Furðulegur draumur.

 

Nú reynir á draumspekinga.  Wink

 

Mig dreymdi í nótt að ég var með eitthvað í hálsinum, sem að meiddi mig.  Ég kastaði upp og þá komu glerbrot út úr mér,  glerbrot eins og koma af óbrjótanlegum glösum.  Aftur og aftur kastaði ég upp glerbrotum og fannst mér eins og það væru u.þ.b. tvö glös, sem ég losaði mig við. 

Hvad i himmelen þýðir þetta ?

Ekki spyrja mig hvernig glösin komust inn í mig ?  Pouty

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er ágæt draumaráðningasíða hérna á moggabloggi. www.draumar.blog.is

Sendu henni þetta og sjáðu hvað hún segir...

Ragnheiður , 29.1.2008 kl. 18:42

2 Smámynd: Hugarfluga

Virkar neikvætt, en það er ekkert að marka. Kúkur táknar peninga þannig að glerbrot tákna vonandi bara hamingju eða eitthvað hellings gott!!

Segjum það bara!!

Hugarfluga, 29.1.2008 kl. 18:43

3 identicon

Hm... hálsinn er heimili fimmtu orkustöðvarinnar, sem er tjáningin. Það vantar í draumalýsinguna hvernig þér leið eftir uppköstin. Vel eða illa? Léttir yfir að hafa losnað við einhver óþægindi, eða kannski bara rispuð í hálsinum út af glerbrotunum? Held að tilfinningin sem fylgi atburðunum skipti ekki síður máli en það sem nákvæmlega gerist í draumnum.

Kveðja frá einni sem veit svo sem ekkert um hvað hún er að tala, en tjáir sig samt því mér finnst draumar, og skilaboð sem þeir kunna að færa, áhugavert fyrirbæri... 

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 18:48

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Út frá því sem Auður segir um tjáningu og létti, þá sé ég mögulega tengingu við færslu þína fyrir stuttu, séða í þeim ljósunum.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 29.1.2008 kl. 18:54

5 identicon

Sæl Anna.

Þegar ég las drauminn þinn fékk ég í hugann að þú mundir losa þig við eitthvað, sem hefur sært þig verulega, með því að vinna úr því á einhvern hátt. Gangi þér vel.

Ragnheiður Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 19:10

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Skál í botn Anna mín!

Edda Agnarsdóttir, 29.1.2008 kl. 19:10

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Veistu hvort þetta voru vatnsglös eða rauðvínsglös? Það er gríðarlega mikilvægt við ráðninguna. Var þetta vont og blæddi með þessu? Einnig gríðarlega mikilvægt við ráðninguna.  

Halldór Egill Guðnason, 29.1.2008 kl. 19:20

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þið eruð algjörir snillingar. 

Auðvitað táknar þetta sárar tilfinningar sem ég er að losa um.   Í draumnum fann ég mikinn létti en þó fann ég að ekki voru alveg öll glerbrotin farin.

Bloggið er greinilega á við góðan sálfræðing. 

Halldór...... síðan hvenær borðar maður rauðvínsglös ? 

Anna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 19:27

9 identicon

Ég þarf örugglega að æla nokkrum glösum ... ... kannski bara heilu glasasettunum ...

Maddý (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 20:46

10 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

,,,,,,,, Dreymi mann að hann selji upp,má hann reikna með því að bíða efnahagslegt tjón, nema hann með spýjunni losni við einhvern ófögnuð, sem hann hefur gleypt,,,,,

Þetta segir mín draumráðningarbók  

Svanhildur Karlsdóttir, 29.1.2008 kl. 22:37

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Borðar rauðvínsglös? Þú talaðir aldrei um að þú hefðir borðað glösin, bara ælt þeim. Var líka bara að bulla. Held að flutningarnir fari svona í mig. Gott ef ég er ekki að leggjast í þunglyndi bara.

Halldór Egill Guðnason, 30.1.2008 kl. 00:33

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei.  Þú ert ekki að leggjast í þunglyndi.   Það er svo miklu skemmtilegra að liggja í glaðlyndi. 

Anna Einarsdóttir, 30.1.2008 kl. 07:56

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hef takmarkaða trú á draumaráðningabókum og tel að hver manneskja eigi sitt eigið draumatáknmál og það er þess virði að reyna að skilja sitt mál.

Ég tel að það sé uppgjör í gangi varðandi tvær manneskjur í lífi þínu og að særindi og erfiðleikar sem þeim hafa fylgt séu að koma upp á yfirborðið þannig að þú sérð núna skýrt hvað er hvað og það sem er best..hvað þú ætlar ekki að burðast með lengur.  Þetta er ekki átakalaust og ekki enn yfirstaðið..þar sem meira liggur undir. En algerlega á réttri leið og útkoman er að þú ferð að segja skálfri þér satt um hvernig þér líður og hvað þú leyfir og það mun gera þig sátta og glaða með sjálfa þig. Sumir segja að hamingjan sé einmitt það..að vera sáttur við sjálfa sig

Gangi þér vel Anna mín!!! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2008 kl. 12:33

14 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.1.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband