Amen á eftir efninu.

 

Myndir þú einhvern tíma stofna fyrirtæki, ráða 63 starfsmenn, skipta þeim í nokkra hópa og segja sem svo..... "sá hópur sem stendur sig best fær að vinna áfram eftir 4 ár" ?

Er það ekki beinlínis ávísun á að hver hópurinn vinni gegn öðrum ?

Og að fái einn hópur góða hugmynd, verði hún rifin niður af hinum hópunum vegna þess að velgengi einhvers hóps ógnar tilveru þess næsta ?

Af hverju erum við með svona furðulegt kerfi á Alþingi ?

Ég segi fyrir mig að stofnaði ég fyrirtæki, vildi ég að starfsmenn ynnu að hag fyrirtækisins sem ein heild.   Og þannig er það í öllum fyrirtækjum.

.

RegionalNetworkingGroups 

.

Því er það staðföst skoðun mín að flokkakerfið sé úrelt... hafi það einhvern tíma verið gott.

Endurvekjum lýðræði á Íslandi og kjósum fólk.

Leggjum niður gömlu flokkana í næstu kosningum.

Amen.

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heyr heyr!! Ég er svo gjörsamlega sammála þér.

Hrönn Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Aprílrós

Tek undir þetta og svo sammála

Aprílrós, 31.1.2009 kl. 19:26

3 Smámynd: Einar Indriðason

Sammála.

Einar Indriðason, 31.1.2009 kl. 19:32

4 identicon

Flott grein hjá þér, tek undir hvern staf. 

En það er þó eitt; ..það er þegar búið að flokka þessa starfsmenn niður áður en þú færð að ráða þá í vinnu og þeir sem sjá um "þá flokkun" eru greinilega "dálítið takmarkaðir", nema þá að það sé einhver "klíkuskapur" sem ræður þeirri flokkun, .........frekar en "lýðræðislegt val". 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 23:25

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Algjörlega borðliggjandi og þessi pistill á að fara í Fréttablaðið sem nú orðið er blað allra landsmanna.

 Mun enn á ný auglýsa sparisjóð grínista.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.2.2009 kl. 09:52

6 Smámynd: Hlédís

Gerðu það, Anna!     Sendu þetta í grein í Fréttablaðið sem birtir fljótt. (sama efni á auðvitað erindi í Mbl!)   Má vera stutt - fólk er hvort sem er latt að lesa langan texta. Mæli með að myndin hér að ofan fylgi!

Hlédís, 1.2.2009 kl. 10:28

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er týpan sem tek þeim örfáu áskorunum sem mér berast. 

Því er ég búin að senda greinina í Fréttablaðið, óbreytta.

Takk fyrir þetta. 

Anna Einarsdóttir, 1.2.2009 kl. 10:43

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Er 100% sammála - Heyr! Heyr!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.2.2009 kl. 10:48

9 identicon

Frábær pistill Anna!

Ég hlakka til fyrir hönd þeirra sem eiga eftir að lesa hann í Fréttablaðinu

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:02

10 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er þessu hjartanlega sammála....flottur pistill, hann ætti að birtast víðar.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 1.2.2009 kl. 13:32

11 Smámynd: Sigurjón

Hjartanlega sammála.  Hafðu þökk fyrir þessa hugvekju!

Sigurjón, 1.2.2009 kl. 17:05

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það verða allavega einhverjar umræður um breytingar með nýrri stjórn í þessa átt samkvæmt því sem Jóhanna sagði áðan!

Edda Agnarsdóttir, 1.2.2009 kl. 17:09

13 identicon

Amen eftir efninu. Flott sett fram hjá þér Anna.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband