Hrukkukremið.

 

Fenguð þið sumargjöf ?

Ég fékk !

Á maður að gleðjast eða gráta þegar eiginmaðurinn gefur manni hrukkukrem ?  Pouty

Jæja, ég viðurkenni alveg að þegar Nivea anti wrinkle var auglýst í sjónvarpinu, varð mér á orði að mig vantaði þannig.  En ég var auðvitað að djóka.  LoL

.

Q10_dcare_FB_big_DP

.

Ég les alltaf leiðbeiningar á öllu núorðið.  Það kemur svosem ekki til af góðu.  Fyrir nokkrum árum keypti ég mér brúnkuklúta.  Eitt kvöldið var ég á leið í gleðskap og tók því einn klútinn og renndi honum yfir andlitið.  Ekkert gerðist.  Ég varð mjög hissa og renndi honum aftur yfir andlitið og varð sífellt meira hissa á því að nákvæmlega ekkert gerðist.  Gasp  Hafði ég keypt eitthvert ónýtt drasl ?  Ég fór að lesa:  "berist á húð - virkar eftir 4 klukkutíma" !

Það er skemmst frá því að segja að kjellan fór hvít í partý en kom dökkbrún heim.  Cool

.

En aftur að núinu.

Ég er búin að lesa leiðbeiningarnar á hrukkukreminu og mér líkar ekki allskostar allt sem þar stendur:

Rekommenderad åldersgrupp 33-47 år.

Hvurslags asnaskapur er það ? 

Mér líður eins og ég sé að verða útrunnin.  Woundering

.

wrinkle_1745

.

Orð dagsins:

Alls ekki nota hrukkukrem þegar þú ert orðin hrukkótt/ur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

ansans vesen...ég er þá útrunnin og get ekki notað þetta krem. Er nú bara með eina hrukku og ég sit á henni !

Ragnheiður , 23.4.2010 kl. 10:52

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahhaha þið eruð svo frábærar! Hvenær eigum við að taka bústað og flissa heila helgi?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2010 kl. 10:56

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Tökum bústað í haust - þegar ég er orðin slétt í framan - og flissum eins og okkur sé borgað fyrir það.  Ok ?

Anna Einarsdóttir, 23.4.2010 kl. 11:03

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hjónabandinu ekki lokið ?

Ég rétt minntizt á hvað gleðihrukkurnar í andliti konudýrz mín kæmu fallega fram eftir þriggja daga zkíðerí í zól & zef enn í geztaherberginu!

Steingrímur Helgason, 23.4.2010 kl. 20:42

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gefðu henni hrukkukrem.  Það toppar daginn hjá konudýrinu. 

Anna Einarsdóttir, 23.4.2010 kl. 21:01

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og ertu ekki búin að veita karlinum þínum viðeigandi ráðningu fyrir tiltækið? Á sumum bæjum væri blátt áfram lífshættulegt fyrir eiginmanninn að ota hrukkukremi að sinni heittelskuðu.

Jóhannes Ragnarsson, 25.4.2010 kl. 12:28

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hann fær viðeigandi meðferð. 

Anna Einarsdóttir, 27.4.2010 kl. 16:07

8 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ég á ekki orð, gaf hann þér hrukkukrem.

Þetta hlýtur að vera afgreitt vitlaust í búðinni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.4.2010 kl. 20:02

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hann bað um krukkukrem, held ég.

Anna Einarsdóttir, 27.4.2010 kl. 23:29

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ef svo er, þá er spurning hvort þeir hafi tekið of mikið úr honum á sjúkrahúsinu.

Var svo hrifin af þessu framtaki þínu að ég skutlaði gömlu á Neskaupsstað til að láta taka úr henni ónýtan botnlanga og eitthvað af göllum í leiðinni, er núna að fá bakþanka.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.4.2010 kl. 09:27

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvernig segir maður "þarft framtak" í fleirtölu ?  Þetta eru þörf framtök.   

Og síðan skora ég á þig, Þorsteinn Valur, að koma í keppni.  Minn kom heim með gallsteina í krukku.  Ég þori að veðja að minn var með fleiri grjót en þín. 

Anna Einarsdóttir, 28.4.2010 kl. 09:38

12 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Nú fór ekki vel Anna, mín á nýrnasteina í krukku fyrir.

Hver ætlar að telja?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.4.2010 kl. 11:26

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það þarf nú engan sérfræðing til að telja upp að ellefu. 

Sumir ROSA STÓRIR !

Hvað eru margir í þinni heimiliskrukku ?

Anna Einarsdóttir, 29.4.2010 kl. 13:35

14 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Játa mig sigraðan

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.4.2010 kl. 10:46

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Anna Einarsdóttir, 30.4.2010 kl. 11:54

16 Smámynd: Brattur

MIg langar að vita nákvæm úrslit... fór leikurinn 11-2 eða 11-10 ???

Brattur, 1.5.2010 kl. 10:48

17 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

7-11

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.5.2010 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband