Íslendingar svelta.

 

Mér rann til rifja að lesa Þessa frétt í DV. þar sem fjallað er um eldri mann sem sveltur.

.

gauti

.

Þessi sami maður lagði Fjölskylduhjálpinni til aðstoð meðan hann hafði vinnu.  Nú þarf hann sjálfur að leita þangað eftir aðstoð, eftir að hann og konan hans misstu bæði vinnuna.  Það er illa komið fyrir mörgum fjölskyldum þessa dagana en sárast finnst mér þegar eldra fólk, sem skilað hefur ærnu ævistarfi, þarf að kyngja stoltinu og biðja um hjálp.

Það er skylda okkar sem eigum eitthvað smávegis afgangs að hjálpa þeim Íslendingum sem standa í þessum hræðilegu sporum.

Í dag lagði ég pening inn á Fjölskylduhjálp Íslands og ég skora á ykkur, sem getið, að leggja eitthvað smávegis af mörkum.

0101-26-66090, kennitala 660903-2590.

Það á enginn að þurfa að svelta á Íslandi, sama hversu bágborið annars efnahagsástandið er.

Þetta er bara spurning um að reyna að skipta jafnar á milli.

.

Knús á línuna.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér skilst að fréttin sé ekki alveg hárnákvæm og kannski vissu það allir nema ég.     En Fjölskylduhjálpin stendur þó alltaf fyrir sínu, gott málefni.

Anna Einarsdóttir, 29.1.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Ragnheiður

Já það er frábært málefni, það er alveg hárrétt !

Ragnheiður , 29.1.2009 kl. 23:56

3 identicon

Anna mín, - þú ert góð kona !

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 08:21

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvort sem fréttin var rétt eða röng, breytir það engu um það að nú hjálpum við hvort öðru. Það er eina leiðin út úr þessum hremmingum.

Halldór Egill Guðnason, 31.1.2009 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband