Það reddast.

 

Við lifum erfiða tíma á suma vegu;  Kreppa, Icesave, óréttlæti...... og ljúfa á aðra;  bongóblíða, fegurð Íslands, trú á réttlæti.

.

Icesave málið er svo stórt að mér finnst engan veginn hægt að taka einarða afstöðu.  Ekki veit ég hvað gerist ef við skrifum ekki upp á lánið.  Ekki veit ég heldur nákvæmlega hvað gerist ef við skrifum upp á lánið ?

Ljóst er að hvorutveggja eru afar slæmir kostir en hvor er skárri ?

Í augnablikinu hallast ég að því að við eigum að skrifa upp á vegna þess að ég óttast afleiðingarnar, gerum við það ekki.  Síðan eigum við að leggja ofuráherslu á að ná aftur peningum auðmannanna, þeim hinum sömu og settu okkur á hausinn og nýta þá peninga til að greiða niður skuldina.  Í öðru lagi eigum við einhverja von í olíuauðlindum.  Hugsanlega og mögulega mun það bjarga okkur.  Kannski er þetta dæmigerður íslenskur hugsanaháttur...... að þetta reddist einhvern veginn.  En ég er jú rammíslensk og ennþá stolt af því þrátt fyrir allt.

.

Sjálf ætla ég að taka mér smá hvíld frá blogginu.  (þegar ég gerði það í fyrra varð ég svo frjó í hugsun að ég gat ekki hætt að blogga)Pinch    Núna er ég í sumarfríi og reyni að njóta þess eins og best ég get.  Cool   Geri vonandi eitthvað svakalegt af mér,  sem bloggandi er um síðar.

.

Þangað til........ njótið dagsins því hann kemur ekki aftur.  Wink

.

Sir Alexandra 

.

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég ætla bara rétt að vona að þú sért búin að sétja niður kartöflunar!!

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2009 kl. 18:43

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Búin að setja niður kartöflurnar OG gulræturnar OG taka upp rabbarbara OG gera rabbarbarasultu.    Púff..... ég verð nú bara þreytt af að telja upp allt sem ég hef gert í garðyrkju þetta árið. 

Anna Einarsdóttir, 26.6.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Myndin er flott

Hafðu það gott í fríinu.

Kristjana Bjarnadóttir, 26.6.2009 kl. 20:59

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Ljóst er að hvorutveggja eru afar slæmir kostir en hvor er skárri ?" Mjög skynsamleg spurning Anna. Hvernig í ósköpunum á meðalJóninn að átta sig á stöðunni? Við fáum ekkert að vita! Á meðan svo er á ekki að skrifa undir. Alveg 100% viss um að þú hefur aldrei skrifað undir óútfyllt skuldabréf, ef marka má skákhæfileika þína. Annars er þetta ein besta mynd sem ég hef séð af vínrekka. Sennilega færi betur að það væru kettlingar í öllum rekkanum mínum. Maður tuðaði þá sennilega minnaEigðu gott frí og vonandi finnið þið köflótta hestinn í Blöndudalnum, saman í sumar

Halldór Egill Guðnason, 27.6.2009 kl. 01:09

5 Smámynd: kop

Ég er blessunarlega fjarri góðu gamni í þessu öllu saman, en skammast mín ekkert fyrir að vera Íslendingur.

Þó ég sé hinu megin á hnettinum, þá er ég stundum spurður út í þetta ástand og reyni að útskýra það eftir bestu getu.

Þú verður að drífa köttinn í afvötnun, það gengur ekki að láta hann liggja svona í rauðvíninu.

kop, 27.6.2009 kl. 12:27

6 Smámynd: Ragnheiður

Hafðu það gott í fríinu Anna mín

Ragnheiður , 27.6.2009 kl. 15:06

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sammála kop. kisi þarf að fara að stramma sig af.

Brjánn Guðjónsson, 28.6.2009 kl. 02:54

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hafðu það gott í sumarfríinu Anna mín - sá mynd af þér einhversstaðar í húsmæðraorlofi!

Edda Agnarsdóttir, 28.6.2009 kl. 08:30

9 Smámynd: Aprílrós

Flott myndin.

Hafðu það gott í fríinu og njóttu þess í botn ;)

Knús og kreist ;)

Aprílrós, 28.6.2009 kl. 20:40

10 Smámynd: Íris Guðmundsdóttir

Hlakka til ad sja tig mamma min !

Íris Guðmundsdóttir, 28.6.2009 kl. 23:50

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er sammála þér báðir kostir eru slæmir, en af tvennu illu þá ....... er ég líka sammála þér ! -  Hafðu það sem allra best í sumarfríiu þínu.  Skemmtileg mynd,  hann ætlar sem sagt að liggja í'ðví, sá litli meðan þú nýtur orlofsins?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2009 kl. 00:37

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sumarið er yndilegur tími, veturnir eru skemmtilegir, vor og haust eru lofandi.

Ég er þér svo sem sammála Anna, en lít þó frekar á að það hafi verið skrifað upp á þetta í okkar umboði fyrir löngu síðan.  Þrátt fyrir að hafa hvorki kosið Dabba né Dóra, þá er ég jafn ábyrg og þeir sem það gerðu af því að ég bý samfélagi sem er með stjórnarskrá sem samþyktt hefur verið á Alþingi Íslendinga og erum við ekki öll hluti af því.

Það sem mér finnst undarlegast að þeir sem eru í forsvari fyrir þá sem sökina eiga hvað mesta, láta allir verr en hálfvitar, firra sig allri ábyrgð og þykjast geta gert betur.  Hvar eru þau Þorgerður Katrín og Bjarni Ben sem ætluðu að klára dæmið. Hvað leggja þau til?

Hef sagt það áður og segi það enn, ég vil frekar deyja snauð en að skammast mín fyrir að sýna vegabréfið mitt.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.6.2009 kl. 01:18

13 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Gleymdi að óska þér gleði og gæfu í sumarfríinu og gerið það því hér með!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.6.2009 kl. 01:19

14 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Úff...erfitt að segja...afleiðingarnar virðast slæmar á alla kanta....en vonandi fer þetta allt betur en það lítur út fyrir núna í augnablkinu...

Njóttu frísins...hlakka til að lesa þig aftur að fríi loknu!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 5.7.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 342766

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband