Sýnishorn frá Laufskálarétt.

 

Mig langar að deila með ykkur tveimur atvikum frá helginni:

.

Örn Árnason var að skemmta í reiðhöllinni á Sauðárkróki.  Hann sagði, íklæddur rónafrakkanum sem hann er stundum í, í Spaugstofunni:

Guð skapaði allt !  Hann skapaði sólarhringinn, með 24 tímum.  Hann skapaði líka bjórkassann.  Það er engin tilviljun að það eru 24 bjórar í kassanum !

.

psssst.... Þetta er birt í leyfisleysi svo suss..... leyndó.  Wink 

-----------------------------

.

Þegar við smöluðum Kolbeinsdalinn, stoppuðum við auðvitað á nokkrum stöðum.  Í einu slíku stoppi hlustaði ég á par tala saman.

.

Hann er eitthvað að tala um hest sem hann á.

Hún spyr hvað hesturinn sé gamall.

Hann segir:  Ég man það ekki, hann er alltaf að eldast og eldast.

Þá segir Anna litla:  Fer hann þá ekki að verða tilbúinn ?

.

.

GE-0402-pottur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

og meyrnar með aldrinum  

Kristjana Bjarnadóttir, 30.9.2007 kl. 21:01

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú ert nú meiri grínarinn Anna.  En borðar þú hrossakjöt?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.9.2007 kl. 21:09

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Já maður verður alltaf meira og meira tilbúinn með aldrinum.

Maður étur nú ekki vini sína, aldrei of miklið til af þeim, fríðust.

Þröstur Unnar, 30.9.2007 kl. 21:12

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

 Þú ert fyndin

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.9.2007 kl. 21:12

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þröstur svaraði þessu fínt.  Ég lenti reyndar í því, þegar ég fór í hestaferð í sumar, að vera langt komin með að klára af disknum þegar ég var upplýst um hvað ég væri að borða.... nefnilega hrossakjöt.  Eftir það borðaði ég smá bita af kjöti með vænum bita af kartöflu í hverjum munnbita.  Lystin minnkaði, einhverra hluta vegna.   

Anna Einarsdóttir, 30.9.2007 kl. 21:17

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þykkvabæjarvelreykthrossabjúgu eru sælgæti og herramannsmatur get ég sagt ykkur og ét ég þau með bestu lyst, þrátt fyrir að vera komin af hestamönnum í báðar ættir.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.9.2007 kl. 21:35

7 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Svona, svona, ég borða heimalingana, afhverju ekki hestana líka? Móðir mín kenndi mér að eftir að búið væri að pakka kjötinu þá hefði það ekki nafn. Bannað að nefna matinn með nafni. Annars er Jóhann Björnsson heimspekingur með mjög skemmtilega pælingu um þetta nú um helgina. Að mínu mati algerlega brilljant.

Kristjana Bjarnadóttir, 30.9.2007 kl. 21:38

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hann er Freyjudjúpur hann Jóhann Björnsson, þykist þekkja hann og veit að hann borðar ekki ketti.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.9.2007 kl. 21:52

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Heilsu ?   Kristjana mín... ég var bílstjóri á föstudagskvöldið, fékk mér síðan tár í réttinni en var farin að sofa fyrir miðnætti á laugardagskvöldið.  Stillt dama eins og ég er vandfundin á þessum síðustu og verstu tímum. 

Anna Einarsdóttir, 30.9.2007 kl. 22:36

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gaman að heyra frá þér og fá fréttir úr réttunum! En hva so - erum við ekki að far á hestbak með tattó klúbbnum?

Edda Agnarsdóttir, 30.9.2007 kl. 22:51

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Til er ég Edda....... þið hin, hvað segið þið ?

Anna Einarsdóttir, 30.9.2007 kl. 22:52

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvar getum við fengið leigða hesta og leiðbeinanda? Drífa í þessu áður en þeir verða teknir inn - eða er þaki?

Edda Agnarsdóttir, 30.9.2007 kl. 23:16

13 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 1.10.2007 kl. 00:17

14 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Eitthvað er ég skyld Kristjönu því það sama tíðkaðist heima hjá mér.......við Kristjana erum sko frænkur því mæður okkar eru systkinabörn í báðar ættir  í alvörunni. Éta allt sem að kjafti kemur.

Gíslína Erlendsdóttir, 1.10.2007 kl. 16:08

15 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Edda það þarf engan leiðbeinandi, við Anna erum nú þokkalega reiðfærar.

En ég hringdi í gamni:  Það er alltaf leiðbeinandi, það eru skaffaðir útigallar og stígvél fyrir þá sem vilja, Og ef hópurinn samanstendur af óvönum, þá er farið í 90 mínútna reiðtúr út í hraun og kostar 4.900,- pr. mann.

Þeir reka hestaleiguna allan ársins hring.  Til er ég, ef ég verð ekki orðin svo þung að ég komist ekki á bak án hjálpar. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.10.2007 kl. 16:12

16 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Auðvelt að plata mig út í hvað sem er

Arnfinnur Bragason, 1.10.2007 kl. 16:55

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ingibjörg.........ég skal með ánægju ýta á rassinn á þér ef þú kemst ekki í hnakkinn sjálf. 

Anna Einarsdóttir, 1.10.2007 kl. 17:41

18 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Anna, ég fer ekki á bak ef ég kemst ekki hjálparlaust! Takk samt!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.10.2007 kl. 18:23

19 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Hæ Anna. Þetta hefur verið gaman. Ég rak hross inn í Kolbeinsdal fyrir nokkrum árum með Óla á Kálfstöðum.  Mjög fallegt þarna.

Þorsteinn Sverrisson, 3.10.2007 kl. 22:33

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hæ Þorsteinn... fyrsti kommentarinn á blogginu mínu. 

Já... alltaf gaman að smala Kolbeinsdalinn.... svona hálfgerð indíánareið.  Kannski höfum við smalað saman þá !  Ég hef líklega farið sjö sinnum.

Anna Einarsdóttir, 3.10.2007 kl. 22:43

21 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Nei ég rak bara inn eftir um sumarið fyrir nokkrum árum með Óla.  Ég hef aldrei rekið niður í Réttir um haust en það gæti verið gaman, sérstakelga ef þú værir með miðað við lýsingarnar hahaha.  Hefur þú smalað með einvherjum sérstökum bónda þarna?

Þorsteinn Sverrisson, 4.10.2007 kl. 12:31

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já.... ég hef smalað undanfarin ár með Ingu frá Ásgarði... dóttur Sigurðar í Víðinesi.... á hesti sem ég tamdi fyrir hann, fyrir nokkrum árum.

Anna Einarsdóttir, 4.10.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband