Færsluflokkur: Dægurmál

Hvernig er hægt að taka sér bessaleyfi ?

 

Svar Vísindavefsins er svohljóðandi;

Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um orðasambandið að taka sér bessaleyfi ‘gera eitthvað án þess að biðja um leyfi’ er frá fyrri hluta 18. aldar. Heldur eldra er sambandið að eitthvað sé bessaleyfi. Orðið bersi, en einnig bessi, merkir ‘bjarndýr’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur upprunann óvissan í Íslenskri orðsifjabók (1989:52). Annaðhvort liggi til grundvallar mannsnafnið Bessi/Bersi eða bjarndýrsheitið.

.

bessaleyfi_110808

.

Helgi Hálfdanarson skáld og þýðandi getur þess til í grein í Tímariti Máls og menningar (1975:92–104) að að baki liggi týnd saga um einhvern Bessa og sama gerði Jón Ólafsson úr Grunnavík á 18. öld sem nefnir samböndin að hafa bessaleyfi, gera nokkuð í bessaleyfi og taka í bessaleyfi í orðabókarhandriti sínu (AM 433 fol.). Ef hins vegar bjarndýrsheitið liggur að baki gæti það vísað til styrks bjarnarins sem hikar ekki ef hann vill ná einhverju fram.

.

En kannast einhver við nýyrðið að taka sér Bessastaðaleyfi ?

.


Ljós í Kolbeinsstaðahreppi.

 

Klukkan 17.34 vorum við að aka í gegnum Kolbeinsstaðahrepp á Snæfellsnesi, nánar tiltekið við Barnaborgarhraun.

Sjáum við þá stórt ljós upp við fjöllin.  Héldum við fyrst að þetta væri flugvél í aðflugi.  En þegar ljósið fellur til jarðar, áttum við okkur á að eitthvað er undarlegt á seyði.  Við sjáum ljósið í ca. 7 sekúndur á hraðferð niður.  Þegar ljósið er komið mjög nálægt jörðu, að okkur finnst, brennur það upp með eldglæringum.

Stundum hefur maður séð stjörnuhrap en þetta var ekkert líkt því.

Og okkur fannst ljósið vera mjög nálægt okkur, þarna í fjöllunum norðan við veginn.

 


mbl.is Loftsteinn sprakk á austurhimni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuttur fattari.

 

Ætli það sé misjafnt hvað fólk fæðist með langan fattara ?

Minn fattari er t.d. í styttra lagi.  Stubbur !

Eins mikið og ég get bullað þegar þannig liggur á mér, getur verið með ólíkindum hvað ég er stundum lengi að fatta bull annarra.  Blush

.

salat2 

.

Nýlega sagði við mig gömul sveitunga (nýyrði - kvk. sveitungi) að það væri alveg frábær nýjung þetta rauða grænsalat. 

Ég játti því enda alltaf gaman að fá nýjungar í matvælaflóruna.  Smile

Hún kom svo aftur og endurtók að þetta væri óendanlega skemmtilegt að geta keypt rautt grænsalat.

Ég var yfir mig glöð yfir því hversu mikla gleði nýja grænsalatið færði henni.

En svo....... nokkrum kílómetrum seinna...... fattaði ég djókið.

RAUTT GRÆNSALAT LoL

 


Þúsund minnismiðar ......

 

Bloggið er ekkert svipað því sem var þegar ég byrjaði.

Þá var grínast og djókað og spaugað og fíflast og hnoðað saman bulli eins og mann lysti.

Í dag eru mjög margir bloggarar mjög alvarlegir.

Eins og það lagi eitthvað ?

Einhvern tíma var sagt að maður ætti bara að borga og brosa.

Ef ég á að borga skuldir annarra ætla ég sannarlega að brosa því þá fæ ég kannski eitthvað örlítið fyrir peninginn. 

Hugsanlega bros á móti.  FootinMouth   Frá gjaldkeranum eða eitthvað. 

.

smile

.

Á síðustu helgi var ég stödd á pæjumóti á Siglufirði.  Pæjur mæta jú á pæjumót.  Whistling 

Þegar ég kíkti einn rúnt um bæinn sá ég óvenjulegan bíl;

.

Sigló

.

Vá hvað þessi er gleyminn !   

Þetta eru frekar margir minnismiðar.

Hann hefur líklega lagt bílnum þarna af því hann mundi ekki hvort hann var að koma eða fara.

Kannski man hann heldur ekki að hann á bíl ?

Annars man ég ekki hvað ég ætlaði að skrifa meira.  Whistling

.


Snilld í kreppu.

 

Hér kem ég með alveg brilljant ráð til ykkar, þótt ég segi sjálf frá.  Það er reyndar alveg jafn brilljant ef einhver annar segir frá því.  Joyful

.

Um daginn fór ég í Húsasmiðjuna og keypti mér ryksugu.  Sú gamla var orðin alveg kraftlaus og ekki er hægt að vera ryksugulaus þegar maður býr nánast í dýragarði.

.

T1505-1 

.

Síðan gerist það strax í kjölfar kaupanna að ég er að heiman í eina viku en móðir mín sér um heimilið á meðan.  Þegar ég kem heim segir hún mér að hún hafi hreinsað einhver sigti í ryksugunni gömlu og að nú sé hún allt önnur !

Úps.    Líklega þurfti ég þá ekki að kaupa ryksugu.  Fljótfærni ! 


Því fer ég og skila henni aftur í Húsasmiðjuna enda er gripurinn enn í kassanum.

Nú fer að koma að skemmtilega hluta sögunnar.  Happy

.

Næst fer ég í Húsasmiðjuna og kaupi málningu á alla glugga hússins, sem og pensla.  Staðgreitt með inneign. 

Í dag fer ég enn í Húsasmiðjuna og kaupi plötur á húsið í stað annarra sem voru farnar að vinda upp á sig.  Oregon pine takk fyrir.  Wink  Ekkert slor enda dugir slor ekki á hús.  Ennþá er til inneign.  Þá er keyptur grunnur á nýju Oregon pine plöturnar og þrír nýjir penslar.

Guess what !   Staðan er sú að enn er inneign og nú er ég að hugsa hvað mig vanti fyrir afganginn ?  Kannski ryksugu ?  LoL

.

Framvegis ætla ég að stunda að kaupa einhvern óþarfa og skila honum síðan.  Best er að hafa það eitthvað svolítið dýrt.  Og svo er næstum endalaust hægt að kaupa það sem mann virkilega vantar út á inneignarnótuna.

Það hljóta allir að sjá að ryksuguræfill er miklu minna virði en viðhald og málun á húsi.

Ég stórgræddi !!! 

 


Fuglasöngur.

www.skessuhorn.is er vefur sem ég lít reglulega á.   

Vikulega spyrja Skessuhornsmenn lesendur einnar spurningar og spurning vikunnar hjá þeim núna er;  Hver er uppáhaldsfuglinn þinn ?

 

Ég veit alveg hvaða fuglahljóð heilla mig mest en ég hef satt að segja ekki alveg verið með það á hreinu hvaða fugl framleiddi þessi hljóð.  Ég hafði reynt að finna söngfuglinn minn með því að spyrja mér eldri og vitrari menn og stóð í þeirri trú að það væri Stelkurinn sem syngi svo fagurlega.

 

Nú, þar sem fróðleikurinn flæðir um internetið gúgglaði ég orðið "fuglahljóð" og datt inn á þessa bráðskemmtilegu síðu;  http://www.fa.is/deildir/Liffraedi/vefsida/fugla.html 

 

Nú veit ég að undurfagri fuglasöngurinn er tónsmíð hrossagauksins.  Smile 

.

hrossagaukur 

.

Um hrossagaukinn;

"Á vorin heyrist mikið í þeim, þegar þeir steypa sér á flugi og mynda hið vel þekkta hnegg, sem myndast vegna loftstraums sem leikur um ystu stélfjaðrir fuglana"  ( www.islandsvefurinn.is )

 

Gleðilegt sumar.  Smile


Draumar.

 

Mig dreymir furðulega þessa dagana.  Á nóttunni.  Smile

Í fyrrinótt dreymdi mig þrjá hesta.  Sá fyrsti stökk yfir læk með miklum tilþrifum.  Annar tók þá á sprett á gangtegund sem ég hef aldrei séð áður, mjög tignarlegt.  Þriðji hesturinn tók síðan rosalega flottan skeiðsprett og taglið stóð beint upp í loft, lóðrétt.  Glæsileg sýning !

.

copy%20of%20flugumyri_11 

.

Í nótt dreymdi mig síðan að ég var stödd í bíl,  á Kerlingaskarði á Snæfellsnesi, á mínum æskuslóðum.   Systir mín var með mér og einhver börn.   Þá hefjast eldgos hér og þar.  Litlar spýjur beint upp í loftið.  Þar sem við keyrum niður Hjarðarfellsbrekkurnar, lendum við á milli tveggja gosa.  Síðan keyrum við að Dal, æskuheimili föður míns.  Þar stöndum við og horfum út um gluggann.  Gosunum fjölgar.  Ætli þau hafi ekki verið orðin á bilinu 50-100.  Síðan finnst mér eins og næst muni koma upp gos undir húsinu sem við erum í.  Ég verð hrædd og hugsa með mér hversu hræðilegur dauðdagi það hljóti að vera að lenda ofan í hrauninu. 

Þá vakna ég.

Það sem er sameiginlegt í þessum draumum er tagl beint upp í loft og eldgos beint upp í loft.

Hvað þýðir þetta eiginlega ?  FootinMouth

.

Eigið svo góðan dag.    Og ég líka.   Wink


Mandana Masa.

 

Í fyrrinótt dreymdi mig að ég bakkaði á.  Mér fannst höggið lítið svo ég ákvað að keyra bara af stað.  Maður getur jú leyft sér örlítið sveigjanlegri hegðun í draumaheimi.  Joyful  Nú, þar sem ég keyri í burtu, lít ég í baksýnisspegilinn og sé...... W00t ..... stóran, kolsvartan, glansandi sendiferðabíl sem merktur er LÖGREGLAN.  Pouty   Bíllinn sem ég bakkaði á.   Ég gerði það besta í stöðunni.  Ég vaknaði.

.

76MM036_1 

 

Í nótt var ég svo stödd innan um fullt af fólki.  Það var eitthvað að spjalla þegar einn maðurinn segir upp úr þurru:  "Mandana Masa".

Ég sprakk úr hlátri.  LoL

Hló hátt og vakti bæði sjálfa mig og annan til.  Blush

"Mandana Masa" er auðvitað ekki íslenska og heldur ekki enska.

Ég komst að þeirri skemmtilegu staðreynd að....... Ég skil bull.  Happy

.

Ég gúgglaði "Mandana Masa" og fékk m.a. upp þessar myndir;

.

1E0Dx1500y1500 

.

ufo

.


Gáta - Hvernig er hryssan á litinn ?

 

Hér sjáið þið hryssu í minni eigu. 

Spurt er;  hvað kallast litur hennar ?

.

Birta 

.

 

BirtaII 

.


Ég fækkaði fötum í vinnunni í dag.

 

.

Það er ekki á hverjum degi sem maður fækkar fötum í vinnunni.  Whistling 

.

Í dag var ég að stilla blómum fram til sölu.  Blómvendirnir eru í þremur mismunandi stærðum.  Ég þurfti að klippa endann af hverjum vendi og setja vendina síðan í vatn.

.

Þegar ég er búin að þessu og er að fara að trilla blómunum fram, tek ég eftir því að ég geng á vatni.  Ekki þó eins og Jesú, heldur bara svona sull í pollum á gólfinu.  

.

Undrandi skoða ég undir vatnsföturnar og sé þá að ein lekur.  Og eins og Guðni Ágústsson myndi orða svo pent;  "Þar sem að fata lekur,,, þar er vatn".

.

Það var því ekki um annað að ræða en að henda fötudruslunni...... og fækka þar með fötum í vinnunni. 

.

 

.

810005

.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 342774

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband