Færsluflokkur: Bloggar

Besti vinurinn.

 

Það hefur lengi verið árleg hefð hjá stórfjölskyldunni að hittast fyrstu helgi í aðventu, baka smákökur og smáfólkið málar piparkökur.  Fegurstu piparkökurnar fá vegleg verðlaun og er fjöldi verðlauna ávallt jafn fjölda þátttakenda.

Þessi viðburður virðist hafa spurst út því stundum koma aukabörn með - sem er bara gaman.

Um síðustu helgi kom einn fjögurra ára grallari með í kökubaksturinn.

Ég tók hann tali því nú þarf ég að æfa mig.  Kerlingin sko alveg að verða amma !

Fyrst spyr ég hann hvort hann sé á leikskóla ?

- Já.

Er það ekki gaman ?

- Jú.

Hvað heitir besti vinur þinn ?

- Skarphéðinn.

Er hann skemmtilegur ?

- Nei !

.

best friends

.

 

 

 


Það er samt ekki eins og maður sé alltaf utan við sig.

 

Ertu einhvern tíma utan við þig ?

Ég er oftast fyrir innan en þó kemur fyrir, sérstaklega þegar ég er þreytt, að ég er örlítið utan við sjálfa mig.

Í sumar hef ég unnið mikið og fundist það ógurlega skemmtilegt.  Happy

Eitt kvöldið var ég að ljúka vinnu, klukkan að ganga átta og var að ganga frá og læsa.

Ég tók veskið mitt og gáði í svuntuvasann hvort ekki væri allt með;  veskið, síminn og svona ?

Ekki fann ég símann. 

Á sama tíma var ég að slökkva á öllu, hugsa hvort ég væri að gleyma einhverju, læsa, leita að símanum og tala í símann.

Það liðu örugglega þrjár mínútur áður en ég fann símann.  Pinch 

.

sími 

.


Ég var leiðinleg.

 

Í vetur var ég atvinnulaus.

Það var verulega fínt fyrsta mánuðinn.  Joyful

Ég gat dúllað mér og dinglað mér og hvílt mig svo lengi á eftir.

Næstu þrjá mánuðina hafði ég það bara alveg ágætt með sjálfri mér.

En fimmti mánuðurinn var ekkert sérlega góður.  Frown

Ég er að segja ykkur það að eftir tæplega hálft ár með mér einni, var ég orðin hundleiðinleg.  W00t

Sem betur fer er til lækning við leiðindum. (ég vissi það ekki fyrr en nýlega)

.

hf_bored8 

.

Öll leiðindi taka endi um síðir.

Ég er farin að vinna og orðin þokkalega skemmtileg aftur.  Wink

- Finnst mér -

Nú.

Þar sem ég er nýlega orðin skemmtileg, ætla ég að njóta mín í sumar - við vinnu - með fjölskyldunni - með dýrunum - í sólbaði - og kannski líka fyrir framan spegilinn.

.

janice_cat 

.

Og ég verð lítið í tölvunni !

 

 


Doddi.

 

Í rúmlega þrjú ár hef ég bloggað með misgóðum árangri.

Stundum eru bloggin mjög góð, stundum ægilega góð, nokkur frekar góð og önnur svakalega góð.  Semsagt í heildina;  misgóð.  Pouty    Bloggin voru í það minnsta góð fyrir það að þau héldu mér frá því að gera eitthvað annað og verra, svona rétt á meðan ég bloggaði.

.

enron_ken

.

Í lífinu hef ég komist að því að ég má helst ekki fara til útlanda.

.

Einu sinni fór ég til sólarlanda.  Þegar ég kom heim aftur, var búið að lengja skólaárið.  Síðan hefur skólinn verið starfræktur langt fram á sumar !  Ekkert tillit tekið til sauðburðar og rétta, hvað þá annað.   Ekkert vit í því !

.

sumarskóli

.

Í fyrra álpaðist ég til útlanda.  Við heimkomuna sá ég að Doddi var orðinn ritstjóri Morgunblaðsins.  Glórulaust !

.

noddy

.

Eins og í góðum skáldsögum er hér hoppað á milli tímabila og þau síðan tengd í lokin.  Joyful

Doddi er í útlöndum og ég sit hér og blogga.

Þá er tengingin komin.  Happy

 


Saga um 10 ára dreng.

 

Það er rigning úti en hægviðri.  Gilli litli ákveður að fara með vinum sínum á bryggjuna og reyna að veiða í soðið fyrir foreldra sína.  Hann nær í veiðistöngina sína og blink og skellir sér í bombólurnar.  Saman rölta félagarnir síðan í rólegheitum niður á bryggju og spjalla á leiðinni um ævintýralega gönguferð þeirra upp á Arnfinn, árið áður.

.

litil_IMG_5546 

.

Skarfurinn sveimar yfir höfðum drengjanna í leit að æti. 

Gilli er fiskinn mjög og strax í öðru kasti bítur á hjá honum.  Hann dregur inn fiskinn sem reynist vera vænn þorskur.  Strax í kjölfarið bítur á hjá Bödda.

Dagurinn líður og drengirnir una sér hið besta við veiðarnar.  Um kaffileytið segir Gilli við félaga sína:  "Eigum við ekki að rölta heim og athuga hvort mamma eigi eitthvað að borða"?  Þeir jánka því enda hungrið farið að sverfa að.

Saman bjástra þeir við að koma aflanum í poka og ganga svo heim á leið.  Gilli og félagar storma inn í húsið, fara úr bombólunum og spyrja æstir hvort eitthvað sé til að borða ?

Móðir Gilla brosir og segist einmitt hafa verið að baka vöpplur.  "Réttu mér Fayið drengur og þvoið ykkur um hendurnar áður en þið borðið", segir hún.

Strákarnir sitja með mjólkurglas og háma í sig vöpplur og dáðst í leiðinni að jólagarðínunum.

.

c_documents_and_settings_gislig_samkaup_desktop_gogn-2007_7_12_2008_jolagluggatjold_745158 

.

Jólin eru á næsta leyti og lífið getur ekki verið betra hjá litlum drengjum á Ólafsfirði.

 


Fermingarkjóllinn

 

 

Fyrir u.þ.b. 30 árum fermdist ég.

Þá voru í tísku köflóttar dragtir, að mig minnir úr ullarefni.  Sennilega hef ég verið í uppreisn þetta árið því útilokað var að fá mig til að klæðast tískufatnaði þess tíma.  Móðir mín gekk með mig búð úr búð í Reykjavík í leit að einhverju öðru en köflóttri dragt.  Svo virtist sem verslunareigendur væru allir með sama innflytjandann, þann sem flutti einvörðungu inn köflóttar dragtir.

Eftir margra klukkustunda leit okkar mæðgna, fundum við þennan kjól.

.

fermingarkjóll 

.

Sígildur kjóll ? 

Fermingarskórnir entust hins vegar ekki lengi.

Hælarnir á skónum bráðnuðu á ofni undir kirkjubekknum, daginn sem ég fermdist.

Fermingarveislan var eftirminnileg fyrir hvað mér fannst hún leiðinleg.  Gamalt frændfólk í tugatali sat og borðaði tertur allan daginn.

Í fermingargjöf man ég eftir að hafa fengið skatthol og skrifborðsstól, úr og hring, stóru blómabókina, sálmabók og 13 þúsund krónur sem dugðu einmitt fyrir því sem mig vantaði mest;  ABC skólaritvél.

Þannig var fermingadagurinn minn,  fyrir 30 árum.

 


Af hverju draga hveitibrauðsdagar nafn sitt?

 

Orðið hveitibrauðsdagar 'fyrstu dagar hjónabands' hefur verið notað í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar af söfnum Orðabókar Háskólans  að dæma. Það er tökuorð úr dönsku hvedebrødsdage en Danir hafa hugsanlega tekið sitt orð að láni úr lágþýsku, wittebroodsweken sem í raun merkir 'hveitibrauðsvikur'. Skýringin er að á hátíðisdögum var aðeins borðað hveitibrauð sem þótti fínna en gróft brauð.

fransbraud_020306

Úrvals fransbrauð á hveitibrauðsdögunum!

Ekki virðast aðrar þjóðir tengja fyrstu dagana eftir brúðkaup við hveitibrauð. Svíar tala um smekmånad, eiginlega 'gælumánuð', í þýsku er talað um Flitterwochen, eiginlega vikur þegar látið er vel að einhverjum, og í ensku er notað orðið honeymoon.
(Tekið af Vísindavef H.Í.)
.
saguaroMoon_seip800
Nú er stefnan tekin á hunangstunglið.  Wink
.

Ford Buick.

 

Ég stend fyrir utan æskuheimili mitt.

Nokkrum metrum frá mér stendur eldrauður, gullfallegur, Ford Buick.

Ég velti því fyrir mér hver eigi bílinn og geng af stað til að skoða hann betur.

Þegar ég kem að bílnum átta ég mig á því að hann er bara "sýn".

Bíllinn er ekki í efnislegu formi og ég get gengið í gegnum hann.

Enginn sér bílinn nema ég en fyrir mér er hann mjög greinilegur.   Gasp

.

55%20buick%20special%20wagon 

.

Þennan draum dreymdi mig.

Nú spyr ég.... er ég skyggn eða er ég klikk ?

.


Borgnesingar !

 

Sæmundur Bjarnason bjó í Borgarnesi á árunum 1980 til 1986.

Hann á nokkuð stórt safn af ljósmyndum og hefur þegar birt nokkrar myndir á bloggi sínu.

HÉR LINKA ég á Sæmund fyrir ykkur sem viljið skoða málið betur og sjá hvort ekki leynist kunnugleg andlit þarna.

En athugið að sumir hafa breyst örlítið.  Cool

.

Borgarnes 

.


Síðustu heimtur ársins........

 

........ og svo lofa ég að heimta ekkert meira.

Ég heimta að Mbl.is skrái FULLT NAFN eftir áramótin.  W00t

Morgunblaðsbloggið.is

Jáhhh.......   Halo

.

.

bagged_cat 

.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband