Töfralampinn.

 

Ég er undarleg... af konu að vera.  Mér finnast verslunarferðir ekki skemmtilegar.

Þegar það kemur fyrir að mig langar í eitthvað, hugsa ég með mér:  "Vantar mig þetta"?

Ef svarið er nei, læt ég það yfirleitt eiga sig.

Þó eru undantekningar á þessu, eins og flestu öðru.

Fyrir þremur árum fór ég í verslunina að Sólheimum í Grímsnesi.

Gekk inn með hálfum huga og horfði áhugalaus í kringum mig.

Sé ég þá lampa einn, gullfallegan.....horfi á hann dágóða stund og fyllist aðdáun.

Ég hugsa með mér:  "Mig vantar þetta ekki" og geng í burtu.

Við útidyrnar sný ég við, geng aftur að lampanum og horfi á hann enn um stund.

Sé að hann kostar átta þúsund, hugsa mig um lengi, lengi, tek hann og geng í átt að kassanum.

Segi svo við sjálfa mig:  "Nei Anna, þig vantar þetta ekki" Angry ...geng hægum skrefum með lampann til baka og skila honum á sinn stað.

.

Það er bara eins og lampaskrípið hafi aðdráttarafl sem ég ræð ekki við. 

Við útidyrnar sný ég við, enn einu sinni,  hálf hleyp að honum, skíthrædd um að einhver verði á undan mér.

Hrifsa hann til mín og held fast.

Hann varð minn.  Joyful

.

lampi

.

.

Þessi lampi er búinn til af vistmönnum á Sólheimum og mér þykir eins vænt um hann og hægt er að þykja um veraldlega hluti.  Töfralampinn.  InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Flottur lampi og líka eitthvað ótrúlega sérstakur,njóttu dagsins skvís

Katrín Ósk Adamsdóttir, 28.10.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kona sem nennir ekki að versla... hefurðu kannski áhuga á enska? 

Kona sem menn sjá aðeins í sínum viltustu draumum

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 15:31

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já Gunnar...... ég hallast að því að ég sé alger draumur. 

Horfi reyndar stundum á enska boltann. 

Anna Einarsdóttir, 28.10.2007 kl. 15:49

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

NEI !  Sjáiði..... það er andlit neðst á lampanum.... ég hef ekki séð þetta áður.

Anna Einarsdóttir, 28.10.2007 kl. 17:38

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Eigum við að fara að búa saman Anna?

Að vísu yrði líklega tómlegt heimilið, því ég er verri í þessu heldur en þú, held ég.

Þröstur Unnar, 28.10.2007 kl. 19:33

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei Þröstur..... en kærar þakkir fyrir sérdeilis gott boð.   

Anna Einarsdóttir, 28.10.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband