Ég stal.

 

Ég skreyti jafnan færslurnar mínar með myndum.

Fyrir þá sem ekki blogga, vil ég taka fram að myndir er bæði hægt að sækja í sína eigin möppu í tölvunni en einnig beint á netið.

Eigi ég ekki mynd við hæfi, sæki ég stundum mynd á netið og nota þá "gúgglið".

Þegar ég bloggaði um saltkjötið og baunirnar fyrr í vikunni, var batteríið í myndavélinni minni í hleðslu þannig að ég stytti mér leið og fann baunasúpumynd á netinu.  Mér fannst mín eigin baunasúpa samt líta betur út sko !  Happy

Leið svo og beið og ég blogga um Hannes Hólmstein, besta vin og er ekkert að spá meira í fyrri færslu. 

Skyndilega fer teljarinn að telja mun hraðar en venjulega.  Yfir 200 manns komu á síðuna í gær.  Hvað er í gangi ?   Ég fer að hugsa.  Woundering

Er ég orðinn forsíðuhaus ?  Nei, það getur ekki verið.  Til þess eru færslurnar mínar of bullkenndar.

Er ég í Mogganum ?  Nei, Davíð myndi aldrei leyfa það.  LoL

Ég hugsa og hugsa....... renni svo augunum yfir bloggið mitt og sé.....  nýja landslagsmynd. Pouty

Abbababb.  Hvernig gerðist þetta ?  Ég skoða betur en þá er landslagsmyndin horfin og í staðinn er kominn þessi mynd !  W00t

.

andlit 

.

WHAT !!!

Það er kominn hakkari í tölvuna mína..... er mín fyrsta hugsun.  Crying

Ég er í vondum málum..... trallalalalaaaaa.

Ég anda inn, út, inn inn út og hugsa hraðar en minniskubbur í hágæðatölvu.

####%%%%&&&&&&#$///////!!!=niðurstaða

Aaaaaaaa Happy ....... nú fatta ég !

Myndina sótti ég á slóðina hans og hann einfaldlega vistar nýja mynd á sömu slóðina.

Hjúkket og dæs og Herre Gud og allur pakkinn.

Þetta hefði getað verið verra.   Bloggvinir hans hvöttu hann allavega til að setja ljótari myndir.

.

Og hvað lærði ég ?

Að það er ljótt að stela myndum af tölvuforritara.  Blush

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hahahahaha

en takk fyrir myndirnar sem ég fékk

Ragnheiður , 13.10.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 342761

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband