Afleiðingar hrunsins meiri en áður var talið.

 

Í dag er heilt ár síðan einhver skrifaði í gestabókina á þessu bloggi.

Þann 28. nóvember 2008, ritaði Halldór tuðari nokkur vel valin orð í bókina.

Og merkilegt nokk, þá hefur enginn annar en Halldór ritað í bókina eftir hrun og Halldór var þá staddur 45.000.000 fet frá Íslandi.

Mér finnast þetta merkileg tíðindi;

Afleiðingar hrunsins eru semsagt þær, að fólk staðsett á Íslandi skrifar ekki í gestabækur.

.

0000034334_20061020191513 

.

Þetta var uppgötvun dagsins.  Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahhaha þessi skrif hafa líka þær afleiðingar að nú fer ég beint og les gestabókina á minni síðu! Sem ég gleymi annars alltaf að skoða.

Þannig að það er ekki bara þannig að afleiðingar hrunsins séu miklu meiri en áður var talið heldur hafa afleiðingar líka afleiðingar!

Hrönn Sigurðardóttir, 26.11.2009 kl. 09:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Úbbs! Ég hefði betur sleppt þessu!

Þarna var afskaplega reið kona að rukka mig um bók sem týndist í jarðskjálftanum. Jeminn!! Ég vil að útrásarvíkingar taki einhverja ábyrgð á þessum afleiðingum!

Hrönn Sigurðardóttir, 26.11.2009 kl. 09:32

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha

Áttar konan sig ekki á að þú þarft meiri tíma til að lesa bókina ef þú átt að öðlast almennilega tilfinningagreind ?

Anna Einarsdóttir, 26.11.2009 kl. 09:40

4 Smámynd: Gulli litli

Ég held að gestabókin þín sé orsök hrunsins.....

Gulli litli, 26.11.2009 kl. 10:05

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hugsanlega ekki......

Hrönn Sigurðardóttir, 26.11.2009 kl. 10:09

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég held að sparisjóður grínista og nágrennis hafi farið með þjóðina á höfuðið.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.11.2009 kl. 18:07

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Svona er maður mikill orsakavaldur......Elsku Anna,: Heldurðu að við eigum í alvöru einhvern hlut í hruninu? Ég meina svona bara sem gestabókarskrifari? Það yrði nú djöfull þungur kross að bera, þannig lagað séð. Hilsen í Borgarnesið.

Halldór Egill Guðnason, 27.11.2009 kl. 01:58

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég er ennþá að gráta yfir því að einhver finnist hér á jörðu, sem telur það ekki eftir sér að nefna nafn mitt í færslu.... 

Takk Anna mín.

Halldór Egill Guðnason, 27.11.2009 kl. 02:10

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er búin að átta mig á þessu. 

Gestabók Sparisjóðs grínista og nágrennis er verri en peningamarkaðssjóður og allt þetta dót í hinum bönkunum.  Hver hefur nokkru sinni getað tekið út úr Gestabók eftir að lagt hefur verið inn í hana ?

Þetta er handónýt bók !

Anna Einarsdóttir, 27.11.2009 kl. 08:54

10 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ja...þú segir nokkuð

Bergljót Hreinsdóttir, 28.11.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband