Helena Björnsdóttir.

 

Helena er góð bloggvinkona mín.  Hún er ein af þessum persónum, sem fá mann til að undrast hversu fjölbreytilegt lífið getur verið.  Helena hefur misst sjónina en samt getur hún málað hreinustu listaverk.  Það er mér alveg óskiljanlegt. 

Reyndar segir hún sjálf, að hún hafi ekki getað teiknað Óla prik skammlaust, meðan hún hafði sjón.  Helena gerir oft grín að sjálfri sér og stundum er hún svo djúp að ég kveiki ekki fyrr en mörgum klukkutímum síðar.  Smile

"Mig dreymir um að hafa efni á að leigja mér lítið verkstæði (ætti varla að kosta mikið, ég þarf ekki einu sinni glugga :o) )"  segir hún.

Mörgum klukkutímum eftir að ég las þetta, var ég að láta mig dreyma um verkstæðið hennar Helenu.  Í mínum huga var það bjart og fallegt, með dásamlegu útsýni.  Ég undraðist í huganum, hvers vegna hún gerði ekki kröfur um glugga.  Woundering  Fattlaus og vitlaus ég ! Blush

.

hugljuf                        mynd_fyrir_lindu                                                                               

Myndin mín, HUGLJÚF.          REYKJAVÍK Í HUGA MÉR.        

 

eilif                        hpim0956                  hpim0756             

EILÍFÐIN                       FLJÓTT SKIPAST VEÐUR.        LÍFSTRÉÐ.           

                  

hugmynd                                blaebryg_i

HUGMYND                                     BLÆBRIGÐI. 

.

.

Undanfarin 5 ár, hef ég haft það fyrir reglu, að kaupa eins lítið af drasli og ég get... en í staðinn kaupi ég einu sinni á ári, eitthvað sem mig virkilega langar í.

Árið 2007 varð myndin Hugljúf eftir Helenu fyrir valinu.

.

Ég held að mér sé óhætt að segja, að fimm af myndunum hérna fyrir ofan séu til sölu (ekki tvær efstu) og þær fást fyrir aðeins 25 þúsund.  Þú leiðréttir mig Helena, ef ég er að bulla.  (það væri þá heldur ekki í fyrsta skiptið).  Wink

.

Helena vinkona !   þú ert ekki bloggvinkona mín af þeirri ástæðu að þú málar flottar myndir, né af því að þú átt svo fluggáfaðan hund  Grin....... heldur einfaldlega af því að húmorinn þinn er óborganlegur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Glæsilegar myndir.... hjá henni.....  skil ekki hvernig hún fer að þessu..

Brynjar Jóhannsson, 21.9.2007 kl. 14:15

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábært... Ég veit ekki af hverju en ég er dolfallin af Reykjavík í huga mér.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2007 kl. 17:49

3 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Frábært hjá þér Anna mín að koma Helenu á framfæri og fallegu myndunum hennar. Hún og Fönix eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér í bloggheimum vegna sinna einstöku lífssýnar og dugnaðar.

Gíslína Erlendsdóttir, 21.9.2007 kl. 18:09

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Allt er nú hægt, ef viljinn er einbeittur. Fallegar myndir. Hlakka til að sjá fleiri.

Halldór Egill Guðnason, 21.9.2007 kl. 20:21

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Vá! Ekki get ég málað svona vel, þó að ég sjái. Virkilega fallegar myndir hjá henni og einstakir hæfileikar þarna á ferð. Það var virkilega fallega gert af þér að koma henni Helenu á framfæri svona. Hlakka til að sjá meira.

Bjarndís Helena Mitchell, 21.9.2007 kl. 20:31

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Flottar myndir. Hvernig getur hun gert þetta?

Marta B Helgadóttir, 21.9.2007 kl. 21:41

7 Smámynd: Ragnheiður

Nei vá þetta er þó merkilegt....takk fyrir að vekja athygli á þessu. Set síðuna strax í uppáhalds..

Ragnheiður , 21.9.2007 kl. 22:16

8 Smámynd: Brattur

... hver myndin annarri fallegri... Anna þú er frábær að sýna okkur þessar myndir... takk fyrir... Helena er greinilega engin venjuleg manneskja...

Brattur, 21.9.2007 kl. 22:32

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Er orðlaus, fegurðin og listin og Helena ekki sjáandi eins og við sem "kommenterum". Þætti virkilega gaman ef þú gætir bent mér á það hvernig má nálgast myndirnar bæði til að skoða þær og kaupa.

Takk fyrir að benda okkur á þessa frábæru list 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.9.2007 kl. 02:12

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er séstakt, kannski einstakt? Það sem situr eftir í manni er forvitni um hvernig hún vinnur myndirnar. Það er líka svo merkilegt Anna hvað þú ert nösk við að vekja athygli þá földu efni hér í bloggheimum og víðar og greinilega með sterkar umhyggjuhvatir. Takk

Edda Agnarsdóttir, 22.9.2007 kl. 13:03

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Guðrún Jóna.... þú getur sent póst á Helenu á www.teamfonix.gmail.com  

Bloggslóðin hennar er http://fonix.blog.is/blog/fonix/

Edda...  Ég get svarað spurningunni um hvernig hún vinnur myndirnar, að hluta til með afriti úr bréfi hennar til mín.  (þú fyrirgefur Helena og ég lofa að birta ekki neitt meira... þegjum eins og steinar yfir leyndarmálunum okkar )

"Mig dreymir um að hafa efni á að leigja´mér lítið verkstæði (ætti varla að kosta mikið, ég þarf ekki einu sinni glugga :o) ) þar sem ég get málað í friði og ró. Þar sem ég þarf ekki að ganga frá öllu þegar er kominn tími til að taka til kvöldmatinn. Að vinna þetta í eldhúsinu hentar mér illa. Ég þarf jú að mæla allt út osfrv og þegar ég hef pakkað öllu niður og tek fram næsta dag hendir að  mér gengur illa að "hitta" á réttan stað á myndinni til að halda áfram osfrv. Ég bý gjarnan til merki með teipi á borðið sem markar sjóndeildarhringinn á myndinni eða annað. Allt væri svo miklu einfaldara ef myndirnar gætu staðið á sama stað þar til næst.  Að ég gæti hreinlega gengið að öllu vísu. Þá á ég líka einfaldara með að vinna STÓRAR myndir. Litirnir sem blandaðir voru í gær, bíði enn undir plastinu en ekki að ég þurfi að klára allt með þeim lit í dag því ég næ aldrei að finna sama litinn aftur. Eins langar mig að þróa áfram þessa tækni mína sem gerir mér kleift að mála svo og að vinna að "aðgengilegum" myndum.. það er að prófa alls konar strúktur og áferðir sem gerir sjónskertum kleift að upplifa myndirnar".

Anna Einarsdóttir, 22.9.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 342713

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband