Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Gengin út.

 

Hestarnir mínir eru langflottustu hestar á Íslandi.  Annar jarpkoníaks skjóttur á lit, stór og myndarlegur en hinn móálóttur litföróttur, faxprúður.  Þeir eru báðir dálítið kenjóttir.  Ekki hrekkjóttir heldur óþekkir.  Ég hef áður deilt því með ykkur þegar þeir fóru í skítakeppni á fóðurganginum.  Laumuðust út í skjóli nætur og rústuðu hesthúsinu bara sisona. 

Hestarnir eiga að vera í haganum núna en það er ekki eins auðvelt og það hljómar - ekki þegar um mína hesta er að ræða.  Annar hefur víst ítrekað komist í kast við lögin undanfarna daga með þjóðvegarápi.  Það var þó búið að hemja hann og undi hann hag sínum ágætlega í haganum í dag.  Hinn slapp undan réttvísinni en hefur sennilega fengið slæma samvisku einhvers staðar á flóttanum því hann var á leið í kirkju þegar til hans spurðist.  Góður maður stoppaði hann af við kirkjusóknina, stakk honum í girðingu og hringdi í mig.  Ég fór eftir vinnu, mýldi klárinn og gekk af stað.  Þurfti að teyma hann tæplega 5 kílómetra.  Svo sleppti ég honum í hagann, skipaði honum að haga sér almennilega og lagði af stað heim á leið.

Ekki hvarflaði að mér annað en að fyrsti bíll myndi stoppa og bjóða mér far, svona sætri stelpu eins og mér. Grin  Fyrst þurfti ég að vísu að koma mér niður á þjóðveg, drjúgan spöl.  Það hafðist og svo kom bíll.....og fór framhjá.  Og annar..... sem ekki stoppaði. Errm  HALLÓ !  Hvað varð um ungmennafélagsandann ?  Ég gekk ALLA leiðina til baka.  Er þá búin að ganga 9-10 kílómetra í dag.... í hestaskóm á malbiki.   Súpervúman. 

 


Gömul sannindi og ný.....

 

Þið hafið öll heyrt máltækið......

Af bullinu braggast bjálfinn best.

 

 

Ég skil bara ekki fólk sem bullar út í eitt. Halo

 


Æskuárin.

 

Þegar ég var lítil stelpa var ég sérstaklega heppin með leikfélaga.   Tveir strákar sem  fluttu í næsta hús við mig þegar ég var 6-7 ára.  Það var eftirminnilegt þegar sá eldri kom í heimsókn í fyrsta skiptið.  Hann bankaði og bankaði en án árangurs.  Loks gekk hann burt - án efa vonsvikinn yfir því að enginn var heima.  Við vorum samt heima. Smile  Hann gerði bara smá mistök strákurinn.  Hann áttaði sig ekki á því að neðst á hurðinni var gat..... sem hænurnar notuðu iðulega til að fara út um.  Hænsnakofahurðin hefur bara litið nokkuð vel út í þá daga. LoL

Hann fann svo innganginn að íbúðinni nokkru seinna.

 

 


Dóttir mín kom með þetta úr skólanum.

 

  • Allir krakkarnir horfðu á kirkjuna brenna nema Hermann - það var verið að ferm'ann.
  • Allir strákarnir sváfu vel í tjaldinu fyrir utan Skúla - hann var notaður sem súla.
  • Allir strákarnir voru með á körfuboltamyndinni nema Bergur - hann var dvergur.
  • Allar stelpurnar voru með brjóst nema Lena - hún var með spena.
  • Allir krakkarnir komu með Svala í skólann nema Þór - hann kom með bjór.
  • Allir krakkarnir léku saman í handbolta nema Gvendur - hann hafði engar hendur.
  • Allir voru viðstaddir fæðinguna nema Víðir - hann var með hríðir.
  • Allir krakkarnir komu uppúr sjónum þegar hákarlinn kom nema Linda - hún var ennþá að synda.
  • Allir strákarnir áttu kærustur nema Stjáni - hann fékk þær að láni. 
  • Allir krakkarnir voru hreinir nema Dóra - Nei, þetta er nú of mikið Grin 
  • Allir krakkarnir voru að leika sé með ostaskerann fyrir utan Eið - hann kom út sneið fyrir sneið.
  • Allir krakkarnir voru í lúdó nema Ingó - hann var í bingó. 
  • Allir strákarnir voru að dansa við stelpurnar nema Ágúst - hann var að dansa við strákúst.

 


Kona spyr sig.

 

Hvað þýðir:

"að fara á Stúfana" ?


Gera bull dagsins að upphafssíðu.

 

Það eru endalaust margar ástæður til að gera bull dagsins að upphafssíðu

Hér verður aðeins stiklað á stóru og teknar skoðanir örfárra;

 

 

Kári Stefánsson:  "Ja, stelpan er náttúrulega fyrirbrigði".

Jóna Jóns:  "Ég bý á Elliheimilinu Grund og mér leiðist alveg óskaplega".

Brattur:  "Hún er snillingur í Atómljóðum þessi Anna, það er ekki nokkur vafi".  Sideways

Lína Langsokkur:  "Af því að ég á flottari sokka en hún".

Hrólfur Guðmundsson:  "Þessi helv. kjelling hrósaði mér svo mikið, líka þegar ég fór á barinn".

P... vill ekki láta nafns síns getið:  "Af því að ég er skotinn í henni".  InLove

Ljóskan:  "Mér finnst hún vitlausari en við Shocking  Klapp klapp klapp Grin".

Rósmundur Sólmundsson.  "Tja, sama er mér sko.  Ég á enga tölvu".

 

Þarf frekari vitnanna við ?

Yfir 100 manns komu af ýmsum annarlegum hvötum á síðuna í gær.

Ég vitna í stórsnillinginn og eðaltöffarann Svamp Sveinsson,  Kjánar ! LoL

 


Fló á skinni.

Sást þú uppfærsluna á "Fló á skinni" hérna um árið ?

Jahá !  Nú komst upp um þig.

Flóin sést nefnilega ekki og hvað stendur þá eftir ?

Ekkert nema bert skinnið. FootinMouth

Svona ertu þá. Tounge


Atómljóð frá hjartanu.

 

Mig dreymir stundum.

Dreymir að ég fái að heyra hrotur.

Hrotur manns en ekki hunds.

En hundurinn hrýtur endalaust

og þegar ég lít í spegil á morgnana

sé ég................

 

emu

 

Bara svo það sé á kristaltæru, þá er ég ekkert klikkaðri í dag en í gær.  Var að æfa innsetningu á mynd án þess að hún næði útfyrir skjáinn og tók líka æfingu í "ekki rími" í leiðinni.  Alltaf að æfa sig, annars verður maður aldrei góður. Wink


Ævintýri í Barcelona.

 

 

Árið 2005 fór ég til Barcelona.

Við systir mín lágum á ströndinni og sóluðum okkur.

Þá sá ég ofsalega fallegan mann. 

Ég sötraði bjórinn og naut þess að horfa á hann.

Eftir smástund náði ég augnsambandi.

Hann brosti.

Ég sem kann ekki að reyna við menn nema á dansgólfi, var að stíga ný skref í tilverunni.

Nokkur ótvíræð bros og blik í augum.

Ég stóð upp og gekk til hans, klædd engu nema bikiní.

Heilsaði og við tókum tal.

Þetta gekk of vel.

Langt skemmtilegt spjall,

spennandi daður.

Hann var frá Nýja Sjálandi.

Skiptumst á símanúmerum.

Þetta var nánast fullkomið

þangað til.......

 

 

kærastinn hans kom.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband