Færsluflokkur: Ferðalög

Varúð !!!!!!

 

Það má enginn vera á Þórshöfn um helgina.  W00t

.

vedur 

.


Misskilin dönskukunnátta.

 

Í kaffitímanum leysti ég af á afgreiðslukassanum.

Fólkið streymdi í gegn og kassinn sagði bíbb,..... bíbb,...... bíbb,........ bíbb, um leið og hann las strikamerkin á vörunum.

Inn í búðina streymir hópur af dönskum eldri borgurum.

Röð myndast fyrir framan kassana.

Allir tala dönsku.

Eldri kona segir eitthvað óskiljanlegt við mig, sem ég skil auðvitað ekki vegna þess að það er óskiljanlegt.

Ég hvái.

Hún endurtekur bullið óskiljanlega og þá giska ég á að sú danska sé að reyna að tala ensku !

Sem tilraun til að leysa úr samskiptaörðugleikum okkar, bið ég hana að endurtaka það sem hún var að segja - og nú á dönsku.

Þarna tók ég stóran séns þar sem ég hef ekki talað stakt orð í dönsku í 25 ár.

Konan bunar út úr sér orðum sem ég umsvifalaust þýði yfir á íslensku:  "Er póstkassinn í næsta húsi tæmdur daglega"?

Ja, Happy  siger jeg.

Snakker du dansk, siger hun.

Neeeej, næsten ekki noget, siger jeg.  Jeg har ikke snakket dansk í fem og tyve år. 

Hvað haldiði að sú gamla hafi þá gert ?!!

Hún gólaði yfir röðina:  HUN SNAKKER DANSK..... og benti á mig.  Blush

Næstum allir farþegar rútunnar þyrptust að kassanum hjá mér - og töluðu og töluðu og töluðu við mig dönsku eins og væri ég innfædd.

.

rdin916l

.

Ég svitnaði.  Pouty


Bilaðir bílstjórar af báðum kynjum.

 

"Konur kunna ekki að keyra" er algengur frasi, oftast sagður af körlum.

Vissulega eru þess dæmi eins og myndbandið sýnir ágætlega.  Joyful

 

En það eru ekki eingöngu konur sem eiga miserfitt með að stýra ökutækjum.

Í sumar varð ég vitni að því að karlmaður lagði af stað í sitt fyrsta ferðalag með fellihýsi í eftirdragi.

Gallinn var bara sá að maðurinn kunni ekki að bakka með fellihýsi, kerru né neitt annað viðhengi.

Hring eftir hring eftir hring eftir hring........ fór bílstjórinn..... Whistling

.


Strandaglópur.

 

Í sumarfríinu mínu glópaðist ég m.a. á Strandir og kallast því Strandaglópur.  Það var þó mikið glópalán að dandalast þangað því meðan aðrir íslendingar sátu í biðröðum í bílum sínum á þjóðvegi númer eitt, vorum við skötuhjúin ásamt bróður mínum og fjölskyldu, alein á tjaldstæði í Trékyllisvík.  Og til að toppa það vorum við síðan alein í sundlauginni í Krossnesi þar sem sjórinn er í aðeins 50 metra fjarlægð.  Dásamlegt útsýni.  Þvílík stemming að vera svona alein !  Happy

.

Strandir 

Margt býr í þokunni. 

kríuungiI 

Kríuungi að fela sig. 

.

Norðurfjörður 

Norðurfjörður fyrir Gerðu. 

.

Alger andleg hvíld og að sjálfsögðu án frétta og síma og tölvu.  Wink

Í Djúpuvík fundum við þessa skútu en sýnt þykir að einhver útrásarvíkingur fyrri tíma hafi ekki náð að flýja land.  Eða það held ég.   Og það heldur hundurinn líka, held ég.

.

skip

.

sjóræningi 

.

Að endingu kemur lauflétt gáta.  Úr hverju eru stafirnir á næstu mynd ?

.

Soffía 

.

 


Flúðasiglingar.

 

Þeir sem hafa lesið bloggið mitt í ár...... (eru virkilega einhverjir sem hafa nennt því ?  Gasp )........ vita að ég fór í Jökulsá Austari í fyrrasumar.  Það var mikil svaðilför fyrir drulluvatnshrædda mig.  Crying.  En svakalega gaman eftirá.

.

Um síðastliðna helgi lá síðan leið mín í Jökulsá Vestari.  Hún er kettlingur við hlið hinnar Austari.  Jáhhhh...... þetta skyldi nú vera létt verk og löðurmannlegt og bara hundskemmtilegt.  Smile

Sem það og var. 

Að mestu leyti.  FootinMouth

.

Auðvitað bjó ég að reynslu síðasta árs, kunni áratökin, vissi við hverju var að búast.  Cool

Við sigldum ógnarskemmtilegar flúðir og léttar bárur í mögnuðu landslagi.  Það munaði minnstu að ég syngi af einskærri gleði.  Lét það þó ekki eftir mér af tillitssemi við aðra bátsverja.  Vildi ekki vera ein eftir í bátnum.  Wink

.

Eftir nokkra stund ákvað ég að leika hetjuna sem ég aldrei var í fyrra.  Ég lét mig gossa afturábak ofan í ána.  Díííí hvað ég hefði þótt svöl,  ef ég hefði ekki komið uppúr vatninu með angistarsvip á fésinu.  Ég náði ekki andanum.  Shit !  Ég gleymdi að loka munninum áður en ég hvarf í djúpið og gleypti líklega eina átta millilítra af Jökulá.  Reyndi að anda en ekkert gerðist........ allir í bátnum sáu að ég var skrítin á svipinn...... ekkert hetjuleg.  Loks náði ég andanum með öflugu innsogi.

Ekki kúl.  GetLost

.

Enn var þó von.

.

Við áðum við klett, þriggja metra háan og til þess ætlaðan að hoppa fram af honum.  Nú varð ég að rétta af minn hetjuhlut og hoppa.  Það gerði ég og tókst að svamla í land af eigin rammleik. 

Vei !  Smile

.

Síðan tók við sigling á léttum bárum.  Voða gaman þangað til............ Crying...... það gerðist sem aldrei hefur gerst í Jökulsá Vestari.  Báturinn festist í hringiðu.  Í stað þess að sigla yfir eins og hinir bátarnir, stoppaði okkar bátur.  Þvílíkur kraftur í vatninu.  Okkur var sagt að róa.  Árin fór ofan í en þótt maður tæki á öllu öllu öllu.... sem til var, haggaðist ekki árin í þessum ógnarkrafti.  Báturinn virtist ætla að fara á hvolf.  Nú var ég orðin hrædd.  Crying  Nýbúin að næstumþvídrukkna og sá fyrir mér að ef ég sogaðist ofan í þennan hringiðupoll, væru dagar mínir taldir.  Ég myndi einfaldlega deyja úr hræðslu.  W00t

.

En..... þá losnaði báturinn.  Hann snerist í hálfhring og festist svo aftur...... og Brattur fauk fyrir borð.  Frown  Á þessu augnabliki held ég að heilinn í mér hafi farið í verkfall.  Ég neitaði að hugsa lengra.  Eftir nokkrar mjööööööög langar sekúndur,  skaust Brattur aftur upp á yfirborðið undir bátnum................. og við það losnaði báturinn.  Happy

Brattur er hetjan mín.  Joyful    Brattur orti um þetta vísu...... sjá hér.

.    

Jökulsá Vestari er bara helv**** skemmtileg svona eftirá.  Grin  Ef satt skal segja hentar hún öllum.  Passið bara að taka hrakfallabálkinn mig ekki með.  Wink


Tilvonandi tengdamamma.

 

Hvar skal byrja ?  FootinMouth

Æ, ég byrja bara einhvers staðar.  Það er aldrei hægt að segja alla söguna því hún myndi hljóma einhvern veginn svona;  Svo lagðist ég á sólbekkinn sem Egyptinn hafði komið svo haganlega fyrir á besta stað við sundlaugarbakkann og lá þar næsta hálftímann.  Þá var mér orðið heitt svo ég hoppaði í hálfkalda laugina og kældi mig.  Síðan skreið ég aftur á sólbekkinn.  Eftir hálftíma hoppaði ég aftur í laugina en hafði í millitíðinni skellt í mig einum bjór.  Svo lagðist ég aftur á sólbekkinn.......

.

Nei, þið eruð ekki að fiska eftir svona sögu ef ég þekki ykkur rétt.  Wink

.

Ok, hverju klúðraði ég feitt ?  Engu.  LoL  Guð hvað það er nú fyndið í sjálfu sér.  LoL 

.

Stærsta fréttin er líklega sú að ég kom heim með bónorðsbréf í töskunni.  Einn Egyptinn, 23ja ára drengur sem ætlar að verða Doktor eftir tvö ár, kom að máli við okkur.  Hann varð svona líka yfir sig heillaður af Íslendingunum.... okkur sko. Cool   Egyptar urðu það reyndar allir !  Höfðu aldrei séð Íslendinga áður.  Nema hvað..... Muhamed en svo hét strákurinn, spurði hvort við ættum börn.  Þegar hann komst að því að dóttir mín væri 18 ára og á lausu, henti hann sér á hnén og bað um hönd hennar.  Hann bætti svo um betur daginn eftir og mætti með skriflega beiðni.  Beiðnin leit út eins og ferilskrá og svo var persónulegt bréf til dóttur minnar, ásamt mynd á hinni hliðinni.  Ég er ekki að djóka. 

Eftir bónorðið, var honum sagt að ef fyrirætlan hans lukkaðist, gæti hann kallað mig "mother in law".  Strákanginn hefur ætíð síðan kallað mig "mother love".  Joyful

.

Egyptaland er undursamlegt land.  Þar er fólk ljúft og landið skemmtilega öðruvísi.  


Útilega við Selvallavatn.

 

.

  Image0008 

 Á unglingsárunum, frá 13 til 16 ára aldurs,  tókum við Þórdís, vinkona mín, upp á þeim sið að fara einar í útilegu.  Bryndís kom líka einu sinni í þessa útilegu í stað systur sinnar.

 Pabbi þeirra skutlaði okkur með tjald og annan viðlegubúnað upp á Kerlingaskarð, að Selvallavatni þar sem við höfðum fundið okkur uppáhaldsstað við vatnið. 

 Þar tjölduðum við í grænni lautu við fagran foss og dvöldum þar síðan aleinar á fjöllum í 3 daga.

 Við þurftum auðvitað að hafa með okkur prímus og mat og svo var algjört skilyrði að hafa kassettutæki með batteríum með í för, svo við gelgjurnar gætum fílað tónlistina í annars kyrrlátri þögn fjallanna.

 

 

.

Image0009 

 Í einni slíkri ferð kláruðust batteríin.  Ekki gátum við Þórdís unað við það að vera án tónlistar, svo við gengum af stað til byggða, yfir Kerlingaskarð að kvöldi til. 

 Ferðin gekk vel ef frá er talin ógurleg hræðsla okkar vinkvenna við "kerlinguna", grjót eitt sem Kerlingarskarð er kennt við.

 Við sögðum fátt en hugsuðum margt. Hvað ef ? Undecided

 Komumst við þó óskaddaðar til byggða, fengum rafhlöður og var skutlað aftur í tjaldið síðar þetta sama kvöld.

 Þess eru reyndar engin dæmi að Kerlingin hafi nokkurn tíma ráðist á fólk.... a.m.k. ekki í manna minnum.  Blush

 


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband