Ástæða fyrir öllu.

 

Það kyngdi niður snjó í dag.... líklega einum 7-8 cm. í viðbót við það sem fyrir var. 

.

20050107-02-snow-in-backyard-1-1

.

En það eru ekki tíðindin í þessu bloggi heldur það, að ef nágrannarnir hafa á einhverjum tímapunkti, velt því fyrir sér hvort ég væri ekki með öllum mjalla, þá fengu þeir óyggjandi
svar við því í dag.

Þegar ég kom heim úr vinnunni, tók ég nýja kústinn minn, smellti mér út á bílastæði og fór að sópa snjónum.  Ég sópaði og sópaði...... og munaði minnstu að ég skúraði líka.  Wink

Svipurinn á nágrannakonunni  var svona  ég-trúi-ekki-mínum-eigin-augum-svipur,   þar sem hún stóð með nefið þjappað við gluggann, í stofunni heima hjá sér.  Heil hersing mætti með nefið á stofugluggann.  

.

window_1 

En manni er nú nokk sama hvað fólk hugsar.... enda er það eitthvað sem ekki er hægt að ráða við.
Ég hélt áfram að sópa og sópa..... alveg þangað til ég fann síma dóttur minnar undir snjónum. Smile
Hún hafði týnt símanum í morgun og maður kann nú að leita.

__________________________________

Það er oftast ástæða fyrir undarlegri hegðun.  Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ég er það latur að hefði bara hringt í síma dótturinnar ;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 30.1.2008 kl. 18:05

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Svo latur, að ég gleymdi sjálfum mér!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 30.1.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Síminn var á silence. 

Anna Einarsdóttir, 30.1.2008 kl. 18:11

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og mundu að taka þig með, næst þegar þú ferð eitthvað Ásgeir. 

Anna Einarsdóttir, 30.1.2008 kl. 18:12

5 Smámynd: Hugarfluga

Hehehe fyndin. 

Hugarfluga, 30.1.2008 kl. 18:53

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei Helena..... ég held að það sé ekki ein norsk arða til í mér.    Er komin af vondu fólki undan jökli..... já og hugsanlega snærisþjófi líka.  En það er örugglega löngu fyrnt. 

Anna Einarsdóttir, 30.1.2008 kl. 22:03

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Klár Anna

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.1.2008 kl. 22:14

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það verður ekki af þér skafið... já eða sópað

Halldór Egill Guðnason, 30.1.2008 kl. 22:16

9 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 30.1.2008 kl. 23:20

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég hefði nú notað tækifærið og skroppið eitthvað á kústinum. Allavega út í sjoppu og heim aftur.Rolly 1

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.1.2008 kl. 23:34

11 Smámynd: Dísa Dóra

haha góð

Dísa Dóra, 31.1.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband