Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Lestir en ekki kostir.

 

Í æsku voru mér kennd ákveðin gildi, eins og heiðarleiki, sannsögli, ábyrgð og gæska.  Mér var sagt að þeir sem lifðu lífi sínu samkvæmt þessum gildum, teldust vera mannkostamenn miklir.

Það virðist eins og gildin hafi snúist við á síðustu árum og nú er þjóðfélagið sem við byggjum að reyna að segja okkur að það sé allt í lagi að ljúga, stela og vera vondur. 

Þetta gerir mig alveg ruglaða.  Pinch

Eru allir búnir að gleyma boðorðunum tíu ?

.

Árið 2007 sat ég stundum og velti því fyrir mér af hverju sumir urðu svo ofsaríkir, að því er virtist upp úr þurru.  FootinMouth   Ég hugsaði "hvað er það sem þeir hafa í kollinum sem ég hef ekki"?   Engin varð niðurstaðan af þessum pælingum.  Nema ef vera skyldi að ég væri orðin gamaldags.  Pouty   Ég bara skildi þetta ekki.  Fyrr en seinna.  Þá uppgötvaði ég að það voru græðgi og óheiðarleiki sem helst einkenna þá ofurefnuðu.  Lestir en ekki kostir.

Mikið er nú gott að vera gamaldags.

.

gamaldags

.

Ég held ég sé orðin tilbúin til að verða AMMA.  W00t 

 


Ég er að spá í að stela.

 

Þar sem ég er bara heimavinnandi húsmóðir þessa dagana og vantar örlitla fjölbreytni í líf mitt, hef ég verið að velta fyrir mér ýmsum möguleikum.

Ein hugmynd mín er sú að gerast þjófur.

Það er að vísu ekki ný hugmynd því margir hafa áður fengið slíka hugdettu.

En í dag felast einmitt miklir möguleikar í því að vera þjófur.

Fyrst fer ég í búðina og stel einu lambalæri.  Lærið er stórt og ég er lítil,  þannig að yfirgnæfandi líkur eru á að upp um mig komist.  En það gerir ekkert til.  Ég segi bara við lögregluna:  "Strákar mínir, við skulum ekkert vera að dvelja við fortíðina".  Cool  (ég stal sko lærinu daginn áður)  "Það er framtíðin sem skiptir máli".

Og ef það dugir ekki segi ég:  "Ó !  Ég vissi ekki að það væri ólöglegt að stela.  Smá mistök, þið afsakið.  Ég skila bara lærinu og málið er dautt".  Smile 

Já, því meira sem ég hugsa málið, því betri finnst mér hugmyndin.  Þetta er spennandi en á sama tíma tek ég enga áhættu.  Ég gæti jafnvel endað sem þingmaður !  W00t

.

thief-caught-cctv

 

.

Það er þó alveg bannað að stela kökum úr krúsum í gær því nær öruggt er að jafnvel börn muni spyrja hver hafi gert það.

Anna litla þjófur.  Cool

.


Uppfærsla.

 

Fyrir nokkrum árum fannst mér milljón vera stór fjárhæð.  Og mér fannst milljarður og skrilljón og trilljón vera gríntölur sem ekki væru til í reynd.  En nú er tíðin önnur og verðin hafa bólgnað svo út að verðbólga er ekki nógu stórt orð til að lýsa bólgunni.

Nú talar enginn lengur í milljónum nema verið sé að ræða skiptimynt.  Það eru bara milljarðar.

Þar sem allt hefur hækkað svo mikið, finnst mér ekki úr vegi að ræða ýmis orðtök og uppfæra þau í samræmi við almenna verðlagsþróun og fjármálastökkbreytingu.

Svona líta orðtökin þá út fyrir og eftir breytingu:

Það orkar tvímælis.
Það orkar tugþúsundmælis.

Að vera ekki með öllum mjalla.
Að vera ekki með öllum mjöllum.

Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Sjaldan valda fimm þá tíu deila.

.

79%20Too%20Many%20Flies

.

Hér er svo dæmi um froskgrey sem var vanur að éta 37 flugur en hann fylltist græðgi, þurfti meira og meira og meira eins og svo algengt er í heiminum í dag og át 3589 flugur.  

Ekki gott.


Hvers vegna að kvíða því sem kannski aldrei gerist ?

 

Þegar ég les netið í dag, finnst mér fyndnast að þann 15. september s.l. vissi ég ekki einu sinni hvað Icesave var !  LoL

Það er auðvitað svo kjánalegt að ég segi það ekki nokkrum manni.

.

En annars veit maður ekki hvort það er við hæfi að spauga þessa dagana.  Óvissan um framtíðina er slík að maður veltir því fyrir sér hvort rétt sé að hamstra hveiti ?  Og Ora grænar baunir.

.

2241962938_8a0d2bdaf5 

.

Ég hef ákveðið að lifa þannig að ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu.  Nei, ég nýt hvers dags er réttara að segja.  Hvers vegna að kvíða því sem kannski aldrei gerist ? 

Hugsanlega óábyrg hegðun en það verður svo að vera.  Ég tel nefnilega að reiði sé afar óholl og að maður geti hreinlega orðið veikur í kjölfarið á mikilli reiði.

Ég vona bara að við Íslendingar berum gæfu til að leysa málin friðsamlega.

Við höfum tapað miklum peningum, orðspori okkar erlendis og trausti á ýmsum stofnunum innanlands.

Við skulum reyna að halda í það sem við enn eigum....... friðinn.  Heart

.

En ég vil samt frysta eigur helvítis útrásarvíkinganna.  W00t

.


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband