Ég skora á Símann !

 

Mikið mega þeir sem stóðu að söfnun fyrir Mænuskaðastofnun Íslands, vera stoltir af bæði góðu sjónvarpsefni og alveg frábærum árangri.

-----------

EN.... það er eitt sem skyggir á gleðina yfir glæsilegri söfnun;

Hverjum einasta þeirra sem hringdi inn framlag er gert að greiða 79 krónur til Símans.

Þjónustugjald kalla þeir þessa sjálftöku.

Eigum við að giska á að 15.000 manns hafi hringt inn ?

Þá er Síminn að græða 1.185.000 krónur sem þeir hefðu aldrei fengið nema vegna þess að til er fólk með mænuskaða.  Mér finnst ekki fallegt að græða á þennan hátt.

.

Ég skora á Símann að láta Mænuskaðastofnun Íslands fá alla þá peninga sem þeir tóku í þjónustugjald vegna þessarar söfnunar. 

.

2007-12-05-chatter%20telephone 

.

Ég er viss um að Síminn er góður og ég mun fylgjast með fréttatilkynningu þess efnis.  Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ha? Þjónustugjald? Er það ekki borgað með símareikningum - undir liðnum:mánaðargjöld eða fastagjöld eða hvað þeir nú kalla þennan fasta póst sinn á reikningnum?

Nú er ég hissa? Er þetta löglegt? 

Hrönn Sigurðardóttir, 20.9.2008 kl. 17:01

2 identicon

Ég fylgist líka með hvort af því verði....................

Res (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 17:04

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Algjörlega sammála, þarna mætti Síminn koma myndalega að málum. Fyrirtækið er vel í stakk búið til þess. Hugsanlega myndi viðskiptavinum fjölga við aðgerðir sem þessar.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.9.2008 kl. 17:08

4 identicon

Mikið er ég sammála þér í þessu.  Ég trúði varla mínum eigin eyrum þegar þetta kom fram.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 17:33

5 Smámynd: Aprílrós

já skorum á Símann að greiða þennan pening til mænuskaðastofnuninnar .

Aprílrós, 20.9.2008 kl. 17:39

6 Smámynd: Ragnheiður

Já ég skora líka á símann !

Ragnheiður , 20.9.2008 kl. 18:24

7 identicon

Tek undir þessa áskorun!

Ásdís (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 19:15

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Undirtek áskorið ...

Steingrímur Helgason, 20.9.2008 kl. 19:36

9 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Tek undir heilshugar...skora líka á símann að afhenda Mænuskaðastofnun þennan óvænta "ágóða"....ekkert of góðir að gefa þjónustu sína eins og allir aðrir gerðu í gær...

Frábær árangur söfnunarinnar og vonandi björt framtíð þeirra sem nú eygja möguleika til að ná meiri eða betri bata....

Og hún Auður Guðjónsdóttir á náttla alla mína virðingu og aðdáun  fyrir baráttugleði sína og trúna á málstaðinn....

Bergljót Hreinsdóttir, 20.9.2008 kl. 19:52

10 identicon

sammála þér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 21:53

11 Smámynd: Einar Indriðason

Þið áttið ykkur á því að Síminn hefur stundað þetta fyrir HVERJA EINUSTU söfnun-fyrir-góðu-málefni?  Ef það er boðið upp á 900 númer til að draga sjálfkrafa frá einhverjar X krónur, þá hefur Síminn *alltaf* hirt eitthvað smá.  En, er ekkert sérstaklega að segja frá þessu......

Einar Indriðason, 21.9.2008 kl. 01:59

12 Smámynd: Gulli litli

Sammála..

Gulli litli, 21.9.2008 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband