Hef aldrei grátið svona mikið af stolti.

 

Á föstudaginn var komu vissulega tár í augun, þegar Íslendingar unnu Spánverja.  Það reyndist þó bara vera æfing hjá mér fyrir daginn í dag.  Tárin streymdu niður kinnarnar allan tímann sem að verðlaunaafhendingin var.  Ég er bara alveg útgrátin og þakka næstum því fyrir að við fengum ekki þjóðsönginn líka.  Þá hefði ég sennilega fengið ekka líka !  Smile

Mér fannst strákarnir spila alveg ágætan leik í dag en markvörður Frakka reyndist okkur ofjarl.  Það er nánast ekki hægt að sigra leik þegar markvörður tekur 23 skot og restin af franska liðinu spilar jafn glimrandi vel og það gerði.  Ég held að ekkert annað lið í keppninni hefði getað unnið það franska í dag.

Ég er alveg drullustolt af strákunum okkar.  InLove

TIL HAMINGJU !

.

landslidid 

.


mbl.is Voru afar stoltir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ditto!  Verð sennilega skælandi með smá hléum í dag. eða grátur á stöku stað eins og segir í : ...................

Til hamingju Ísland! að þeir fæddust hér.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.8.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Ragnheiður

Snilldar árangur !

Ég reyndi nú að bera mig mannalega við þessa afhendingu en það gekk ekki alveg upp

Ragnheiður , 24.8.2008 kl. 11:14

3 identicon

svo er silfur fallegra en gull Til hamingju allir

sigga (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Markvörður frakkanna vann leikinn!! Ég felldi nú engin tár - enda grenja ég bara af frekju.....

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 11:57

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þeir eru "stórastir í heiminum"! Knús á þig kona!

Edda Agnarsdóttir, 24.8.2008 kl. 14:26

6 Smámynd: Hugarfluga

Ok .. það þarf sumsé ekki óléttuhormón til að grenja yfir handboltanum ... hehe. Er ótrúlega stolt af drengjunum!!

Hugarfluga, 24.8.2008 kl. 17:00

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

...úff...ég grenjaði sko líka....var að springa af stolti yfir þessum frábæru snillingum og trúi varla enn að við höfum fengið silfrið....

TIL HAMINGJU ÍSLAND...STÓRASTA LAND Í HEIMI!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 24.8.2008 kl. 21:43

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef aldrei haft áhuga á handbolta fyrr en nú... ég grét líka

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 342764

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband