segir þeim á hverjum degi að þær séu fallegar að þær verði þá sætar kartöflur???? áhugarvert. eða ef þú slærð þeim gullhamra að þær verði gullauga kartöflur???   og ef þú lætu þær skammast sín verða þær þá rauðar kartöflur.. eða hvernig virkar þetta ... ég vill skrá mig á námskeið í plöntusálfræði... ég átti 2 blóm og þau dóu bæði   en núna erum við að rækta kall... svona eins og þú áttir ... hvað á ég að segja við hann???

Ráð óskast.

Stina (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:48

8 identicon

úps kom 2 sinnum... alveg óvart

Stina (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:53

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Stína mín.  Nú setur þú mig á gat.    Kallinn sem ég ætlaði að rækta, þessi sem átti að fá hár ef ég vökvaði hann, hann er ennþá sköllóttur.  Mér dettur helst í hug að reynandi væri að spjalla við hann á frönsku.   

En auðvitað áttu kollgátuna á kartöfluafbrigðunum.  Rauðar eru þær sem skammast sín og Gullauga þær sem fá gullhamra.  Svo ef maður rabbar bara, þá vex rabbarbari.   

Anna Einarsdóttir, 29.8.2008 kl. 22:55

10 identicon

þetter eðal áhugavert... ég ætla að prófa það.. en á frönsku?? ertu búin að gera það við kartöflurnar?...koma þá ekki bara  Franskar kartöflur     Ég er að fletta í netorðabókinni núna og er að æfa mig að spjalla við gaurinn    Merci.

Stina (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 23:09

11 identicon

Ég er ekki svo kunnugur þessum fræðum, en ég sérhæfi mig sem Rektor í grasafræði, það er merkileg speki og ætti að kenna hana í grunnskólum landsins í staðinn fyrir dönsku.

En eitt veit ég fyrir víst í plöntusálfræði, og það er eftirfarandi. Ef þið talið dönsku við illgresi deyr það "kviss bang búmm". En varast skal að hafa allar aðrar plöntur í hæfilegri fjarlægð frá því svæði sem danska er töluð.

 Hr, Dr. Bjarni, Rektor í grasafræði og Ab gráðu mentaður moldatemjari

Bjarni Freyr (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 23:28

12 Smámynd: Gulli litli

Ég þekki þennann gróður....þekur garðinn minn, já og líka án þess að ég geri nokkuð....

Gulli litli, 30.8.2008 kl. 10:34

13 identicon

ég held að arfi sé hin besta hráfæða, þú gætir orðið rík af þessu en kannski vill plöntusálfræðingurinn ekki myrða þessar plöntur og eta þær...

Góða helgi!!!

alva (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 10:39

14 identicon

Falleg mynd

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:43

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Anna, myndin sem slík er frábær! Stækkaði hana og límdu hana á svona sérstakt frauðgúmmí fyrir myndir og upp á vegg með hana.

Edda Agnarsdóttir, 30.8.2008 kl. 12:45

16 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Uhmm...girnilegt...vantar svona "græn" svæði í Kópavoginn...

Hér vaxa bara turnar....en...er kannski til svona  "hættumaðbyggjaturnasálfræðingur í þínum heimabæ????

Segðu honum að kíkja í bæ vöggu barna og blóma og spyrja eftir Þeim dimmraddaða.....

Bergljót Hreinsdóttir, 30.8.2008 kl. 15:44

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

"Allt er vænt sem vel er grænt" segir orðtækið. - Og eitt er víst að engu eitri hefur verið ausið yfir þennan, græna og  væna gróður.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.8.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband