Tapa á daginn og elda inni á kvöldin.

 

Stundum rekst ég á fólk sem hugsar í peningaseðlum.  Þá meina ég að viðkomandi hegða sér og tala þannig, að peningar séu það sem málið snýst um.  Lífshamingjan í öllu sínu veldi.  Sideways

.

money_bath[1] 

.

Nú verð ég að viðurkenna að ég vorkenni þessu fólki smávegis.  Hvaða líkur eru á að svona þenkjandi persónur finni almennilega hamingju ?   Afar litlar... og nú þegar krónan er að verða verðlaus, fer vonin um hamingju peningamanna enn þverrandi.

Talandi um peningahyggju, dettur mér í hug að Sjálfstæðismenn hljóti að vera hálf niðurlútir þessa dagana.  Þeir vilja jú helst græða á daginn og grilla á kvöldin..... en í þessari niðursveiflu efnahagskerfisins í bland við rok og rigningu,  eru þeir væntanlega að tapa á daginn og elda inni á kvöldin.   Eymd er þetta.  Frown   Ég er líka ekki frá því að Sjálfstæðismönnum fari fækkandi þessa dagana.  Það er lítið töff að viðurkenna að efnahagur landsins sé kominn til helvítis, (ljótt að blóta)  m.a. vegna þeirra eigin óstjórnar.

Hvað boð skyldu nú koma frá Valhöll fyrir næstu kosningar ?  Kannski þeir segi .........

  "bannað að kjósa vinstri menn því þá fer fjárhagur landans til fjandans."  Woundering

.

Nei, þá spring ég úr hlátri.  LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Lehman bróðir minn bauðst einu sinni til að ávaxta peningana mína þangað til þeir væru búnir.  En mér fannst tryggara að eyða þeim strax - enda hefur komið á daginn að það var alveg rétt. En þetta reddast allt hérna á Íslandi eins og venjulega.  Kreppur hafa sinn sjarma

Þorsteinn Sverrisson, 18.9.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er hárrétt hjá þér Þorsteinn.    Nú snúum við okkur að því að rækta kartöflur og týna ber, sjóða rabbarbarasultu og baka kleinur og pönnsur.  Það er ekkert nema gott að snúa aðeins til baka ... og í leiðinni að komast í samband við náttúruna. 

Anna Einarsdóttir, 18.9.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Gulli litli

Uss þetta eru bara peningar sagdi mamma mín heitin alltaf er ég var ad væla um peninga eda peningaleysi....þad var fínt veganesti..

Gulli litli, 18.9.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Anna mín, þeir gera það sem þeir eru vanir; skilja eftir sig sviðna jörð.

Ljótt þegar ekki er einu sinni hægt að beita sláturlömbunum á fjárhagana eftir að þeir hafa verið þar...  :evil:

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.9.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Þá verður fjör

Þessi setning "græða á daginn og grilla á kvöldin" er ættuð frá Hannesi Hólmsteini. Hún er svo vel stuðluð að ég gat ekki stillt mig um það í janúar þegar Sjálfstæðismenn STÁLU borginni að hnoða þessu saman:

Græða á daginn og grilla á kvöldin,
Gróu þeir hitta og sögur út bera.
Hraðlygnir pésarnir hrifsa svo völdin,
hrossakaup mikil um stóla þeir gera.


Litlir og saklausir lúta þeir valdi
laun munu fá þó að biðin sé löng.
Ekkert það stoðar þó móinn í maldi
meiningin foringjans aldrei er röng.

Nú verður að snúa þessu við í ljósi nýjustu atburða:

tapa á daginn og tárast á kvöldin
taka skal stöðu gegn íslenskri mynt
saman þeir verja og halda um völdin
verðbólgubálið mikla skal kynt

Áfram íslenskir vinstri menn, hvar í flokki sem þeir standa

Kristjana Bjarnadóttir, 18.9.2008 kl. 21:38

6 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Sorrý í ljósi þess hve Davíð og hans lið er hrifið af blessaðri krónunni þá ætla ég að breyta þessu: 

tapa á daginn og tárast á kvöldin
taka skal stöðu með íslenskri mynt
saman þeir verja og halda um völdin
verðbólgubálið mikla skal kynt

Kristjana Bjarnadóttir, 18.9.2008 kl. 21:45

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Græða á daginn, grilla á kvöldin
er gömul tugga.
Skyldu sjallar á bakvið tjöldin
sjóða ugga ? 

Anna Einarsdóttir, 18.9.2008 kl. 21:56

8 Smámynd: Einar Indriðason

Miðað við hvernig kreppa er í gangi í dag, hvernig reikningar hækka, innkaupin hækka, launin standa í stað eða jafnvel lækka í raunvirði... og það er hægri stjórn við stjórnvölinn.... þá sé ég ekki að það að fá vinstri stjórn geti yfirhöfuð skemmt mikið meira....

Einar Indriðason, 20.9.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband