Ég er frá Grímsey - og er stolt af því.

 

.

prúðuleikarar 

.

Hi folks !

Undanfarna daga hef ég verið svo upptekin við að hafa það huggulegt, að ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga.  Blush

En þrátt fyrir vanrækt blogg - eða kannski vegna þess að ég hef vanrækt blogg - eru leti minni takmörk sett og hér hefur verið dugnaður á öðrum sviðum.  Jólin næstum því tilbúin á þessu heimili.  Flestar gjafir keyptar, búin með allar stórhreingerningar sem voru á dagskrá og smákökubakstur fer fram á næstu helgi.

Hlakka mikið til að sjá jólaljósin,  heyra jólalögin og finna ilminn af kökunum.  Það getur vel verið að ég smakki líka.  Hálf hallærislegt að þefa lengi af kökum.  Joyful

.

Inn á milli dett ég í pólitískar hugsanir, eins og líklega allir landsmenn.  Mér finnst hræðilegt að einhverjir Davíðar úti í bæ hafi haft mannorðið af okkur Íslendingum, bara sisvona.  Næst þegar ég fer til útlanda, ætla ég að plata;  "I am from Grims island".  Það er sko ansi nærri því að vera rétt hjá mér.   Ég er að segja Gríms-Ísland á rituðu máli, þótt ég beri það fram sem Grims-æland.  Tounge 

Spillingin á þessari litlu eyju fer svo fyrir brjóstið á mér að ég fæ brjóstsviða !    Það er kannski aðeins orðum aukið að ég fái brjóstsviða en það hljómaði ágætlega, fannst mér - svona eins og það kom á lyklaborðið. 

Er ég kannski að smitast ?  Er ég að verða spillt, lítil, plötuskjóða ?  Pouty

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Veid eggi hvort að það virkar að vera frá Grímzeynni, til að þvo af sér sérgæðíngastuldinn, reyndar, í ljósi framkomu þáliðnnar framkomu sveitarstjórnarmannz nýlega dæmdz.

Skárra mázke að vera bara frá Grundó ?

Steingrímur Helgason, 26.11.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Ragnheiður

ég fer bara ekkert til útlanda meðan ég fæ ekki færeyskt vegabréf !

Þú ert ekkert smituð....

Veit ekki hvort ég nenni að baka, sé hvort strákar vilja vera með í því- þá er nebblega svo gaman. Þeir eru skemmtilegustu gaurar í heimi, endalaust að hrekkja hvorn annan.....

Ragnheiður , 26.11.2008 kl. 22:40

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Bjarni Ármannsson ku hafa skráð sig sem norðmann á einhverju maraþonhlaupi í Evrópu á dögunum...

Ekki að það skipti neinu... 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.11.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú segir bara eins og er að þú sért frá hinni heimsfrægu eyju þar sem heimsskautsbaugurinn liggur í gegnum hjónarúm ykkar hjóna eða svoleiðis, og svo geturðu sýnt Grímseyska vegabréfið þitt upp á það. -

Þér verður áreiðanlega tekið eins og veru af öðrum hnetti. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.11.2008 kl. 23:46

5 identicon

Úff - hvað ég er fegin að þú ert þarna !!

Kv, Hrabba.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:37

6 identicon

Ég ætla ekki að vera íslensk næst þegar að ég fer til útlanda. Þykist bara vera finnsk, það fattar það enginn.

Þórunn Ella (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 11:35

7 Smámynd: Aprílrós

Ef maður gæti nú bara valið um hver maður er þá og þegar eftir hentugleikum. Það væri sko munur.

Eigðu ljúfan dag mín kæra.

Aprílrós, 27.11.2008 kl. 11:47

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Dóttir mín býr í Danmörku,,, er fúlbífær í sænsku og segir án þess að blikna að hún sé sænskur ríkisborgari......

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.11.2008 kl. 12:38

9 Smámynd: kop

Allar þessar draugasögur af breyttri framkomu í garð Íslendinga eru stórlega ýktar.

Flestum útlendingum er slétt sama um ástandið á Íslandi, ef þeir þá vita nokkuð um það. Þeir sem vita af ástandinu, vita líka að það er ekki almenningi á Íslandi að kenna.

Það er engin ástæða til að ljúga uppá sig öðru þjóðerni, ekki dettur mér það í hug og umgengst ég allra þjóða kvikindi á hverjum degi.

kop, 28.11.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 342774

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband