Steindauðir peningar.

 

Þúsundkallarnir mínir liggja báðir í buddunni án nokkurs lífsmarks.

Ég hef reyndar aldrei átt lifandi peninga en sumir segja að tiltölulega einfalt sé að lífga við dauða seðla.

Það vefst að minnsta kosti ekki fyrir Hannesi Hólmsteini, syni Gissurar, sem hefur ítrekað sagt að enginn vandi sé að lífga peningana við og hann tjáir sig um það síðast í dag, 17. júní 2010: 

"Góðærið 1995–2004 átti sér eðlilegar skýringar, ekki síst þá, að dautt fjármagn lifnaði við, um leið og það komst í eigu einstaklinga".  (Tilvitnun sótt HINGAÐ)

 

.............................

En það er sama hversu mikið ég reyni og reyni, mínir aurar eru eins steindauðir og risaeðla á gapastokk.

.

lauzan_deadwalkc5 

.

Björgólfur sendi sína milljarða til peningahimna þegar þeir dóu.  FootinMouth

Hvað á kona að gera sem er kannski búin að ganga með lík í buddunni í marga mánuði ?

Það er hrikalega erfitt að átta sig á hvenær best er að jarðsetja fjármagnið því ég hef ekki hugmynd um hvenær þúsundkallarnir dóu.  Crying

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held að það sé bezt að jarðsetja þessa þúsundkalla strax! Við gætum sönglað yfir þeim á meðan

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2010 kl. 13:58

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þúsundkallarnir eru ekki dauðir Anna mín. Ekki bíða samt of lengi eftir því að þeir dansi eða taki lagið í veskinu þínu. Eyddu þeim og eyddu þeim fljótt, því annars breytast þeir í fimmhundruðkalla! Risaeðlan á gapastokknum er hins vegar sonur Gissurar sem segir lífshamingjuna fólgna í að græða(stela) á daginn og grilla á kvöldin.Megi "allir" hans þúsundkallar breytast í tíkalla. Ærunni hefur hann nú þegar tapað, en sér það að sjálfsögðu ekki, frekar en aðrir undirróðursmenn þjóðarskammarinnar. Mundu bara að ef einhver bankar uppá og býðst til að breyta þúsundköllunum þínum í tvöþúsundkalla eða fimmþúsundkalla........kýldu hann, eða sparkaðu í punginn á honum. Hann á það skilið...... fyrirfram.

Halldór Egill Guðnason, 18.6.2010 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 342774

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband