Færsluflokkur: Matur og drykkur

Quiznos

 

Ég verð að viðurkenna að stundum man ég ekki hvort ég hef sagt frá tilteknum hlutum á blogginu áður - eða hvort ég hef ekki gert það.  Ef ég segi tvisvar frá því sama getið þið farið í rannsóknarvinnu og athugað hvort frásögnin breytist á milli tímabila og hvort ég sé farin að ýkja.  Tounge

Eftirfarandi frásögn er ein af þeim sem ég ekki man hvort ég hef áður sagt frá en atburðir gerðust fyrir rúmlega ári síðan:

Sonur minn og félagar hans voru að vinna mikið á tímabili - daga og nætur.  Mamma gamla ákvað að létta undir með þeim og færa þeim eitthvað matarkyns.

Ég arkaði í sjoppuna (á bílnum) og keypti Quiznos sem þá var algjör nýjung á mínum slóðum.  Pantaði þrjá báta en sá síðar, þegar pöntunin var lögð á borðið, að bátarnir voru í stærri kantinum.  Næstum því skip.  Wink  Jæja, drengirnir yrðu allavega saddir af þessum hnullungum, hugsaði ég.

.

quiznos

.

Mæti ég síðan á vinnustað og kalla á þá:

Strákar !  Viljið þið "kvasínos" ? 

KVASÍNOS, gólaði sonur minn, undrandi og hneykslaður. 

Strákarnir sprungu úr hlátri.  Ég vil eiginlega ekki ræða það hversu lengi þeir hlógu.  

-------------

Þessa dagana hljóma auglýsingar í útvarpinuKvisnos, kvisnos, kvisnos og mér líður eins og verið sé að gera grín að mér - sem ég kann alls ekki að meta.  Whistling

-------------

Ekki er öll vitleysan komin í hús ennþá.  Stuttu eftir að ég færði þeim brauðhleifana, Happy sagði ég systur minni frá atvikinu.

"Veistu bara hvað ?  Ég keypti Kvasínos handa strákunum og þegar ég kom á staðinn, kallaði ég Kvisnos eins og kjáni" !  Og svo hló ég hátt.  


Sumt veit ég þó.....

Eitt af því sem ég ekki veit, er af hverju ostur er seldur í mismunandi prósentum.  Sennilega veit ég það ekki af því að ég hef aldrei spurt.  Eða kannski veit ég það ekki af því að ég er ekki menntaður mjólkurfræðingur.  Hvað veit ég ?  Mögulega vita þetta allir nema ég og telst ég þá lítt gáfuð.  Blush     

Nú....fyrst gáfnafar mitt ber á góma hér, er best að árétta að ég veit af hverju áfengi er með mismunandi prósentutölur.  Cool

En best að missa sig ekki í vitleysu ef ósköpin skyldu nú koma í Morgunblaðinu.  Joyful

.

cheesewine 

.

Bloggið fjallar um osta - ekki áfengi.

Einn Gouda ostur er 26%

Sá næsti 17%

Og síðan má kaupa sér Gouda 11%

Hvar endar þetta ?

 

Jú..... það veit ég þó.  Happy

Það liggur alveg beint við að fljótlega verði framleiddur Gouda 0 %.

Og síðan Gouda mínus 7%

 

Frostostur !

 


Soðið rauðkál með eplum.

 

Þar sem ég veit að lesendahópur minn samanstendur af hagsýnum húsforeldrum,  dembi ég á ykkur einni gómsætri uppskrift;  Wink

salat_raudkal_eplum 

.

350 g niðursneitt rauðkál (1/2 meðalstór haus)
1 epli, grænt
1 rauðlaukur
2 msk. olía
100 ml hindberjasulta (eða önnur sulta)
100 ml epla- eða rauðvínsedik
2 msk púðursykur (meira eftir smekk)
1/4 tsk. kanell (má sleppa)
pipar
salt
.

Soðið rauðkál með eplum

Rauðkálið skorið í mjóar ræmur (ef ekki er notað tilbúið hátíðarauðkál úr poka). Eplið flysjað, kjarnhreinsað og skorið í litla bita. Laukurinn saxaður smátt. Olían hituð í potti og laukurinn látinn krauma í henni í nokkrar mínútur við fremur vægan hita. Þá er rauðkáli og epli bætt út í, hrært vel og látið krauma smástund. Sultu, ediki, púðursykri, kanel, pipar og salti hrært saman við og látið malla við hægan hita undir loki í um 45 mínútur. Hrært öðru hverju og svolitlu vatni bætt við ef þarf. Smakkað og e.t.v. bragðbætt með sykri eða ediki eftir smekk.
.
.
Þess má geta að rauðkál verður ávöxtur vikunnar í Samkaupsverslunum n.k. fimmtudag og fram yfir helgi.  Sparið 50%  og eyðið gróðanum svo í vitleysu.  Hvað er skemmtilegra en að græða í kreppu ?  Whistling

Er ég orðin klikkuð ?!!

 

Ég þykist vita að þetta sé ekki alls kostar venjulegt.  Woundering

.

Það fyrsta sem ég hugsaði um, þegar ég vaknaði í morgun var

- ekki kreppan

- ekki sólarlandaferð

- ekki jólin

- ekki fjölskyldan

- ekki peningar

 

...................................

heldur sellerírót    1550

 

og steinseljurót   1560

 

Blush   Blush   Blush   Blush   Blush   Blush   Blush   Blush   Blush   Blush   Blush

.

Til að lágmarka asnalegheitin á þeirri hugsun, læt ég hér fylgja uppskrift;

.

250 g kartöflur skornar í báta
250 g gulrætur skorið í 1,5 cm sneiðar
250 g steinseljurót skorin í 1,5 cm kubba
250 g sellerírót, skorin í kubba
200 g ólífur
250 g laukur, skorinn í báta
5 stk hvítlauksrif, söxuð
60 ml ólífuolía
ítölsk steinselja, söxuð
salt og pipar

ofn_ofnbak_kart2

.


Færsla til kvenna.

 

Þetta blogg er til þess fallið að vekja öfund. 

Í þessum hraðrituðu orðum er bóndi minn að elda humarsúpu eftir uppskrift sem hann fékk hjá lærðum kokki.

Í þessum sömu orðum er hann að baka sesambrauð.

Gott ef hann er ekki að strokka smér í leiðinni.  Joyful

Nei, ég segi svona.

.

Le-Chef-et-le-Pain-Print-C10117798 

.

Það sem hann er nú myndarlegur þessi maður !

.


Hollráð húsmóður.

 

Öll föllum við stundum í freistingar. 

.

snack-cupcakes-snapshot 

.

Hér kemur uppskrift af uppáhalds snakkinu mínu:

1 stór bolli Cheerios

skreyttur með 3 bitum af suðusúkkulaði.

.....................

Góðir hálsar og þið hin sem eruð með svæsna hálsbólgu.  Þetta er ekki grín.  Pouty

Cheerios með suðusúkkulaði smakkast ljúflega og langvarandi át á þessum sérstaka rétti, veldur ekki leiða.

Gott er að sötra appelsín með.

Verði ykkur að góðu.  Kissing


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband