Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Ungfrú Hnappadalssýsla.

 

Fyrsta hugsun mín á morgnana er alltaf ein merkilegasta hugsun dagsins hjá mér.  Helgast það m.a. af því að aðrar hugsanir dagsins eru ekkert sérlega merkilegar.

Í gærmorgun var mín fyrsta hugsun:  Pálmi Har. greiðir Jóni Ásgeiri 1 milljarð inn á einkareikning.  Pálmi á jafnframt heilt flugfélag og Jón Ásgeir á "ég veit ekki hvað" !  Er greiðslan kannski eitthvað tengd "einhverju ólöglegu" ?   Er líklegt að þeir hafi verið að "fjárfesta" í kappakstursliði ?

Í morgun kom þessi hugsun:  Það vantar bloggara sem á ekki fyrir salti í grautinn.  Með öðrum orðum, það þyrfti einhver sem er í þeim sporum að eiga ekki fyrir mat og sem þarf að leita til hjálparsamtaka til að fæða sig og börnin sín, að skrá dagbók og leyfa landsmönnum að upplifa hvernig það er.  Líklegar skýringar á því að einstaklingar í þessum sporum blogga ekki geta verið að viðkomandi byrjar á því að skera niður munað eins og tölvukostnað, að málin eru viðkvæm og fólk er ekki tilbúið að bera sorgir sínar á torg. 

Eða - kannski væri góð hugmynd fyrir einhvern af öllum þeim fréttamönnum sem nú eru að missa vinnuna að setjast niður með einstæðri móður í þessum sporum og skrifa sögu hennar og gefa síðan út bók.  Sem gæti þá hugsanlega gefið móðurinni pening í aðra hönd.

.

Frog-thinking

.

Þá eru morgunþankar mínir komnir á netið mér og mínum að meinalausu.

Hins vegar læt ég þess ógetið hvaða hugsanir flögra um kollinn minn síðar um daginn.  Það væri fáránlegt að opinbera þá hugsun mína að ég gleymdi að taka þátt í ungfrú Hnappadalssýsla þegar ég var yngri og nú er það orðið of seint !

Ekki af því að ég er orðin 45 ára heldur vegna þess að Hnappadalssýsla er horfin af kortinu.  Wink


Hafsjór af fróðleik.

 

Er hægt að hlaupa hraðar aftur á bak en áfram?

.
aftur_a_bak_hlaup_011208 
.
Þeir sem hlaupa aftur á bak byrja við endamark þeirra sem hlaupa áfram. Frá sjónarhóli þeirra sem hlaupa áfram fara þeir sem hlaupa aftur á bak þess vegna yfir marklínuna um leið og hlaupið byrjar. Þeir eru þess vegna komnir í mark strax þegar hlaupið byrjar!
.
.

.

fru_froken_231208 

.

Líklegt er talið að konan á myndinni sé að reyna að skilja við manninn sinn. Þannig hyggst hún dyljast fyrir rannsóknarnefndinni með því að stökkbreyta sér í frökenina í Hamborg. Við munum sjá við þeim leik! 

.

Flókin svikamylla, þar sem maðkétið og ónýtt korn hefur verið malað og þreskjað í óleyfi af öldnum Hansakaupmönnum, verður senn upprætt. Rætur spillingarinnar og mistakanna liggja bæði djúpt og einnig langt aftur í aldir. Sagnfræðirannsóknir rannsóknarnefndarinnar hafa sýnt að Hansakaupmenn eða Hamborgarar hófu siglingar og verslun hingað strax á 15. öld. Síðan þá hafa menn stolið kökum fyrir illa fengið fé frá frúnni í Hamborg! Svo djúpstæður er vandinn að nú þarf bókstaflega öll þjóðin að biðja alla þjóðina afsökunar! Myllur í Hamborg hafa verið notaðar til að framleiða endalaust bakkelsi og sælgætiskúlur, allt fengið hingað til lands á kúlulánum. Allar þessar upplýsingar þykja mikið vatn á myllu rannsóknarinnar.
.

Við vitum til þess að frúin í Hamborg fer nú huldu höfði og hefur meðal annars skilið við manninn sinn í því skyni að verða aftur fröken. Rannsóknir málvísindamanna í þjónustu Vísindavefsins hafa hins vegar afgreitt þennan feluleik með einföldum hætti, frú verður aldrei aftur fröken. Hún kemst ekki undan!

.

Það er hafsjór af fróðleik á Vísindavef Háskólans

 


Misskilningur.

 

Í hádeginu var ég að hraðlesa fréttir á hinum ýmsu netmiðlum. 

Ein fyrirsögn vakti athygli mína;

Valdís á bestu klippingu áratugarins.

Ég smellti á fréttina og rýndi í dágóða stund á myndina af Valdísi.

.

Valdís

.

Alveg sama hversu mikið ég velti myndinni fyrir mér, ég gat bara ekki séð að hún ætti skilið að vera útnefnd með bestu klippingu áratugarins.  Mér fannst meira að segja tími kominn á klippingu fljótlega hjá konunni.  Hárið svolítið allt út um allt og svona.  Woundering

 


mbl.is Valdís á bestu klippingu áratugarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORRÉTTINDI ALDREI LÁTIN AF HENDI ÁTAKALAUST

 

Þorvaldur Logason, meistaragráðunemi í félagsfræði, kynnti áhugavert sjónarhorn á spillingu í Silfri Egils um helgina.
Þorvaldur talaði um kerfislæga og kapítalíska spillingu.

.

rikidæmi 

.

Hún gengur yfirleitt alltaf út á það sama:
Að vernda séreignarréttinn.
Að hamla gegn almannavaldi yfir auðlindum.
Að tryggja útvöldum einhver gæði með valdboði  lýðræðiskerfisins eða efnahagslegu valdi á markaði.
Að ná tökum á framkvæmdavaldinu.
Að manna dómskerfið sínum mönnum.
Að tryggja forréttndahópum / valdahópum refsileysi  (þeir lifa ofar lögum og stígvélaþjófar og eiturlyfjaneytendur fylla fangelsin.)

Alls kyns aðstöðubrask og jafnvel  lagasetning utan um sérhagsmuni er síðan dulbúin og sveipuð einhverju stagli  töskuberanna sem bíða eftir að molar hrjóti af borðum forréttindastéttarinnar. Sérhagsmunir eru kynntir sem almannahagsmunir með pöntuðum álitum sérfræðinga.
Afraksturinn er að þriðjungur þjóðarinnar vill kjósa yfir sig ræningjana sem aldrei iðrast.

Engum blöðum er um það að fletta að Sjálfstæðisflokkurinn var um áratuga skeið brjóstvörn, sverð og skjöldur þeirra sem stunduðu sjálftöku tekna og eigna.
Þeir notuðu meira að segja opinbert skattfé til að launa leppum sínum með þóknunum eða embættum.
Þessir sömu sjálfstæðismenn vilja ekki greiða erlendar skuldir sínar en vilja engu að síður að lágt launaður almenningur hjálpi þeim við að niðurgreiða skuldir nú.

Munum, að þeir sem búa við forréttindi láta þau aldrei af hendi átakalaust.

Tekið af vef DV.

.

 


Uppfærsla.

 

Fyrir nokkrum árum fannst mér milljón vera stór fjárhæð.  Og mér fannst milljarður og skrilljón og trilljón vera gríntölur sem ekki væru til í reynd.  En nú er tíðin önnur og verðin hafa bólgnað svo út að verðbólga er ekki nógu stórt orð til að lýsa bólgunni.

Nú talar enginn lengur í milljónum nema verið sé að ræða skiptimynt.  Það eru bara milljarðar.

Þar sem allt hefur hækkað svo mikið, finnst mér ekki úr vegi að ræða ýmis orðtök og uppfæra þau í samræmi við almenna verðlagsþróun og fjármálastökkbreytingu.

Svona líta orðtökin þá út fyrir og eftir breytingu:

Það orkar tvímælis.
Það orkar tugþúsundmælis.

Að vera ekki með öllum mjalla.
Að vera ekki með öllum mjöllum.

Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Sjaldan valda fimm þá tíu deila.

.

79%20Too%20Many%20Flies

.

Hér er svo dæmi um froskgrey sem var vanur að éta 37 flugur en hann fylltist græðgi, þurfti meira og meira og meira eins og svo algengt er í heiminum í dag og át 3589 flugur.  

Ekki gott.


Afleit veðurspá.

 

Á morgun ættu allir að halda sig heima ef möguleiki er.  Það spáir vægast sagt afleitu veðri.
Nú er bara að birgja sig upp af mat og drykk og góðu lesefni....... og kúra.

Myndin er tekin af www.belgingur.is  og gildir kl. 16.00 á morgun, fimmtudag.

.

vedurspa 

.


FFF

 

Myndina af hundunum hér fyrir neðan, fann ég á netinu.

.

Lazy-Bones--5650 

.

En kisurnar hérna fann ég í rúminu mínu.

.

kisur 

.

Þegar ég sá þær fékk ég svona tilfinningu að ég þyrfti að fara að taka til.

Undanfarið hef ég upplifað söguna um kiðlingana sjö þar sem einn faldi sig í klukkunni, annar í skápnum, sá þriðji undir hillunni o.s.frv.  Nema hvað hjá mér eru það kettir sem kíkja út úr hinum ólíklegustu stöðum.  Ævintýri líkast.

.

En kettlingarnir eru farnir að týnast út og eignast ný heimili enda eftirsótt og góð ræktun í þessari sveit.  Ræktunarmarkmiðið er að fá fallega, fjöruga og feiknablíða ketti.  Effin þrjú. 

Um næstu mánaðamót verða öll kisuskottin flogin úr hreiðrinu 
- nema kisan sem ég ætla sjálf að eiga.  Happy

Sú heppna heitir Frekna og lítur svona út;

.

Frekna 

.

Sumt getur maður bara ekki gefið frá sér.  Heart

.


Ísland, fagra Ísland.

.

Bfj 

.

BorgarfjörðurI 

.

BorgarfjörðurII 

.


Í Kvosinni.

 

Í Kvosinni, æskuminningar og bergsöglismál eftir Flosa heitinn Ólafsson er á náttborðinu mínu núna.  Flosi hafði þann einstæða hæfileika að vera bara hann sjálfur. 
.

flosi-324x274 

.

Hér kemur smábrot úr bókinni:

 

Og það var raunar þessi amma mín sem orti fræga vísu um jarpan hest, sem Kiddi móðurbróðir minn átti í hesthúsinu uppí lóðinni á Vesturgötu 15.

Á Jarpi höfðu allir mesta dálæti, en Jana, sem var í vist hjá ömmu, og úr Dölunum, elskaði klárinn.

Svo var það einhvern tímann að skita hljóp á Jarp.  Þá orti amma mín þessa vísu:

.

Þegar Jarpur hafði skitu
allir grétu á Vesturgötu
Jana grét þó mest.
Hinir gátu þó hætt.

 

 


Það eru allir hættir að lesa Moggann !

 

Það eru bókstaflega allir hættir að lesa þennan snepil. 

Líka þeir sem skrifa fréttirnar.  Pouty

Og ritstjórinn !

Í nýrri frétt Mbl. stendur;

"Fram kemur á fréttavef Skessuhorns, að í byrjun ársins hafi nýja árinu hafa hefur leitt til þess að þeir mynda meirihluta en Borgarlisti situr einn í minnihluta í fyrsta skipti á kjörtímabilinu".

.

mynd 

.

Páfagaukur hefði gert þetta betur.

.


mbl.is Nýr meirihluti í Borgarbyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband