Færsluflokkur: Heimspeki

Heimspeki leikmannsins.

 

Hvergi í heiminum hefur verið ritaður pistill um orðið "hvergi" áður, mér vitanlega.

Samkvæmt mínum skilningi er "hvergi" stytting á "ekki á neinum stað"

Ég finn hann hvergi = Ég finn hann ekki á neinum stað.

.

Kristján Jónsson orti:

Yfir kaldan eyðisand

einn um nótt ég sveima.

Nú er horfið Norðurland,

nú á ég hvergi heima. 

Ég velti því fyrir mér hvað Kristján var að hugsa.  FootinMouth   Það er útilokað að Norðurland hafi horfið bara si svona og enginn og ekkert getur verið hvergi.  Eða ?

Kristján Jónsson
Hvergi
Íslandi.  Happy

(Líklega var hann að flytja í Hveragerði og var að flýta sér að tala)

.

nowhere 

.

Anna,  hvergi bangin.  Cool


Ungviði.

 

Hvað er það sem heillar svo við smábörn, hvolpa, kettlinga, apaunga og folöld ?

.

Closeup_of_baby kitten

mac_elephantcanadian-harp-seal_6049

.

Ég held að það séu leikgleðin og sakleysið. 

.

Hver kannast ekki við litlu stúlkuna -sakleysið uppmálað - sem spyr móður sína í sundlaugarklefanum:  "af hverju er konan þarna með svona stór brjóst"?   

 Blush 

Já, börnin segja kannski ekki alltaf það sem við viljum heyra - en þau segja það sem þau meina.  Við þurfum að læra það af þeim.  Að segja það sem við meinum og standa við það.  Vera sönn.

Væri ekki heimurinn miklu betri ef börnin stjórnuðu honum ?

.

children_church 

.

Við fullorðna fólkið eigum ekkert erindi upp á pall með okkar græðgi, valdsýki og eiginhagsmunapot.

  Við erum bara snargalin.  Pouty 

 

.

fish32a 

.

Ungviðið er alltaf svo yndislegt.   Nema kannski fiskar.  FootinMouth

 


Bíddu.

 

Ég þekki ekki einn einasta mann sem finnst skemmtilegt að bíða.

Það er mér hulin ráðgáta hvaða galgopi fann upp fyrirbærið BIÐ.

Einhverjir toppuðu svo fíflaganginn og fundu upp biðstofur, biðskýli og biðraðir. 

Sérhannaðir staðir til að bíða og bíða og bíða og bíða.  Hversu gáfulegt er það ?  LoL

.

Það er til fullt af fólki sem er búið að bíða í 20 ár eftir því að finna elskuna sína.

Aðrir bíða alla ævi eftir því að fá happadrættisvinning.

Bíða eftir kaffinu

- klósettinu

- fréttunum

- símhringingu

- þvottavélinni 

- rigningunni. 

Menn bíða meira að segja eftir því að komast til tannlæknis. 

.

waiting-t11674 

.

Þegar orðið bíða er "gúgglað" koma 7.970.000 niðurstöður.  Bara á Íslandi ! 

Það eru bókstaflega allir að bíða og rúmlega það. 

Ertu kannski að bíða eftir því að ég bloggi gáfulega ?

.

NOT !   W00t


Ég get sannað að kettir kunna að lesa.

 

Nú halda menn kannski að ég sé orðin vitlaus.

En ég er ekki eins vitlaus og menn kunna að halda.

.

Í gær fjárfesti ég í einum poka af hundanammi og einum poka af kisunammi.

Heim kom ég með innkaupapokann sem innihélt ekki margar aðrar vörur enda verður maður að kalla fram hagsýnu húsmóðurina í sér,  þegar verðlagið er eins hátt og raun ber vitni.  (Hefur einhverjum dottið í hug að láta raun bera vitni gegn útrásarvíkingunum?)

Innkaupapokann legg ég frá mér á gólfið meðan ég afklæðist svörtu ullarkápunni sem kostaði ekki nema 12 þúsund krónur í vor.  Svartar ullarkápur kosta í dag um 60 þúsund krónur.  Ég græddi 48 þúsund krónur í miðri kreppu og legg það fram sem sönnunargagn númer 1 fyrir því hversu hagsýn húsmóðir ég er, þegar ég kalla hana fram.

Meðan ég hengi upp kápuna góðu, gerast óvæntir hlutir á ganginum.....  Gasp

...... sem ég veit náttúrulega ekkert um, af því að ég er að hengja upp kápuna.

Eftir að ég hef hengt kápuna upp á þartilgert herðatré, geng ég fram í eldhús með innkaupapokann og byrja að týna upp úr honum;

Kattamatur, hundanammi, tannkrem, Ajax með sítrónuilmi og...... og... bíddu, hvar er kisunammið ?

Það ER ekkert kisunammi í pokanum.

.

332e352cfbe80c5a646b3f1eddbf66e9.image.91x101

65faa805d45976eb7785f3f3c3ae37a2.image.91x101 

 

Og þá kem ég að þeirri uppgötvun sem á eftir að valda straumhvörfum. 

Kisunammið var í alveg nákvæmlega eins poka og hundanammið og kisurnar mínar höfðu farið ofan í innkaupapokann, LESIÐ á nammipokana, og hnuplað kisunamminu..... og étið það allt.  W00t 

Þessu hefði ég aldrei trúað.

 


Heimspeki.

 

Þessi færsla flokkast undir heimspeki.  Fyrir því eru tvær ástæður;  allt sem frá mér kemur er spekingslega sagt.... W00t.... og ég ætla í stuttu máli að fjalla um fólk sem kemur utan úr heimi og þarf að læra okkar ástkæra ylhýra tungumál.

Hvað fyndist þér um að læra erlent tungumál og það hljómaði einhvern veginn svona;

Hukkalla a lukkala pukkala sa sukkala ?

.

floor_mirror

.

Íslenskan er nefnilega í þessum dúr:

 

Egill á þvegil,  spegil og dregil.

Dr Egill á Dregil.  LoL

.

Fyrirgefðu stríðnina Dr. Egill frændi.  Blush


Strípað hænsn og hor.

 

Mál málanna á blogginu er ræða Davíðs.

Um hana finnst mér einfaldlega þetta;

 

Þeir telja yfir 100 sem hann gerði lítið úr.

Þegar málstaðurinn er aumur grípa menn gjarnan til þess að niðurlægja aðra.

Það er annars áhugavert að lesa hvað fólki finnst um þessa "tímamótaræðu".

Einn tók eftir því að Davíð lagði nýjan seðlabankastjóra í einelti.  Pouty

.

Mér finnst ferlega gaman þegar sjálfstæðisflokkurinn sér sjálfur um að reita af sér fjaðrirnar og fylgið.

Þá þarf ég minna að gera.  Happy

.

naked%20chicken_2nfjVBX5qmLD 

.

Um helgina hef ég annars verið að upplifa eitthvað alveg nýtt;

Ég framleiði hor eins og verksmiðja.  Cool

Ef ég halla mér örlítið fram lekur glær taumurinn alveg niður á höku.

Er markaður fyrir þetta ?

Hugsanlega á ég eftir að endurbæta framleiðslunna og bæta við grænu litarefni.

Hver veit ?  FootinMouth

Aaaaaaathúúúúúú  W00t

.


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband