Játningin.

 

Hvað ég geri á netinu......

-  Ekki þarf það að vekja undrun neins þótt ég segi að ég blogga á netinu.   Það getur hver sæmilega þenkjandi manneskja sagt sér það sjálf að hún væri ekki að lesa bloggið mitt ef ég bloggaði ekki.    FootinMouth  Þaggi ?

-  Oftast les ég helstu fréttir og kíki á heimapóstinn minn.

-  Einu sinni í mánuði fer ég á SÍBS til að sjá að ég hef ekki unnið í happadrætti.  Joyful

-  Reglulega fletti ég upp á SP fjármögnun bara til að sjá að Outlander bíllinn er orðinn ennþá verðmætari en hann var í gær.  Lánið á honum sem var 1.300 þúsund er nú 2.200 þúsund.  Þegar ég ek um á þessum eðalvagni í dag líður mér eins og ég sé sjálfur Gissur gullrass.  Cool

-  Síðan nýti ég auðvitað heimabankann til að greiða reikninga.

-  Að lokum...... hef ég yndi af því að spila Crystal Clear við bóndann.  Yndið felst auðvitað í því að ég vinn miklu oftar en hann.  LoL

.

image.axd?picture=winner

.

Hvað ég geri EKKI á netinu..........

-  Ég nenni næstum aldrei að fara á Fésbókina.  Sorrý Fésbókarvinir.  Pouty

-  MSN póstinn minn man ég líka sjaldnast eftir að opna.  Það kom mér því í opna Skjöldu og Búkollu og þær allar, þegar ég fann þar gamalt bréf með mynd.   Bréfið innihélt játningu kattar.  Hann segist vera faðir Sir Alexöndru, Vidic og Tevez og Ronaldo.

.

Hann segist elska allt sem heitir Gustavsberg. 

.

hyypia

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Alltaf góð,Anna mín,en ynndislegur köttur,hefur hann eða hún,líka hækkað svona mikið í verði,????HA HA HA HE HE HE HA.vel alinn upp,fer sjálfur eða sjálf,??? á klósettið nokkuð gott,HA HA HA HE HE HE HA, Ó já ég fer líka sjálfur á klóið,??? þessi köttur er með mjög háa greindarvísitölu,??? hlýtur að vera,fer einn eða ein á klóið,???alveg eins og ég,??? samt er greindarvísitalan mín mjög há,??? HA HA HA HE HE HE auðvita hann eða hún er af borgfirskum ættum ekki satt,hlaut að vera einhver skýring á þessu.HA HA HA HA.

Jóhannes Guðnason, 7.5.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Ragnheiður

Já þú bloggar, en sérstakt...hehe góðan dag Anna mín.

Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 09:56

3 Smámynd: Aprílrós

Hvað skyldi ravinn minn vera metinn á í dag ?

Aprílrós, 8.5.2009 kl. 11:38

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hah! Þarna eigum við fleira sameiginlegt! Ég fer líka einu sinni í mánuði á sibs.is til að sjá að ég hafi ekki unnið neitt!

Hrönn Sigurðardóttir, 8.5.2009 kl. 20:41

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

það er nú meira hvað þú ert rík Anna mín, það eru ekki allir sem hafa efni á slíkum eðalvögnum og það eru ekki allir sparisjóðsstjórar.

En það er nú gott að faðernið á kisunum þínum er komið á hreint, það er ómögulegt að hafa þessi grey einskins kattar sonur eða dóttir

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.5.2009 kl. 23:27

6 Smámynd: kop

Nú vill svo til, að ég veit, að klósettkötturinn er hreinræktaður Liverpool-köttur og hann er pottþétt óhress með þessi hræðilegu nöfn á blessuð fallegu kisubörnin.

Ég veit svosem líka að mömmurnar ráða alltaf nöfnunum.

kop, 10.5.2009 kl. 11:52

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ronaldo og Tevez eru báðir búnir að skora í dag. 

Pabbinn hlýtur þó að vera stoltur af þeim.

Ég meina........ ekki getur köttur heitið Torres.   

Anna Einarsdóttir, 10.5.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband