Ekki arfavitlaus heldur vita arfalaus.

 

Nú er ég ekki lengur arfavitlaus heldur vita arfalaus.  Þessi fallegi sólskinsdagur fór semsagt í arfahreinsun.  Ég komst að því í dag að íbúar á lóðinni minni eru öllu fleiri en ég hafði áður talið.  Ekki það að ég sé búin að telja þá samt en maður segir bara svona.  Woundering  Þessir áður óþekktu íbúar halda sig mest neðanjarðar en kíktu þó upp, einn og einn í dag.  Sumir þeirra eru extra large og allt að því king size.  Því get ég reiknað með að þeir hafi það allverulega huggulegt í nábýli við mig, feitir og pattaralegir.

Ég er að tala um ánamaðka.

.

joke-worm-breath 

.   

Tilraun dagsins;  Prófaðu að segja upphátt ÁNAMAÐKUR á norðlensku.

Við sunnlendingar segjum ánamaþþkur en norðlendingar segja ánamaððkur.  Ferlega fyndið að heyra það þannig.  LoL   Eða það finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Þú ert góður orðapælir. Pælir í orðum. Þó ekki Fálkaorðum. Vonandi. Pælorðamanneskja. Það líkar mér.

Bergur Thorberg, 31.8.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ormurinn þinn!

Kristjana Bjarnadóttir, 31.8.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

minnir mig á Krómkallana, með Hrekkjusvínunum. „og éta maðððk“

Brjánn Guðjónsson, 31.8.2008 kl. 22:11

4 identicon

ánamaaðððððKHur, hihi, var að reyna að koma þessu út úr mér á ekta Þingeysku...

alva (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Snilld

Edda Agnarsdóttir, 31.8.2008 kl. 23:06

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

'áðndamaðkkurr..

Steingrímur Helgason, 31.8.2008 kl. 23:32

7 Smámynd: Íris Guðmundsdóttir

sakna tin mamma min, hlaeja ad aulahumornum i ter

Íris Guðmundsdóttir, 1.9.2008 kl. 04:46

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sakna þín líka Íris mín, gormurinn minn.   

Anna Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 08:13

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Krúttlegt!  

Ps. Ég er norðlenzkur ánaMAÐkur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.9.2008 kl. 17:37

10 Smámynd: Linda litla

Ég held að ég kalli þetta bara orm á góðri íslensku. Hvernig er annars "ormur" á norðlensku ??

Linda litla, 1.9.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 342774

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband