Davíð lýsir vantrausti á Geir.

 

Þessi málsgrein bréfsins vekur athygli mína umfram annað;

Davíð segir að æ fleiri mönnum verði ljóst að formaður bankastjórnar persónulega og bankastjórn Seðlabankans sameiginlega hafi á undanförnum árum aftur og aftur varað við því að í óefni stefndi í bankamálum þjóðarinnar og þrýst á þá sem ábyrgð báru um að bregðast við í tíma.

 

Sé þetta rétt hjá honum, er hann að lýsa vantrausti sínu á forsætisráðherra þess tíma, Geir H. Haarde.

Athyglisvert svo ekki sé meira sagt.  Woundering

.

David_geir_jpg_550x400_q95

.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Davíð hefur nú bent á þetta oft undanfarið, sumir ráðherra kannast við það en aðrir ekki.

Hvort við trúum karlinum er svo annað mál.

Páll Jónsson, 8.2.2009 kl. 19:22

2 identicon

Ég trúi Davíð um að hann hafi aðvarað stjórnina .  En hann hefði mátt beita meiri þrýstingi við það , með því að gera það meira opinberlega.  Enda embættismaður.

jonas (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:25

3 identicon

Hann gerir það já Anna. Við náttúrulega vitum hvað Geir var nú gleyminn, mann aldrei eftir neinum samtölum. DO fer sínar eigin leiðir og Geir villtist af braut. Mér sýnist hann vera taka Jóhönnu í nefið..í bili, sjáum til. Er spennandi.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:28

4 identicon

Fyrst hann vissi þetta afhverju hækkaði hann ekki bindiskildu bankana ?

Dolli (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:33

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hvernig í veröldinni færðu það út að Davíð sé að taka Jóhönnu í nefið, Einar Á? Nú held ég að Davíð hafi endanlega fengið fólkið í landinu til þess að fá æluna algjörlega upp í háls - þó vissulega finnist innan um einn og einn siðblindaður siðblindingi af Davíðsást.

Þór Jóhannesson, 8.2.2009 kl. 19:36

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fyrst hann vissi þetta, afhverju sagði hann ekki þjóð sinni frá, svo þjóðin tæki til sinna ráða úrþví "sjálfgræðgisflokkurin" og arftaki hans í Forsætisráðherrastól gerðu ekkert. - T.d. hefði hann getað aðvarað talað við þjóð sína fyrir alþingiskosningarnar 2007. -  Já, já, ég veit , hann ber auðvitað við bankaleynd, greyið.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.2.2009 kl. 19:57

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Davíð segist hafa varað Geir við því að bankarnir gætu hrunið.  Geir segist ekki muna eftir því að Davíð hafi sagt honum þessi stórtíðindi.     

Annar þeirra segir ósatt.  Hvor ?

Anna Einarsdóttir, 8.2.2009 kl. 21:25

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Davíð Oddson en Geir H. Haarde vill ekki bera það upp á Davíð að hann ljúgi þess vegna ber hann við minnisleysi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.2.2009 kl. 21:31

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Rakel. 

Það er einmitt sama niðurstaða og ég hef komist að eftir allnokkrar vangaveltur. 

Anna Einarsdóttir, 8.2.2009 kl. 21:33

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hér kemur ein góð ástæða fyrir því hvers vegna Davíð Oddsson og félagar eiga að víkja;

http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/798484/

Anna Einarsdóttir, 8.2.2009 kl. 21:44

11 identicon

Á hverju eru þær vangaveltur byggðar á kæra Anna? Kann Geir ekki að ljúga?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:45

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jújú, þeir kunna það svosem báðir.  Ég byggi álit mitt á því að fjölmargir ráðamenn kannast ekki við viðvaranir Davíðs. 

Anna Einarsdóttir, 8.2.2009 kl. 22:06

13 identicon

Já, ok, punktur hjá þér. Viðurkenni það.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:19

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það sem mér finnst öllu erfiðara að kyngja er að Davíð hafi varað ISG við og hún ekki talið ástæðu til að láta þjóðina vita, stoppað ruglið með Icesave reikningana og ekki látið bankamálaráðherrann vita.  Skyldi þetta vera rétt?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.2.2009 kl. 06:34

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér finnst afar ólíklegt að Davíð hafi haft fyrir því að tala við Ingibjörgu.  Honum er nú ekki svo hlýtt til hennar.

Anna Einarsdóttir, 9.2.2009 kl. 12:09

16 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Vona svo sannarlega að ISG geti sagt það einnig.  Bíð eiginlega eftir því að hún svari þessu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.2.2009 kl. 13:55

17 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Góð Anna  Meira svona.

Kristjana Bjarnadóttir, 9.2.2009 kl. 20:41

18 identicon

Er farinn að efast aftur með skrökvupúkana Anna. Það var farið að slá út fyrir Ingibjörgu á þessum tíma, with all respect.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:57

19 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Miðað við það að Davíð fer hvergi úr þessum blessaða bankastjórastól...þrjóskari en allt sem þrjóskt er...þá skil ég ekki af hverju hnn nýtti ekki þessa öfurþrjósku sína til að þrýsata á bankamenn að hlusta á sig og sína spádóma...hans vantar ekki valdið og hrokann...ef hann vissi í hvað stefndi af hverju gerði hann ekkert í málunum????

Og hvaða verki vill hann eki hlaupa frá??? Er hann að mata pappírstætarann í Seðlabannkanum??? Hreinsa burt óþægileg sönnunargög eða...????

Nei, maður bara spyr sig????

Bergljót Hreinsdóttir, 9.2.2009 kl. 23:48

20 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Vá...ég er svo pirruð út í þennan mann að það veður allt í stafsetningarvillum hjá mér...afsakið...

Bergljót Hreinsdóttir, 9.2.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 342765

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband