Mandana Masa.

 

Í fyrrinótt dreymdi mig að ég bakkaði á.  Mér fannst höggið lítið svo ég ákvað að keyra bara af stað.  Maður getur jú leyft sér örlítið sveigjanlegri hegðun í draumaheimi.  Joyful  Nú, þar sem ég keyri í burtu, lít ég í baksýnisspegilinn og sé...... W00t ..... stóran, kolsvartan, glansandi sendiferðabíl sem merktur er LÖGREGLAN.  Pouty   Bíllinn sem ég bakkaði á.   Ég gerði það besta í stöðunni.  Ég vaknaði.

.

76MM036_1 

 

Í nótt var ég svo stödd innan um fullt af fólki.  Það var eitthvað að spjalla þegar einn maðurinn segir upp úr þurru:  "Mandana Masa".

Ég sprakk úr hlátri.  LoL

Hló hátt og vakti bæði sjálfa mig og annan til.  Blush

"Mandana Masa" er auðvitað ekki íslenska og heldur ekki enska.

Ég komst að þeirri skemmtilegu staðreynd að....... Ég skil bull.  Happy

.

Ég gúgglaði "Mandana Masa" og fékk m.a. upp þessar myndir;

.

1E0Dx1500y1500 

.

ufo

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi að ég gæti ráðið drauminn. Þú ert greinilega á vaktinni allan sólarhringinn. Þín vegna vona ég að þetta sé góður fyrirboði. Þig hefur ekki dreymt fyrrverandi fjármálaráðherra (sem ég man ekki hvað heitir)?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei, ég er alveg laus við að fá martraðir. 

Anna Einarsdóttir, 7.2.2009 kl. 11:15

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú munt í sumar ferðast ti:l Indlands, Malasíu með viðkomu í Ósló. Í Kuala Lumpúr, mun lögreglan hafa afskipti af þér þar sem þú munt vera með túrban á höfði en berleggjuð án þess að hafa vaxað lappirnar fyrir ferðina.

Þessi ferð mun gera þig að þeirri manneskju sem þú átt eftir að verða æ síðan.i: Ofurhress og eitilharður bankastjóri sem færð viðskiptavinina til að standa á haus, en verð þá svo falli svo þeir fari ekki á hausinn. 

Þetta er það sem ég fæ út úr draumum þínum Anna og eins og þú veist þá ratast kjöftugum oft satt á munn og ég ræð drauma, spái í spil, strkki dúka og bý til gott súkkulaði. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.2.2009 kl. 11:38

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheh ég strekki enga dúka en ég kann að búa til súkkulaði og vildi að ég hefði verið með þér í þessum draumi.

Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2009 kl. 12:09

5 Smámynd: Einar Indriðason

"Smíða skútu, skerpi skauta, býr til dúndur ost og grauta........"

Einar Indriðason, 7.2.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband