Misjafn sauður í mörgu fé.

 

Í ferðum mínum til útlanda er ein athöfn sem ég reyni að sleppa aldrei;  að rétta einhverjum fátæklingi pening. 

Þetta byrjaði strax þegar ég var um tvítugt.  Var þá á gangi í París að kvöldlagi og sá fullorðna konu sem hnipraði sig saman á húströppum undir gatslitnu teppi.  Þessi kona minnti mig á ömmu.  Ég fór til hennar og rétti henni vænan seðil.  Viðbrögðin sem ég fékk voru óvænt fyrir mig.  Hún fór að hágráta og blessaði mig í bak og fyrir.  Þetta var eitt af þeim augnablikum lífsins sem eru mér ógleymanleg. Gamla konan varð svo ofboðslega glöð.  Þarna held ég, svei mér þá, að ég hafi tryggt mér aðgöngumiða í himnaríki þegar þar að kemur. Halo 

Eitt sinn, í Barcelona setti ég pening í bauk gamallar konu á brautarstöð.  Konan fór að grenja en það var einhvern veginn ekki sannfærandi.  Við vorum nokkur saman í hóp og við gengum fyrir hornið en snerum svo við og kíktum aftur á kjellu.  Sat hún þá ekki þarna með þurr augun eins og ekkert hefði gerst.  Þetta var eitthvað sem við vildum gjarnan skoða betur svo annar úr hópnum var sendur með aur í baukinn.  Það sama gerðist, kerla grenjaði. Hey !  Grin Þetta var soldið gaman...... eins og grenjudúkka.  En svo hætti hún alltaf jafnóðum og við vorum komin í hvarf.  Við fórum margar ferðir og gáfum þessari.  Sú fékk aldeilis að skæla. Joyful

Í þriðja sinn var ég líka á gangi í Barcelona þegar ég sé mann, sofandi undir pappakassa.  Æi, greyið.  Ég fer í vasa minn og hnippi svo í manninn til að rétta honum pening.  Karlinn vaknar upp með andfælum og það mátti engu muna að ég fengi einn á lúðurinn, því maðurinn var bara öskuvondur yfir ónæðinu.  Crying  Hann lét svo nægja að hrifsa af mér peninginn og hvarf með það sama undir pappann aftur. 

Núna reyni ég að vanda valið á fátæklingum.

poor_john     

Gustav Berg í heimsókn hjá fátæka Jóni.  Þarna fékk hann hugmynd Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband