Ég er búin að fá vinnu.

 

Þið bloggvinir mínir og lesendur, sem ekki eruð fésbókarvinir, vitið kannski ekki að ég er búin að fá vinnu.  Eða jú, nú vitið þið það.  Joyful

Ég var ekki fyrr búin að hrista af mér Vinnumálastofnun, sem að mínu áliti drepur niður allt sem heitir sjálfstæði og frumkvæði einstaklingsins, þegar mér bauðst vinna og hóf ég störf á föstudaginn var.

.

 

digging

.

Meðfylgjandi mynd er nú kannski ekki alveg af mér í nýju vinnunni en mér finnst myndin einfaldlega of góð til að láta hana liggja ónotaða á netinu.

Vinnan göfgar manninn og mig líka.  Wink

Annars vann ég í nokkur ár með manni, sem sagðist bara sjá eftir einu í lífinu;  að hafa byrjað að vinna.  Þetta sagði hann reglulega við mig í vinnunni.  Og glotti jafnan. 

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju! Bæði með að bíta af þér vmst og ekki síður með nýju vinnuna.

Ef þetta er ekki mynd af þér í nýju vinnunni - þá vantar öööörlitlar upplýsingar í viðbót. 

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2009 kl. 09:40

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Til haaaaaaaamingju með það lán að fá að mæta í vinnunna.  En hvar er myndin?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.11.2009 kl. 09:44

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Myndin er þarna uppi. 

Anna Einarsdóttir, 25.11.2009 kl. 12:31

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

til hamingju :)

Óskar Þorkelsson, 25.11.2009 kl. 15:37

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Núna sé ég myndina.  Ertu nokkuð komin í bæjarvinnuna?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.11.2009 kl. 16:18

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vinnu, en þú átt mann ?

Steingrímur Helgason, 25.11.2009 kl. 18:09

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk Óskar, Ingibjörg og Hrönn.

Nei, ég er hvorki á bænum né hjá bænum.

Steingrímur.  Maður verður víst að sjá fyrir manni sínum. 

Anna Einarsdóttir, 25.11.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 342774

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband