Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Davíð lýsir vantrausti á Geir.

 

Þessi málsgrein bréfsins vekur athygli mína umfram annað;

Davíð segir að æ fleiri mönnum verði ljóst að formaður bankastjórnar persónulega og bankastjórn Seðlabankans sameiginlega hafi á undanförnum árum aftur og aftur varað við því að í óefni stefndi í bankamálum þjóðarinnar og þrýst á þá sem ábyrgð báru um að bregðast við í tíma.

 

Sé þetta rétt hjá honum, er hann að lýsa vantrausti sínu á forsætisráðherra þess tíma, Geir H. Haarde.

Athyglisvert svo ekki sé meira sagt.  Woundering

.

David_geir_jpg_550x400_q95

.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síminn hringir.

 

Halló segi ég minni hljómþýðu röddu.

"Já, Kjartan er hann þarna?"

Nei, enginn Kjartan hér.

"Nú, ég er þá að hringja í bandvitlaust númer"

Ég er með alveg rétt númer,  segi ég á minn látlausa hátt.

Það er Kjartan sem er með vitlaust númer.

.

Löng þögn á línunni.   Örugglega hálf mínúta.  Joyful

"Ég prófa þá bara að hringja aftur í Kjartan"  tafsar hann vandræðalega.

.

Embarrassed

.

Það er svo gaman að stríða.  LoL

.


Ég er únglíngur.

 

Er það ekki dásamlegt að vera fjörutíuogeitthvað og geta sofið eins og únglíngur ?  11 tímar ! Happy

Þá vaknar maður uppfullur af góðum hugmyndum.   Mitt fyrsta verk í dag verður að virkja dautt fjármagn.  Það geri ég með því að taka nokkra steindauða þúsundkalla og láta þá fara að vinna fyrir mig.  Þú sundkall !  Farðu nú að gera eitthvað.  Angry 

.

lauzan_deadwalkc5 

.

En hvað ætti ég að láta þá gera ?  Skúra gólfið kannski.  FootinMouth   Eða fara í sund.  Grin  

Hugmyndin að virkja dautt fjármagn er þó ekki mín.  En hún er góð því höfundur hennar er enginn annar en langbesti vinur þess manns sem mestu hefur ráðið á Íslandi þann tíma sem ég hef lifað.  Það er ekki möguleiki að besti vinurinn sé kjánaprik.  Nei nei nei.  Smile

Já, eins og ég sagði er ég uppfull af góðum hugmyndum.  Ég man samt ekki eftir neinum fleirum alveg í augnablikinu.  Blush

 


Innhverf íhugun.

 

Ofurfalleg er náttúra landans.
Að horfa á litina, unun er hrein.
Að kafa í sjálfið og innbyrða andans
orku, það læknar hvert eitt lítið mein. 

.

Borgarfjörður 

.


Mandana Masa.

 

Í fyrrinótt dreymdi mig að ég bakkaði á.  Mér fannst höggið lítið svo ég ákvað að keyra bara af stað.  Maður getur jú leyft sér örlítið sveigjanlegri hegðun í draumaheimi.  Joyful  Nú, þar sem ég keyri í burtu, lít ég í baksýnisspegilinn og sé...... W00t ..... stóran, kolsvartan, glansandi sendiferðabíl sem merktur er LÖGREGLAN.  Pouty   Bíllinn sem ég bakkaði á.   Ég gerði það besta í stöðunni.  Ég vaknaði.

.

76MM036_1 

 

Í nótt var ég svo stödd innan um fullt af fólki.  Það var eitthvað að spjalla þegar einn maðurinn segir upp úr þurru:  "Mandana Masa".

Ég sprakk úr hlátri.  LoL

Hló hátt og vakti bæði sjálfa mig og annan til.  Blush

"Mandana Masa" er auðvitað ekki íslenska og heldur ekki enska.

Ég komst að þeirri skemmtilegu staðreynd að....... Ég skil bull.  Happy

.

Ég gúgglaði "Mandana Masa" og fékk m.a. upp þessar myndir;

.

1E0Dx1500y1500 

.

ufo

.


Góði Guð.

 

Haltu verndarhendi yfir mömmu og pabba og ömmu.

.

funny-dog-pictures-praying-dog-boy-bed

.

Og taktu til þín köttinn í næsta húsi.

Amen.


Traust efnahagsstjórn.

 

Það mætti halda að Íslendingar líti samskonar augum á stjórnmálaflokka eins og enskir líta á fótboltalið.  Það er haldið með liðinu - sama hvað !

Sumir eru svo miklir sjallar að þótt flokkurinn seldi ömmu kjósandans, myndi kjósandinn samt halda áfram að setja x við dé-ið.  

Af því bara.  Hef alltaf gert það.  Afi gerði það líka.  Og pabbi.

.

Sjálfstæðisflokkurinn lagði það pólitíska landslag sem leiddi til efnahagshruns þjóðarinnar.  Þeir einkavæddu og settu reglurnar og áttu að sjá til þess að eftirlit væri fullnægjandi.  Og þeir brugðust illilega.

Kjörorð þeirra fyrir síðustu kosningar var Traust efnahagsstjórn.  JoyfulSmileLoL

Hahahahahaha  LoL

Fyrirgefið.... mér finnst þetta bara svolítið fyndið.

.

Kæru Íslendingar.

Með því að kjósa sjálfstæðisflokkinn aftur eruð þið að leggja blessun ykkar yfir efnahagslegt hrun landsins.  Leggja blessun yfir ærumissi okkar á alþjóðavettvangi.  Leggja blessun yfir spillinguna. 

Ekki gera það.... plís.  Heart

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og þungu fargi af mér létt.

 

Það er eins og þungu fargi sé af mér létt að sjálfstæðisflokkurinn skuli vera kominn í frí.  Happy

Mér líst afar vel á málefnasamning nýju ríkisstjórnarinnar,  svo vel að það mætti halda að ég hefði smíðað hann sjálf !   Án gríns þá hjó ég ekki eftir einu einasta atriði sem ég var ósátt við varðandi málefnin.  Nú er að sjá hvort ríkisstjórin fái starfsfrið fyrir sjöllunum.  Það væri nú alveg eftir þeim að reyna að skemma fyrir góðum verkum.  GetLost

Ef ég hefði ráðið öllu, (það skal tekið fram að ég réð engu) sæjum við dálítið öðruvísi samansetta ríkisstjórn.  Ég er mjög sátt við helminginn af ráðherrunum en hæfilega efins varðandi hinn helminginn.  Hefði viljað sjá önnur andlit í sumum stólunum án þess að ég ætli að tilgreina sérstaklega hverjum.

Það gladdi mitt hjarta þegar Jóhanna sagði í sjónvarpinu áðan að hún ætli ekki að bruðla.... hún ætli bara að forgangsraða rétt.  Það er nákvæmlega málið þegar auraráð eru lítil og ég treysti henni fullkomlega til að standa með þeim sem minnst mega sín.

Áfram Jóhanna og til hamingju !  Wizard

medium_johanna_sigurdardottir_vef_2003488892


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband