Sælla er að gefa en þiggja.

 

 Jólahátíðin nálgast og ég, kona á fimmtugsaldri  LoL (sorry, mér finnst það alltaf svo fyndið) hlakka til eins og væri ég á tugsaldri.   Fyrir viku síðan var ég búin að kaupa allar jólagjafir, pakka þeim inn, skrifa jólakort, setja upp jólagardínur og ljós..... en ekki búin að taka til í stóra hornskápnum sem er á stærð við heilt búr.  Minn maður minntist á hvort við ættum ekki að taka til í honum ?   "Það er ekki forgangsatriði" sagði ég "nema þú ætlir að vera inni í skápnum um jólin".  "Og hvenær kemur þú þá út úr skápnum"?  Wink

.

jólakisi 

.

Talandi um jólakort...... ég kem alltaf út í tapi þar.  Ef ég sendi 50 jólakort, fæ ég 29 til baka.  Núna prófaði ég að senda 25 kort en þá er ég bara búin að fá 5.  Happy

Það er lögmál að ef einhver tapar er einhver annar sem græðir.  Eru útrásardollurnar enn að stela frá okkur - jólakortum í þetta sinn ?  Hahhh....... þeir vita ekki ennþá greyin, að sælla er að gefa en þiggja.  Joyful 

Og ég er alsæl með jólakortin mín fimm.

.

 

.

Hvað er svona fyndið ?

.

lol 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þessi efsti ? hver er hann ?

Þessi litli er dásemdin ein, eins og minn :)

Ragnheiður , 19.12.2010 kl. 17:58

2 Smámynd: Ragnheiður

Æj ég þarf að hendast í hreingerningar...á samt engan svona stóran skáp

Ragnheiður , 19.12.2010 kl. 17:58

3 Smámynd: Ragnheiður

Hey..þeir eru ekki svo líkir...þessi er miklu meira hvítur í framan....

ook ok ok farin að taka til bara...

Ragnheiður , 19.12.2010 kl. 18:04

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Efsti og neðsti eru sami kisinn.... bara í mismunandi ástandi í framan.

Anna Einarsdóttir, 19.12.2010 kl. 18:59

5 Smámynd: Ragnheiður

já ég veit..ég meina sko hann og Dodds...ekkert líkir nema "norðanfrá"....Snati er allt öðruvísi í framan

Ragnheiður , 20.12.2010 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband