10 litlir negrastrákar.

 

Í fréttunum í kvöld komu fram hörð mótmæli á nýja útgáfu bókarinnar 10 litlir negrastrákar.

Einstaka sinnum verð ég orðlaus og það varð ég í kvöld.

.

180px-Ten_Little_Niggers

.

.

Ef það má ekki lengur lesa þessa bók.... sem var ein af mínum uppáhaldsbókum í æsku, þá vil ég núna láta banna eftirtaldar bækur:

Láki...... særandi fyrir alla með stór eyru.

Gosi...... niðurlægjandi fyrir alla með stórt nef.

Mjallhvít og dvergarnir sjö..... hræðilegt gagnvart litlu fólki, dvergum og fólki með hvíta húð. 

Vonda fóstran..... hvaða rugludallur skrifaði hana?

Einar Áskell...... af því bara.... ég er komin í stuð.  LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Æi, Anna þetta kallar á ritgerð.

Ég játa á mig algeran tvískinnung í þessu máli. Annars vegar smá nostalgíu því ég man eftir þessu kvæði þegar ég var barn. Reyndar átti ég líka bók með þessu kvæði en það hét "Tíu litlir hvuttar" fjallaði um hunda en að öðru leyti eins. Þar liggur nefnilega hundurinn grafinn. Það myndi enginn gera athugasemd við að syngja svona um hunda. Ástæðan er að það vita allir að það meinar enginn neitt með því og þá er það í lagi. Meðan við erum ekki viss hvort við meinum eitthvað með því og þurfum að taka fram að við höfum ekkert illt í huga, þá er ekki í lagi að kveða svona vísur. Meðan enn eru fordómar gagnvart öðrum kynþáttum, trúðu mér þeir eru til, þá er það ekki í lagi.

Í gærkvöld horfði ég á Opruh á stöð 2. Þar var sýnt brot úr mynd þar sem svörtum börnum var gert að velja á milli hvítrar og svartrar dúkku og rökstyðja valið. Undantekningalaust völdu þau hvítu dúkkuna með þeim rökum að hún væri góð en sú svarta vond. Þau þurftu ekki að hugsa sig um. Meðan þetta er veruleikinn í kringum okkur þá er ástæðulaust að láta svertingja týna tölunni í barnabókum. Á síðu Fríðu Eyland er þetta kvæði á ensku og það leikur enginn vafi á því hvað höfundur þess var að hugsa þegar það var samið (sbr endinn). Íslenski textinn er að mestu þýðing, endirinn er að vísu annar, en það er hugsun höfundar enska textans sem lætur mig hafna þessari bók. Ég gæti samt hugsað mér hundasönginn.................hm  

Kristjana Bjarnadóttir, 25.10.2007 kl. 20:33

2 Smámynd: Ragnheiður

Enski textinn er hræðilega ljótur. Mér fannst ekki varið í þessa bók þegar ég var krakki og mun ekki halda henni að börnum þessa heimilis.

Þessi bók er barn síns tíma en vegna myndskreytinganna í henni þá ætti að vera til eintak af henni á Landsbókasafninu.

Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 20:40

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú fékkst alltaf 9,5 fyrir ritgerðir í den... já eða 10. 

Mér finnst þetta bara komið út í öfgar... banna Tinna í Kongó.. banna 10 litla negrastráka..... hvar endar þetta ?  Erum við eitthvað skemmd eftir lestur þessara bóka... hmmmmm ?    Jú, kannski. 

Anna Einarsdóttir, 25.10.2007 kl. 20:41

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Farðu varlega snúllan mín.

Þröstur Unnar, 25.10.2007 kl. 20:57

5 Smámynd: Ragnheiður

Nei ég tel mig ekki skemmda eftir þennan lestur enda las ég ekki neina fordóma út úr þessu, man að mér fannst þeir óheppnustu drengir í heimi....

Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 21:02

6 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Sammála Önnu, algjörlega komið út í öfgar eins og svo margt, margt annað í þessum heimi. Minni á að búið er að breyta Rauðhettusögunum, úlfurinn étur ekki lengur ömmuna. Hvað ætli höfundar þessara sagna segðu við þessari ofurviðkvæmni ef þeir væru ennþá á lífi.

Gíslína Erlendsdóttir, 25.10.2007 kl. 21:09

7 Smámynd: Ragnheiður

Í alvöru ? Það er nú ekki mikið varið á þá Rauðhettu....æj svona grímulaus ritskoðun

Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 21:19

8 identicon

Var Andrés Önd ekki bannaður í Svíþjóð af því hann var ekki í neinum neðridel, sá dóni? Kannski bara flökkusaga. Sammála að stundum förum við algerlega frammúr okkur í pólitískri rétthugsun.

Ásdís (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 21:54

9 identicon

Negrastákarnir tíu eru menningararfleið, Muggur myndskreytti bókina og eru þær myndir alveg yndislega einfaldar og fallegar. Við skulum ekki láta smáborgaraskapinn í okkur ná yfirhöndinni með því að banna bókina. Við styðjum ekki við bakið á minnihlutahópum með því að blása út einhverja vitleysu um að banna hitt og þetta. Við skulum frekar kynna okkur hlutina, fræðast og opna augu okkar. Bókin boðar ekki kynþáttafordóma frekar en litli ljóti andarunginn eða sagan af Litlu Ljót.....

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:36

10 Smámynd: Ragnheiður

Fínt innlegg hjá Berglindi en er bókin eftir Agötu Cristie...

Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 22:47

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég held ekki að bókin sem um ræðir sé upphaflega eftir Agötu Cristie, Ragnheiður.... heldur minnir mig að hún hafi gefið út bók með sama heiti. 

Anna Einarsdóttir, 25.10.2007 kl. 22:53

12 Smámynd: Ragnheiður

hehe nei ég held að "vandræðabókin" sé eftir einhvern karl....

Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 23:00

13 Smámynd: arnar valgeirsson

var að kíkja í nýjustu útgáfuna einmitt bara í gær. fagnaði reyndar endurútgáfu og fannst ekkert athugavert, sbr tinni í kongó o.s.fr. fyrr en...

.. halló. hafiði skoðað bókina. það er ekki vegna textans held ég sem hún hefur valdið svona miklum deilum. muggurinn teiknar blökkupiltana eins og, ja, apa. já apa. og ekki gáfulega. aldeilis ekki gáfulega og þeir týna tölu líka á misgáfulegan hátt. hefði einhver teiknað þetta í gær væri hann annað hvort á litla hrauni eða í guantanamo.

arnar valgeirsson, 25.10.2007 kl. 23:14

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

En hversu margar bækur hafa ekki verið gefnar út um hvítt fólk, misgáfulegt... já, kannski alveg eins og apar bara ?  Hmmmmm. 

Anna Einarsdóttir, 25.10.2007 kl. 23:22

15 Smámynd: Brattur

... ég man þegar ég átti þessa umræddu bók sem barn... þá var textinn sunginn við fallegt lag... aldrei man ég til þess að það hafi nokkrum sinni hvarflað að manni að þessir 10 litu negrastrákar hafi verið annað en fallegir litir strákar sem maður kenndi í brjósti um að lenda í ýmsum óhöppum og detta út hver á eftir öðrum... en svo endaði sagan vel, ef ég man rétt... þeir komu allir saman aftur...

... hvað er eiginlega ljótt við þessa sögu og þessa bók???

Brattur, 25.10.2007 kl. 23:37

16 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vantar bara ekki eitthvað til að rífast um Brattur? Hvernig á textinn annars að hljóma, ef gefinn út í dag, ha? "Ten little African American Boys"? Myndi það breyta einhverju? Myndi einhver agnúast út í "Ten Little white boys" eða "Ten Little Asian Boys" eða eða "Ten Little Indian Boys"? Er ekki bara verið að ala á fordómum með svona upphlaupi og efna til leiðinda? Má ekki bara kalla hluti og menn og konur það sem þau eru? Er það ekki einmitt það sem allir vilja? Það sem fólk getur látið fara í taugarnar á sér

Halldór Egill Guðnason, 26.10.2007 kl. 00:58

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það sem Brattur segir er einmitt mergur málsins. Það er EKKERT ljótt við þessa bók.  Tek einnig undir orð Halldór Egils. Komið út í tómt rugl

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2007 kl. 03:06

18 identicon

Rakst á þessa síðu á google þegar ég var að kynna mér bókina.

 Mér þykir þetta ósmekklegasta bók sem til er og með mikla fordóma.

Hvernig myndir ykkur líða ef þið ættuð dökkt barn?  

Erum við ekki að reyna að útrýma fordómum ???

Endilega svarið mér, en ég mun samt ekki kíkja á svarið, þar sem ég ætla mér aldrei inn á þessa síðu aftur.

Heiða (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:42

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég svara þér Heiða, þótt þú komir hingað aldrei aftur.... ef þú skyldir nú kíkja.

Ég á rauðhært barn.... á ég þá að verða óð út af bókinni um Línu langsokk ?   Lína er jú látin gera ótrúlega heimskulega hluti á köflum.  Nei, mér finnst þið sem eruð að reyna að útrýma fordómum, eiginlega bara vinna gegn ykkur með þessum öfgum út af einni bók.  Hvað ef þetta hefðu verið 10 hvítir strákar ?  Hefði einhver agnúast út af sögunni þá ?  Mitt svar er nei..... og hvernig væri nú að slaka aðeins á.  Það vinnst ekkert með svona látum.

Vink vink.   

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 11:30

20 identicon

Vá ég vona ykkar vegna að þið eigið ekki börn, hvernig munu þau verða í framtíðinni ef þetta er ykkar álit..

Má ég spyrja ykkur að einu, mynduð þið kalla dökkt barn, negrastrák/stelpu svo að það myndi heyra til ykkar? Ég stórefast það því orðið negri var notað á þrælana til að sýna þeim hver hafði völdin-Bara ef þið vissuð þetta ekki.. Og á hvaða tímum lifum við?? Orðið negri er enn þann dag í dag það versta og mest móðgandi sem hægt er að segja við dökkt fólk, meira að segja ef að dökkir kalla aðra dökka negri þá er það móðgandi!

Að þú sért að líkja orðunum negri og hvítur er bara eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt, það væri frekar hvítur og dökkur/svartur sem myndi passa þarna! Og myndirnar eru líka móðgandi verð ég að segja því þeir eru eins og apar og haga sér eins og ég veit ekki hvað-Nei þú getur ekki líkt Línu Langsokk við þetta og þú veist það jafn vel og ég. Að segja að einhver sé dökkhærður og rauðhærður eru ekki fordómar og hana nú!

Inga (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:41

21 identicon

Ég hef aldrei lesið neina bók um hvítt fólk að haga sér eins og þau séu apar. Mér hefur alltaf fundist síðan ég var lítil eitthvað meira en lítið skrýtið við þessa bók. Samt var ég saklaust barn og vissi ekki hvað fordómar voru. En mér finnst mjög asnalegt að skilgreina fólk svona eins og þú bendir á Halldór Egill. Af hverju ætti einhver bók að heita. TEN LITTLE WHITE BOYS. Mer finnst það mjög hallærislegt. Þá héti bókin pott þétt bara Ten little Boys...

Allavega þar sem ég bjó úti þótti mjög niðrandi að kalla fólk White people af lituðu fólki. Litaða fólkið gerði það ekki því það var svo óviðeigandi....Svipað eins og að segja White Trash. Frekar að nota bara people.....því öll erum við jú fólk...Komið af sömu ÖPUM! 

Kolbrun (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 17:00

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvort heldur þú að særi meira INGA ...... að lesa bók um negrastráka eða að segja við fólk: 

"ég vona ykkar vegna að þið eigið ekki börn, hvernig munu þau verða í framtíðinni ef þetta er ykkar álit.."

Þetta heitir að kasta steini úr glerhúsi.  Þú mátt alveg skammast þín.

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 17:03

23 Smámynd: Ragnheiður

Ég þarf ekki og vil ekki skammast mín, ég tel að þeir sem sem sárreiðast svo hafi viðkvæma taug gagnvart þessu. Það skil ég vel enda búin að reka mig á að vera með afar snögga bletti í ákveðnum umræðum sjálf, varð mér meira að segja til skammar.

Ég var annars búin að skrifa pistil um það sem mér finnst um fordóma.....

Það er til haugur af bjánalegum bókum um tóma vitleysu, áramótabrennur eru ágætar í að fækka þeim.

Ragnheiður , 26.10.2007 kl. 18:00

24 Smámynd: Ragnheiður

en ég gleymdi, hvað eigum við þá að gera við þessi börn sem við eigum nú þegar ? Skila þeim eitthvert ?

Ragnheiður , 26.10.2007 kl. 18:02

25 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sko !  Ég kem eins fram við alla menn..... konur, karla, svarta, hvíta, forsetann, frægt fólk, götusópara, bankastjóra..... og tel mig því vera fordómalitla....

Ég las þessa bók þegar ég var lítil...... sem þýðir samkvæmt kommenti hér að ofan (Inga) að þá hefðu foreldrar mínir væntanlega ekki átt að eignast mig og systkini mín.   Ég las líka Bakkabræður og margar aðrar bækur og sá ekkert ljótt við neina af þessum bókum.... enda var ég barn með hreina sál og hver sögupersóna hafði sinn sjarma.  Og í mínum huga er negri ekki ljótt orð..... en ég nota það ekki og kenni börnunum mínum það ekki..... vegna þess að ég veit að það særir einhverja.

Hins vegar hef ég fordóma gagnvart öfgafullu fólki og grimmu.

Og mér finnst ég fá ansi grimm komment, bæði á þessari síðu og síðunni hennar Jennýjar.  http://jenfo.blog.is/blog/jenfo/entry/346205/

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 18:23

26 identicon

Ég var að lesa í gegnum öll þessi komment og mér finnst mjög púkalegt að fara að dæma fólk og hvort það sé hæft til að fjölga sér af því hvaða skoðun það hefur á einni lítilli bók...

Ég hef kynnst því að af fáfræði fæðast fordómar... það er alveg ótrúlega satt.. Gömul kona sem ég hitti ekki allt svo fyrir löngu hélt meira að segja að svart fólk væri enþá þrælar!!!  Bækur eru til þess að fræðast.

Ég get alveg sagt það að ég er alveg fordómalaus og hef alltaf verið...

Mér finnst alveg útí hött að þetta fari svona fyrir brjóstið á fólki þessi bók hefur verið til í mörg herrans ár og er eftir snilldar penna... bara ef börnin ykkar sitja í bíl þar sem fm957 er að spila heyra þau þetta orð oftar á einum klukkutíma en ef þau mundu lesa bókina 100 sinnum... og svart fólk segir þetta mest við hvort annað og það ekki sem móðgun. Það er ekki fallegt að kalla einhvern niggara eða negra...Auðvitað ekki og ég mundi aldrei gera það.  En mér finnst samlíking Önnu þegar hún er að tala um Línu Langsokk og rauðhærða vera alveg  hitta beint í mark... ég þekki fleirri sem hefur verið strítt að þeir séu með rautt hár en ég þekki svarta sem hefur verið strítt vegna hörundslitar, fordómar eru fordómar hvort sem það er vegna rauðs hárs eða hvað og það á ekki að líðast .  Málið er að börnin eiga eftir að heyra þetta orð notað margoft í gegnum ævina og hvar best að heyra það fyrst en með ábyrgum aðila sem getur þá útskýrt fyrir barninu hvað merkingin á því er og að þetta sé ekki vel liðið orð... hugsið málið en þetta skítkast í Önnu garð er alveg útí hróa hött.

After all.... við höfum öll okkar rétt til þess að finnast það sem okkur finnst. 

og sagt af manninum sjálfum... 

 " I for one belive that if you give people a thorough understanding of what confronts them and the basic causes that produce it, they´ll create their own program and when you create program you´ll get action." -  "Without education you are not going to get anywhere in this world"  - "I shall never rest until I have undone the harm I did to so many well-meaning, innocent Negroes who through my own evangelistic zeal now believe in him even more fanatically and more blindly than I did"  -Malcolm X- Ef malcolm X segir það ...? hmmmm

  Over and far out --- peace love harmony

S-BoB 

Stina (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 22:22

27 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fólk er svo æst út af þessari bók að það er eins og trúarbragðastríð hafi skollið á í bloggheimum... með tilheyrandi blammeringum og skítkasti.   Ég las þessa bók sem barn og söng lagið á jólaskemmtunum og sá ekkert ljótt við þetta.... enda tengdi ég persónurnar ekki við svart fólk heldur sá þetta bara sem sögupersónur.  Alveg á sama hátt og ég tengdi ekki Bakkabræður við annað fólk en fyrir kom í þeirri sögu.  Ég held að besta leiðin til að við lítum á okkur jarðarbúa sem eina heild, sé að byrja á því að viðurkenna að við erum mismunandi... svört, hvít, rauðhærð, sköllótt, stór, lítil, osfrv.  Þessvegna er, að mínu viti, engin árás á einn eða neinn, þótt gefin sé út barnabók um svarta, hvíta, klaufa, rauðhærða, dverga og hvernig við nú erum öll.  Þetta dreifist í heildina nokkuð jafnt og reyndar held ég að mest sé gert lítið úr hvítu fólki þegar kemur að bókum um klaufaskap eða heimsku.  Vill einhver banna bókina um Hans klaufa ? 

Mér þætti réttara að banna klám og hryllingsmyndir, endalaus dráp og nauðganir sem flæða yfir okkur, bæði í sjónvarpi og á netinu.... og sem skaða allt mannkynið og ekki síst börnin okkar.

Friður og hamingja veri með ykkur.   

Anna Einarsdóttir, 28.10.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 342766

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband