Undrast viðbrögð nokkurra bloggara.

 

Ég fagna þeirri ákvörðun Björgvins að segja af sér og að taka fjármálaeftirlitið með sér.

Auðvitað átti hann að segja af sér strax í kjölfar bankahrunsins sem og forsætisráðherra, fjármálaráðherra og bara allur þingheimur eins og hann leggur sig, ásamt fjármálaeftirliti og seðlabanka - skrifað með litlum staf.

Ef hrun efnahagsmála á Íslandi dugir ekki sem ástæða afsagnar, hvað er þá nægilega slæmt til að réttlæta afsögn ? 

Ég undrast viðbrögð nokkurra bloggara við þessum tíðindum.

Á bloggsíðum hef ég lesið orð eins og "lágkúruleg afsögn", "aumingjaleg" "lágt lagst" og fleira í þeim dúr.

Því spyr ég;  Vilduð þið að einhver axlaði ábyrgð - eða vilduð þið það ekki ?

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

málið er að þessir mótmælendur eru eins og þeir sem skipulögðu mótmælin( Vinstri Gramir) hjörð úrræðalausra gapuxa og það hræðir þá að sjá einhvern gera eitthvað af viti,þeir óttast að fólk hætti að fylgja sér í blindni.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 20:36

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Tek undir með Ægi. Björgvin „hafði vit á því“ að afþakka biðlaunin. Ef Jónasi á að vera vært á Nýja Íslandi, þá ætti hann að „afþakka múturgreiðsluna“.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 25.1.2009 kl. 21:03

3 Smámynd: Offari

Sammála þér það á að meta afsagnir ráðamann með virðingu. Ég efast um að fleiri fylgi í kjölfarið ef það verður ekki metið.

Offari, 25.1.2009 kl. 21:11

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef sagt það áður og segi það enn! Mér er nákvæmlega sama hver ástæða hans fyrir afsögn er. Niðurstaðan er sú sama. Hann segir af sér og tekur fme með sér.

Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 21:12

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Má ekki í það minnsta hrósa Björgvin fyrir að afþakka biðlaun ?

Mér er til efs að jónas - með litlum staf - sé maður í að fylgja hans fordæmi þar. 

Anna Einarsdóttir, 25.1.2009 kl. 21:52

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sammála þér Anna.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.1.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 342712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband