Það má láta sig dreyma.

 

Oft óska ég þess að mér hlotnaðist sú náðargáfa að geta komið frá mér ritmáli sem væri svo fagurt, vandað og sérstakt að lesendur tækju andköf við lesturinn.

Að mér tækist að raða orðunum saman á einhvern undursamlega fullkominn hátt.    

Hæfileikar mínir hingað til, kalla í besta falli fram að lesendur hósti við lesturinn.  Pouty 

.

LifeWriter06

.

En ég hugsa samt stundum;  "Leynist mögulega í mér örlítill rithöfundur" ?  
Já, maður má nú alveg hugsa út fyrir rammann og láta sig dreyma um hið ólíklega.

Undanfarið hafa farið fram rökræður í kolli mínum:

Rithöfundur ?
Nei maður.  LoL  
Hvernig gæti ég bullað út heila bók ?
Þú gætir haft stórt letur.
Hvað með barnabók ?
Ég veit ekki.  Woundering
Um hvað ætti bókin svosem að fjalla ?
Bullárin á blogginu ?  Tounge 
Er ekki búið að skrifa um allt sem hægt er að skrifa um ?
Nei Anna, það er ekki búið.
Það vantar ekki að mig langi dálítið að prófa.
Af hverju dett ég ekki niður á hina fullkomnu hugmynd ? 
Kannski gerist það einhvern daginn.
Kannski ekki.
Sjáum til.

Mér finnst eiginlega best í þessu öllu, að ég stend mig að heilu samræðunum við sjálfa mig í huganum.  Og ekki bara um þetta mál, heldur ýmsar aðrar hugdettur sem ég fæ.

Bullandi innra spjall, megnið af deginum.  Gasp

.

art_quiet 

.

En maður talar þá ekki af sér á meðan.  Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er greinilegt að þú ert að nota 1/3 af mínum heila. Hérna megin fara fram heilu bálkarnir af innri samræðum Rökstuðningur með og á móti, fram og til baka.

Hrönn Sigurðardóttir, 10.11.2009 kl. 19:22

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú ert svo lítillát Anna.  T.d. get ég sagt þér að ég ekki bara hóstaði við lestur þessa pistils.  Ég hnerraði, ég snýtti mér og síðan hló ég með sjálfri mér og hafði langa orðræðu (við sjálfa mig auðvitað) um hvað ég gjarnan vildi lesa bók eftir þig.  Það yrði ekki leiðinlegt, því þú átt ekki til neitt slíkt í fórum þínu.

Hvað með jólabók tvöþúsundogtíu?????????????

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.11.2009 kl. 09:13

3 Smámynd: Ragnheiður

Já svo maður minnist ekki á þegar tilefni er til innri skamma, það er bögg.

Gefðu út bók kona..

Ragnheiður , 11.11.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 342764

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband