Breyting vísitölunnar.

 

Vísitala neysluverðs var 279,9 í nóvember s.l. en er 300,3  í apríl, hálfu ári síðar.

Þetta er skelfileg þróun en samt ekki það, sem ég hef mestar áhyggjur af í augnablikinu.

Ég hef mestar áhyggjur af því hvernig vísitölufjölskyldan lítur út á næsta ári, ef  svo heldur fram sem horfir. Crying

.

Treehouse_family 

.

Ef vísitalan hefur hækkað svo mikið, hefur þá ekki að sama skapi vísitölufjölskyldan hækkað ?

Verðum við öll risar ?  Gasp

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Anna ....... Anna ....... Anna .......

Hugarfluga, 9.5.2008 kl. 22:49

2 identicon

Sá yngsti er barasta alveg orðinn trénaður út af þessum framtíðarhorfum. 

Áslaug Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

vísitölufjölskyldan mun á næsta ári verða nokkuð frábreytt þeirri sem nú er.

hún mun samanstanda af samkynhneigðu pari ásamt síams eða angóruketti og einum og hálfum púðluhundi.

Brjánn Guðjónsson, 9.5.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta fer að verða vísir að... hávaxinni fjölskyldu..?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2008 kl. 01:10

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það verður engin vísitölufjölskylda til á næsta ári, með þessu áframhaldi. Það verða allir "farnir á hausinn" (Brattur.: Skýringu takk fyrir) Með þessu áframhaldi flosnar allt upp og verður að "ísítölufjölskýldum" á útleið, með fortíðina á herðunum. Litla "stúlkan" fremst á myndinni veit ekki sitt rjúkandi ráð að ári, enda orðin að kolum. Vísitölur eru slæmar tölur, hvernig sem á þær er litið, þessa dagana. ( Einn í depression)

Halldór Egill Guðnason, 10.5.2008 kl. 01:30

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Græt bara með Halldóri án þess að beiðast leyfis á yppsiloni eða öðru. ;)

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2008 kl. 04:16

7 identicon

Iss þessi þessi vísitölufjölskylda, fólks sem ég þekki ekki lengur. Skil reyndar ekki hverju það á að breyta að fólk haldi vöku sinni og fylgist með breytingum á verðlagi. Er það ekki bara til að svekkja sig?

Tölum um eitthvað skemmtilegt. Er ekki stóri dagurinn í dag hjá Þorgeiri og frú? Hamingjuóskir til ykkar allra og sérstaklega til brúðhjónanna :)

Ásdís (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 12:30

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Rétt er það Ásdís.    Stór dagur í dag.  Bróðir minn að ganga upp að altarinu.  Ég skila hamingjuóskum til þeirra.

Anna Einarsdóttir, 10.5.2008 kl. 13:28

9 Smámynd: Brattur

Halldór... hér er skýringin komin.

Brattur, 10.5.2008 kl. 14:09

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fer vísitölufjölskyldan ekki frekar hlutfallslega, 'breikkandi' en 'hækkandi' ?

Steingrímur Helgason, 10.5.2008 kl. 22:05

11 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Vísitölufjölskyldan hlýtur að vera að ganga á forðann og bæta götum á beltið sitt, spái því að hún sé að grennast eftir því sem vísitalan hækkar

Erna Bjarnadóttir, 11.5.2008 kl. 11:31

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Kitty 4Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.5.2008 kl. 19:17

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er ekki "vísitölufjölskyldan" i dag orðin hálfur krakki og einn hundur?

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 342764

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband