Tíska.

 

Eins og flestir vita,  fer tískan í hringi.  Þ.e. fatatískan.

Í stjórnmálum hefur verið í tísku að kjósa sjallana næstum því síðan ég man eftir mér.

Undanfarin ár hafa auðkýfingar verið í tísku.  Um þá er fjallað reglulega í Séð og heyrt.

Hér boða ég nýja tískustrauma.

Nú er OUT að kjósa þá sem framfylgdu ónýtri efnahagsstefnu.

Það er líka OUT að vera auðkýfingur.

Tískan í dag er HEIÐARLEIKI, RÉTTLÆTI og SAMHJÁLP.

Og það er eina tískan sem skiptir einhverju máli. 

.

caring 

.


mbl.is Selja íbúð á Manhattan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Flosi Kristjánsson, 14.2.2009 kl. 10:36

2 identicon

Ég er algjörlega sammála þér Anna, eins og mér sýnist ég vera oftast, veit ekki af hverju. En þetta þýðir að skila auðu í kosningum í vor. Nema einhver flokkurinn stökkbreytist.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 10:47

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Í mínum huga er eiginlega bannað að skila auðu.  Það ber að meta stöðuna fram að kosningum og kjósa þá skársta kostinn.... sem má undir engum kringumstæðum vera sá flokkur sem er efnahagslega gjaldþrota.  (d)

Það eru svo margir Íslendingar sem eiga lífsafkomu sína undir því að næsta stjórn sé mannúðleg. 

Anna Einarsdóttir, 14.2.2009 kl. 10:52

4 identicon

En.. hvað finnst ykkur um þetta?

http://www.anna.is/weblog/2009/02/post_502.php

Þetta er reyndar ekki flokkur.  Bara venjulegt fólk sem er búið að fá nóg. 

anna (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 10:55

5 identicon

Bíddu: Var ekki verið að tala um íbúð, sem Jón Ásgeir ( Baugur og co.) einkavinur ISG var að selja.  Eða var ég að misskilja fréttina eittgvað?

Högni V.G. (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:03

6 identicon

Aftur er ég sammála. Hef aldrei skilað auðu. Vona að einhver kosturinn verði skárstur. En fleiri flokkar gætu orðið efnahagslega gjaldþrota þá. Við þurfum breytt lífsgildi í þessu þjóðfélagi. Það vona ég að meirihluti þjóðarinnar fylkist á bak við. Við erum jú eftir allt saman fólk. Held líka að Högni hafi náð fréttinni rétt. Að minnsta tvær hliðar á peningum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:09

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ekki hef ég hugmynd um hver samskipti Jóns Ásgeirs og Ingibjargar eru eða hafa verið.... enda les ég ekki Séð og heyrt.

Hvernig sem við förum að því, þurfum við að "af-græðgisvæða" okkur.  Hunsa fólk sem hugsar bara um völd og peninga.  Snúa okkur að því að gera Ísland að lífvænlegu landi fyrir ALLA, ekki bara fáa útvalda.

Anna Einarsdóttir, 14.2.2009 kl. 11:16

8 identicon

Nákvæmlega Anna, gæti ekki verið meira sammála þér.

anna (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:23

9 Smámynd: Einar Indriðason

Þú mátt gjarnan bæta við á listann hjá þér... mannleg gildi.  Samhjálp dekkar það að einhverju leyti, en það má alveg leggja meiri áheyrslu á að við erum öll saman í þessu þjóðfélagi... og við eigum að hugsa meira um hvert annað, heldur en einhverja fjármuni... við tökum þá hvort sem er ekki með okkur yfir móðuna miklu.

Einar Indriðason, 14.2.2009 kl. 11:24

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Anna!  Ég mun gera mitt allra besta til að tolla í nýju tískunni.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.2.2009 kl. 11:25

11 Smámynd: Einar Indriðason

En, já... það þarf að "af-græðgisvæða" fólk.  Alla!  Svo lengi sem einhverjir ríkir og gráðugir eru til, þá munu þeir ekki hika við að toga í spotta, til að gera sjálfa sig ríkari.  (Og skítt með alla hina.)

Einar Indriðason, 14.2.2009 kl. 11:25

12 identicon

Númer 1,2,3,4,5,6, finnst mér að þetta fólk hvar í FLOKKI sem það stendur þurfi að fara að vinna SAMAN, ekki þrasa endalaust,þessi gerði þetta og hinn hitt eins og óþekkir krakkar, það er ömurlegt að hlusta á þetta blessaða fólk, það setur að mér hroll í hverjum fréttatíma og þar er fjandakornið enginn flokkur öðrum skárri, þetta fólk ætti að skammast sín og fara að VINNA til þess var það kosið af þjóðinni.

Sæa (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 15:09

13 Smámynd: Brattur

Ég er sammála Einari... af-græðgisvæðum fólk... og þá sérstaklega Alla...

Nei, ég segi nú bara svona...

Brattur, 14.2.2009 kl. 17:35

14 Smámynd: Hlédís

 Afgræðgi-væðing er bráðholl og nauðsynleg!

Hitt er annað mál: Áróðurinn um BAUG og SF er farinn að verða grunsamlegur? Ekki efast ég enn um að JÁ sé svikamyllu-víkingur af hárri gráðu.   Um valdahroka og vanhæfni ISG efast ég ekki - hef séð hann með eigin augum.     Hitt er skrýtið hvernig lopinn er togaður endalaust vegna kosningaræðu sem ISG hélt einu sinni í Borgarnesi og þess að Baugur studdi SF í kosningum! Átti Baugur etv að styðja D-listann eins og svo til öll stórfyrirtæki landsins hafa alltaf gert og grætt á?

Hlédís, 14.2.2009 kl. 18:08

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heyr heyr Anna! Ég væri til í að vera þessi tízkudrottning.

Hrönn Sigurðardóttir, 14.2.2009 kl. 20:30

16 identicon

Góð hugmynd hjá þér enda sé ég ekki betur en að þessir eiginleikar ljómi frá andliti þínu.

....svo er líka gott að hafa í huga að

Ef þú ræktar með þér kærleika þarftu ekki að rækta neitt annað

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 342751

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband