Verðlaunin - Riddari með regnhlíf.

 

Nú er slétt vika, þar til skákmót bloggara með tattoo fer fram með pompi og prakt.  Hver pompar ?  Ég held að það verði Edda.  Það er hefð fyrir því hjá fegurðardrottningum, og jafnvel alheimsfegurðardrottningum, að pompa á rassinn.

.

Mér er bæði ljúft og nátengt að upplýsa,, enn og aftur, að verðlaun á skákmóti bloggara með tattoo, eiga að vera af lakara taginu.  Heimatilbúin eða hugarsmíð, veidd eða sungin.

.

Mín verðlaun standa vissulega undir því, að vera af allökustu tegund.  Þau eru svo ljót að ég sárvorkenni þeim sem þau hlýtur.  Veit samt ekki ennþá hver verður svo óheppinn.  LoL

.

Hahahahahaha...... LoL...... afsakið....... er að jafna mig.

.

Jæja...... saga verðlaunagrips míns, sem heitir Riddari með regnhlíf, er harla ómerkileg.  Hún hefst þegar ég,,  ung stúlka í grunnskóla, kemst að því að listamannshæfileikar mínir eru langt undir eðlilegum mörkum.  Og hún endar á þeim tímapunkti, þegar óheyrilega miklir stríðnistaktar taka völdin fyrir viku síðan...... og ég ákveð að mála mynd í verðlaun.

.

Ætla að sækja draslið........

.

erro.preview

.

Æ, ekki þessi.  Mér fannst hún eitthvað svo ruglingsleg og ég hef sennilega verið undir fullmiklum áhrifum frá Erro..... svo ég gerði aðra...........

.

.

.Albúm 0026

.

Listamannslufsan setti þarna á striga riddara, sem  tengingu við skáklistina og skírskotar einnig í hestamannseðli hönnuðar.  Þar sem óvenjumikil rigningartíð hefur verið undanfarið, þótti við hæfi að setja regnhlíf þannig að verkið samsamaði sér í tíma og rúmi.   Blái liturinn táknar allt nema Sjálfstæðisflokkinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvað gerir þú margar svona myndir?

Edda Agnarsdóttir, 31.8.2007 kl. 15:09

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Edda mín... bara eina, enda er það einni of mikið. 

Það hefur kannski farið framhjá þér að "allir sem mæta eiga að koma með ein verðlaun.  Verðlaunin skulu hafa nafn... því þeim verður úthlutað eftir ákveðnum reglum, sem einungis ég og Kristjana vitum.... en það tengist nafni verðlauna".

Síðan eru það vinsamleg tilmæli að bloggað verði um verðlaunin... helst núna um helgina.  Þetta er gert svo menn séu ekki að drolla við þetta fram á síðustu stundu. 

Á skákmótinu og í aðdraganda þess,  verða þó engar reglur sem ekki má brjóta... nema auðvitað "Dragdrottingarfyrirbærið."

Anna Einarsdóttir, 31.8.2007 kl. 15:46

3 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Ægir nú þykir mér eitthvað vera farið að draga úr sjálfstrausti þín... fram til þessa hefurðu þú ávallt stefnt á sigur en ekki skussa verðlaunin .....en svo held ég að svona flott mynd verði aldrei í skussaverðlaun.

Arnfinnur Bragason, 31.8.2007 kl. 17:05

4 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Annars er ég enn að reyna að klambra saman mínum verðlaunum Veit ekki hvort það verður "Drottningarbragð" veit ekki hvernig ég á að skapa þau verðlaun... Get alveg búið til bragðið en þar sem ég er ekki drottning, ja þá.??? En svo er ég með aðra hugmynd sem er með vinnuheitið "Riddari á leið inn í sólarlagið"

.....Þarf smá tíma til að klára þetta og gera upp við mig hverslags verðlaunin eiga að vera

Arnfinnur Bragason, 31.8.2007 kl. 17:10

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Hryllilegar myndir.

Þröstur Unnar, 31.8.2007 kl. 17:10

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þröstur !!   Þú ert smekklaus með öllu...... 

Anna Einarsdóttir, 31.8.2007 kl. 20:06

7 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Dúa þú talar bara við æðstráðandann (þú veist hver það er) en þú verður að sýna prófskírteini frá viðurkenndum Amerískum klappstýruskóla

Arnfinnur Bragason, 31.8.2007 kl. 21:15

8 Smámynd: arnar valgeirsson

þú hefðir nú getað sloppið létt út úr þessu og komið með eitthvað sem væntanlegur eiginmaður eða kannski eiginlega fyrrverandi væntanlegur eiginmaður hefði þurft að taka með sér.

annars er þessi mynd frumleg og fal.... eða allavega frumleg. og hæfir verkefninu.

svo veit ég að ægir leynir á sér. hann æfði í mörg ár. tók nokkrar skákir í viku í mörg mörg ár. lætur ekki taka sig í heimaskít.

arnar valgeirsson, 31.8.2007 kl. 22:14

9 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Halló er Ægir einhver pró??? Hann verður þá að tefla með annað augað lokað eða aðra höndin aftan við bak til að jafna leikinn......Sammála???

Arnfinnur Bragason, 31.8.2007 kl. 22:23

10 Smámynd: kloi

Ekki láta Arnar plata ykkur....skamm, skamm Arnar. Jú tefldi smá í denn, en hef ekki hreyft peð í mörg mörg ár.  Það er Arnar sem er pró

kloi, 31.8.2007 kl. 22:28

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hæ,

Er stödd á Selfossi hjá unglingnum og stalst í tölvuna bara til að segja hæ po dæ

Fer svo austur á Flúði með riffilinn og skýt Steingrím eða Ögga beib, nei annars, tek rjúpuna í hlaðvarpanum. djók

Nú er kallað og ég þarf að hlaupa.

Hlakka til að hitta ykkur á sunnudaginn on the blogg.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 31.8.2007 kl. 23:08

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú ætlar að vinna mótið sé ég.

Marta B Helgadóttir, 1.9.2007 kl. 01:27

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta er merkilegt.    Það hefur enginn falast eftir myndinni ennþá.

Anna Einarsdóttir, 1.9.2007 kl. 13:22

14 identicon

Annnna... Im back!.. jæja góða.. Strákar: Er einhver til í að bjóða Önnu í bíó fyrir mig um helgina.. henni bráðlangar að komast í bíó með popp og kók og karlmann sér við hlið hið bráðasta.. Svo eru einhverjir hugaðir riddarar þarna úti .. .lofa að þeir verða ekki "slegnir" til riddara..

Björg F (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 14:46

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Björg stríðnispúki !  Ég átti von á slagsmálum og verulegri aðsókn þegar ég sá að þú hafðir sett mig á uppboð.....    

Jæja... ég tek þá bara hundinn með mér. 

Anna Einarsdóttir, 1.9.2007 kl. 16:18

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Skammast´ín Ægir !

Anna Einarsdóttir, 1.9.2007 kl. 16:47

17 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Á maður að senda inn mynd af verðlaunagripnum? Ég kem með málverk, en á ekki mynd af því. Vinn á því bráðan bug á morgun.....vonandi. Ansi er þetta annars skemmtileg mynd hjá þér Anna. "The flying knight and the ambrella"?Er kannski bannað að hafa tvö málverk í verðlaun?

Halldór Egill Guðnason, 1.9.2007 kl. 20:14

18 Smámynd: Brattur

... regnhlífamyndina VERÐ ég að eignast... hvað þarf ég að gera til þess, kæra Anna...

Brattur, 2.9.2007 kl. 00:31

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó Halldór, takk !  Það væri gott ef þú tekur mynd af myndinni, en ekki skylda.    Nei, það er ekki bannað að hafa tvö málverk........ bara ekki tvö eins.  Ég vona að þú hafir ekki málað "eftir minni mynd" 

Svo sæt setning Brattur  ...... ég ræð því ekki hver fær hvað..... en ef svo fer að þú færð hana ekki..... þá má fara í verðlaunakaup (sbr. hestakaup).

Anna Einarsdóttir, 2.9.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 342766

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband