Þúsund minnismiðar ......

 

Bloggið er ekkert svipað því sem var þegar ég byrjaði.

Þá var grínast og djókað og spaugað og fíflast og hnoðað saman bulli eins og mann lysti.

Í dag eru mjög margir bloggarar mjög alvarlegir.

Eins og það lagi eitthvað ?

Einhvern tíma var sagt að maður ætti bara að borga og brosa.

Ef ég á að borga skuldir annarra ætla ég sannarlega að brosa því þá fæ ég kannski eitthvað örlítið fyrir peninginn. 

Hugsanlega bros á móti.  FootinMouth   Frá gjaldkeranum eða eitthvað. 

.

smile

.

Á síðustu helgi var ég stödd á pæjumóti á Siglufirði.  Pæjur mæta jú á pæjumót.  Whistling 

Þegar ég kíkti einn rúnt um bæinn sá ég óvenjulegan bíl;

.

Sigló

.

Vá hvað þessi er gleyminn !   

Þetta eru frekar margir minnismiðar.

Hann hefur líklega lagt bílnum þarna af því hann mundi ekki hvort hann var að koma eða fara.

Kannski man hann heldur ekki að hann á bíl ?

Annars man ég ekki hvað ég ætlaði að skrifa meira.  Whistling

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Hæ Anna, já upp með grínið, brosið og brandarana.  Annars er ég orðinn miklu latari að blogga en einu sinni. Þetta kemur svona í bylgjum.  En ég kíki alltaf annað slagið á þig og þú ert alltaf svo hugmyndarík og skemmtileg :)

Þorsteinn Sverrisson, 12.8.2009 kl. 21:31

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Hæ Anna

Ég tek alvarleikann til mín. Hef nefnilega notað þessa síðu mína alveg frá upphafi sem yfirfall hugsana minna, ekki síst þegar mér misbýður eitthvað í samfélagsmálum. Á því hefur nefnilega ekki verið nokkur skortur síðan ég byrjaði, en það var rétt áður en REI málið byrjaði. Held að fjölskylda og vinnufélagar hefðu ekki þolað álagið ef þau hefðu fengið allar gusurnar.

Mig grunar að margir bloggi einmitt í þessum tilgangi og mér finnst það vel. Það glæðir umræðuna og fólk verður óhræddara við að standa við skoðanir sínar.

Hins vegar megum við ekki gleyma gríninu, Spaugstofan er nauðsynlega, á sama hátt er síða eins og þín einnig nauðsynleg.

bestu kveðjur

Kristjana Bjarnadóttir, 12.8.2009 kl. 21:41

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk Þorsteinn

Kristjana.  Að sjálfsögðu og auðvitað er lífið stundum alvarlegt og ber að taka því sem slíku.  Ég hef bara smá áhyggjur af því að við Íslendingar séum að gleyma hvernig á að slá á létta strengi.  Endalaus neikvæð fréttaumfjöllun og umræða hefur þær afleiðingar að við gleymum stundum að brosa.  Það er bannað.

Glæsilegar myndir á blogginu þínu. 

Anna Einarsdóttir, 13.8.2009 kl. 00:09

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

lof sé guði, ésú og öllum öðrum vættum fyrir bloggara eins og þig, sem blogga um eitthvað annað en æsseif, signt og heilagt.

Brjánn Guðjónsson, 13.8.2009 kl. 00:59

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég las alvarlegt en verulega áhugavert blogg í gær sem situr dálítið í mér.....

http://bubot.blog.is/blog/bubot/entry/928063/

Það skyldi þó aldrei vera að eitthvað sé til í þessari kenningu ?

Anna Einarsdóttir, 13.8.2009 kl. 08:20

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rétt er það - allir bloggarar eru svo stútfullir af skoðunum... ég held að það sé það sem gerir þá svona alvarlega ;)

....og vitaskuld fara pæjur á pæjumót

Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2009 kl. 10:18

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Sammála Anna...það vantar meiri léttleika og spaug á bloggið...

Væri miklu skemmtilegra að geta gleymt þessu voli og væli með því að rápa um bloggheima og hlæja hressilega...

Það er svo gaman að kíkja hérna inn...og þess vegna geri ég það alltaf!!!

Takk fyrir að vera til!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 13.8.2009 kl. 16:05

8 Smámynd: Einar Indriðason

"Memo to self: Hvar lagði ég bílnum?"

Einar Indriðason, 13.8.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 342774

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband