Ég ætla að vera í ógeðslega fúlu skapi :-(((((

Eftirfarandi frétt er á Vísi í dag: 

Vísir, 03. nóv. 2009 08:42

Vonda skapið æskilegra sýnir rannsókn

mynd

Atli Steinn Guðmundsson skrifar:

Ástralar telja sig nú hafa sýnt fram á það með rannsókn að ákaflega hollt sé að vera í mjög vondu skapi annað slagið.

Skaphundar heimsins geta nú heldur betur tekið gleði sína eftir að sálfræðiprófessorinn Joseph Forgas við Háskólann í New South Wales í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að fólk í vondu skapi tekur betur eftir umhverfi sínu og hugsar á mun gagnrýnni hátt en við sem önum gegnum daginn á bleiku skýi með heimskulegt glott.

Ljúflingarnir búa reyndar að jafnaði yfir meiri sköpunargáfu og eru samvinnuþýðari og almennt sveigjanlegri en hver hefur áhuga á svoleiðis fólki? Og hvernig rannsaka sálfræðingar svona lagað? Forgas og samstarfsfólk hans kom hópi fólks í ömurlegt skap með því að láta það horfa á leiðinlegar kvikmyndir og rifja upp verstu augnablik ævi sinnar.

Þegar þessi hópur var svo borinn saman við annan og hressari hóp kom í ljós að fúli hópurinn hrapaði síður að vafasömum ályktunum og lét fordóma síður afvegaleiða sig við ákvarðanatöku. Hrygga fólkið varð meira að segja mun pennafærara en ella í hryggð sinni og setti fram lipran texta með góðum rökstuðningi.

Þá reyndust neikvæðar hugsanir stórbæta minni fólks líka. Rannsóknin er kynnt í nýjasta tölublaði Australian Science og nú skulum við bara muna það að lífið er ömurlegt. Þá gengur allt miklu betur.

.

sour

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„Skaphundar heimsins geta nú heldur betur tekið gleði sína[...]“

er það ráðlegt? þá verða þeir ekki lengur í vondu skapi

Brjánn Guðjónsson, 3.11.2009 kl. 15:30

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég vissi að það væri ástæða fyrir endalausum gullkornum sem hrjóta allsendis fyrirvaralaust af munni og fingrum

Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband